Saga - 2004, Side 205
gáfuár bókarinnar, en margar bækur bera nafnið „Smásögur“.
Sagan birtist fyrst í Sjöstafakverinu 1964 og hefði verið í samræmi
við eftirmála að vitna í þá útgáfu.
Þótt sagan „Tryggur staður“ sé þannig höfð fyrir satt er henni
breytt í texta Hannesar og við hana bætt. Sem dæmi má taka frá-
sögnina af ömmunni og sambandi hennar við dýr:
Hér verður „sjaldan“ frumtextans að „aldrei“ í texta Hannesar sem
samkvæmt því veit betur en sú heimild sem hann hefur fyrir satt.
Ekki er því heldur treyst að amman hafi verið með lystisemdirnar,
öðru nafni góðgætið, í pilsvasanum, heldur er honum breytt í pils-
fald sem er ömmulegri lýsing. Þá er hér bætt við þeim upplýsing-
um að Snati hafi verið hundur og tekið við af nafngreindri tík.
Skáldað í eyðurnar
Fjórði kaflinn í bók Hannesar, sem ber nafnið „Ástir og ævintýri“,
er sérstaklega helgaður konum og ber einkunnarorðin „Cherchons
la femme“ (bls. 151), eða leitum konunnar.52 Þessi kafli hefst á róm-
antískri náttúrumynd með skírskotun til ásta, en hún er tekin beint
úr skáldsögunni Sölku Völku:
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 205
Frumtextinn
Þó hún mintist sjaldan á Snata öðru-
vísi en kvikindi eða skarn geymdi hún
honum altaf bein úr kjötbitanum sínum
og snúið roð af harðfiski, ellegar rúg-
brauðsskorpur sem hún vann ekki á.
Hún vafði þessar lystisemdir í dulu að
hafa í pilsvasanum ef henni yrði geingið
utarfyrir. 51
Texti Hannesar
Þótt hún minntist aldrei á hundinn
Snata, sem nú var kominn í stað tíkur-
innar Dílu, öðruvísi en sem kvikindi eða
skarn, geymdi hún honum alltaf bein úr
kjötbitanum sínum og snúið roð af harð-
fiski eða rúgbrauðsskorpur, sem hún
vann ekki á. Hún vafði þetta góðgæti í
dulu að hafa í pilsfaldinum, yrði henni
gengið út. (Bls. 38–39)
51 Halldór Laxness, Sjöstafakverið (Reykjavík, 1964), bls. 14.
52 Þessi fleygu orð eru venjulega höfð „Cherchez la femme“, eða leitið konunn-
ar, og rakin til franska stjórnmálamannsins Joseph Fouché (1759–1820).
53 Halldór Laxness, Salka Valka (1931–1932). Önnur útgáfa (Reykjavík, 1952), bls.
403.
Frumtextinn
Ekkert á jörðinni er eins yndislegt og
sönn ást milli pilts og stúlku í góðu veðri
um nótt á vori, þegar hestarnir eru sofn-
aðir á túnunum.53
Texti Hannesar
Ekkert er yndislegra en ást pilts og
stúlku í góðu veðri á vornótt, þegar hest-
ar eru sofnaðir í túnum. (Bls. 151)
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 205