Saga - 2004, Side 207
ferðir út frá Brautarholti, um fjörur og upp á fjall. Stuðst er við Sölku
Völku, Fuglinn í fjörunni, 20. k.“ Í næstu neðanmálsgrein er hug-
myndin orðin að staðreynd, því að þar hefur Hannes leitað til Egils
J. Stardals um það „hver líklegasta gönguleið þeirra hefði verið upp
á Esju frá Brautarholti“ (sbr. nmgr. 11 á bls. 572). Þarna vísar Hann-
es einnig í grein eftir Egil J. Stardal í Árbók Ferðafélags Íslands 1985
um gönguleiðir á Esju. Úr þessum tveimur „heimildum“ býr hann
til frásögnina af fjallgöngunni, tekur orðrétt upp úr báðum og set-
ur fram sem sinn texta.57
Eins og þau Salka Valka og Arnaldur hefja þau Helga og Hall-
dór göngu sína í fjöruborðinu „milli hvítþveginna malarsteina og
visnandi þöngla, sem brimið hafði borið á land“ og fylgja „troðn-
ingum hesta og kúa á láglendinu meðfram sjónum“ (bls. 159; Salka
Valka, bls. 398). Þau setjast niður „andspænis hvort öðru“, Salka
Valka og Arnaldur „á grösugri eyri“ (bls. 398), en Helga og Halldór
„í lítinn bala“ (bls. 159). Síðan standa bæði pörin upp og ákveða að
halda áfram. Þau Salka Valka og Arnaldur „sniðskáru sig upp bratta
hlíðina“ (bls. 400) en þau Helga og Halldór „sniðskáru sig upp hlíð
í átt að Kerhólakambi“ (bls. 160). Á leiðinni hitta þau hryssu með
folaldi og þá breiðir frásögnin verulega úr sér, Salka Valka hverfist
í Helgu og „Alli“ í „Dóra“:
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 207
Frumtextinn
Við læk undir fjallinu var hryssa með
folaldi, og nokkrir gamlir húðarjálkar
sem héldu þeir væru feður þess. Folaldið
stökk til móður sinnar hábeinótt og fót-
fimt og fór undir hana sér til öryggis, en
klárarnir reistu makkann og spertu eyrun
og sumir þóttust jafnvel verða fælnir er
þeir sáu piltinn og stúlkuna. […]
Bíddu, sagði Salka Valka og gekk að
folaldinu. Hún var svo mikið fyrir alt
sem er nýlega fætt. Folaldið skaut sér
hinumegin við mömmuna, og Salka elti
það í kríngum hana nokkrum sinnum,
handsamaði það að lokum allra-
snöggvast og kjassaði það.
Elsku litla folaldið, sagði hún, þegar
hún hafði mist það aftur. Þykir þér gam-
an að folöldum Alli?
Nei, sagði hann. Mér þykir meira
gaman að gömlum hestum. (Bls. 400)
Texti Hannesar
Við lítinn læk undir fjallinu var hryssa
með folaldi og nokkrir gamlir hestar hjá.
Þegar Halldór og Helga nálguðust, stökk
folaldið til móður sinnar hábeinótt og
fótfimt og fór undir hana sér til öryggis,
en hestarnir reistu makka og sperrtu
eyru. Helga gekk að folaldinu, sem skaut
sér hinum megin við hryssuna. Hún elti
það í kringum hana nokkrum sinnum,
handsamaði það að lokum og kjassaði
það. „Elsku litla folaldið,“ sagði hún,
þegar hún hafði misst það aftur. „Þykir
þér gaman að folöldum, Dóri?“ spurði
hún. „Nei,“ svaraði hann. „Mér þykir
meira gaman að gömlum hestum.“ (Bls.
159–160)
57 Geta má þess að Hannes las þennan kafla í þættinum Bókaþing, Rás 1, 6. des.
2003, og kom þar ekki annað fram en að textinn væri eftir hann.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 207