Saga - 2004, Síða 204
með áréttingu um að þetta sé satt. Þannig er texta úr skáldsögunni
Undir Helgahnúk skotið inn í kaflann „Hjarðsveinn“ sem styðst að
öðru leyti alfarið við samsvarandi frásögn í Í túninu heima (bls.
215–221). Textinn er mjög styttur í meðförum Hannesar og án
greinaskila, og er hér aðeins sýndur bútur úr honum:
Hér er „Dóri“ (sem er hættur að vera lítill) gerður að drengnum
Atla, aðalpersónunni í Undir Helgahnúk, enda eru þeir á sama aldri.
Á eftir lýsingunni á blóðstorkunni á ullinni vitnar Hannes í
Sjömeistarasöguna, bls. 146, sem meginheimild, en án frekari skýr-
inga. Þegar að er gáð segir Halldór þar frá reynslu sinni af því að
hafa dregið særða kind upp úr jarðfalli. Textann hefur Hannes hins
vegar úr skáldsögunni sem hann vitnar til sem viðbótarheimildar:
„Hér er líka stuðst við lýsingu í Undir Helgahnúk, 11. gr.“. (Bls. 565,
nmgr. 3) Með „gr.“ á Hannes sennilega við það sem kallast kafli í
skáldsögum. Eins og víðar blandar hann í texta sínum saman
„heimildum“. Þegar hann t.a.m. segir „rifið hana á hol“ í staðinn
fyrir „rifið gat á síðu hennar“ hefur hann það úr texta Sjömeistara-
sögunnar.
Í bók Hannesar má lesa smásöguna „Tryggur staður“ í svo til
heilu lagi í kafla sem einnig heitir „Tryggur staður“. Aðeins á ein-
um stað er vísað til sögunnar, þ.e. á eftir setningu innan gæsalappa
sem höfð er eftir Halldóri með athugasemdinni: „skrifaði Halldór
síðar“ (bls. 39). Um þetta er vísað til neðanmáls þar sem segir:
„‘Tryggur staður,’ Smásögur. Hér er haft fyrir satt, að þetta hafi
gerst.“ (Bls. 564, nmgr. 8) Ekki er vísað í blaðsíðutal, höfund eða út-
H E L G A K R E S S204
Frumtextinn
Og þegar Atli gætti vandlegar að sá
hann að hrafninn hafði þegar lagst á
kindina lifandi, höggvið úr henni annað
augað og rifið gat á síðu hennar aftur við
malirnar, dregið þar út nokkuð af görn-
unum og etið, en garnaendarnir láu
þurvisnaðir í blóðstorkunni úti á ullinni.
Sárið var kvikt af víum.
Fyrst gerir dreingurinn nokkrar
árángurslausar tilraunir til að draga
kindina upp úr á hornunum […].50
Texti Hannesar
Þegar Dóri gætti að, sá hann, að hrafninn
hafði þegar lagst á kindina lifandi. Hann
hafði höggvið úr henni annað augað og
rifið hana á hol aftur við malirnar, dreg-
ið út nokkuð af görnunum og étið, en
garnaendarnir lágu þurrvisnaðir í blóð-
storkunni úti á ullinni. Fyrst gerði Dóri
nokkrar árangurslausar tilraunir til að
draga kindina upp úr á hornunum […].
(Bls. 53)
50 Halldór Laxness, Undir Helgahnúk (1924). Önnur útgáfa (Reykjavík, 1967), bls.
78–79.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 204