Saga - 2004, Qupperneq 208
Textarnir eru svo til samhljóða að öðru leyti en því að Hannes fell-
ir úr, t.a.m. hugsun húðarjálkanna, og breytir þeim ásamt „klárun-
um“ í hesta. Eins og Salka Valka og Arnaldur vekja þau Helga og
Halldór síðan upp kindur á næturgöngu sinni:
Textarnir eru nákvæmlega samhljóða að öðru leyti en því að Hann-
es bætir „hjónaleysunum“ við. Aftur setjast pörin niður, þau Salka
Valka og Arnaldur „í grænum hvammi, grasi vöxnum að neðan, en
lýngi og blóðbergi að ofan […] fast hvort uppvið annað, heit og
rjóð, ljómandi augum, ölvuð af vorilminum úr fjallinu, og hann
greip aðra hönd hennar […]. Það var ekkert sagt.“ (Bls. 400–401)
Þau Helga og Halldór koma líka „í grænan hvamm, grasi vaxinn að
neðan, en lyngi og blóðbergi að ofan“ þar sem þau setjast „fast
hvort upp við annað, heit og rjóð“ (bls. 160). Þau njóta þó ekki
vorilmsins úr fjallinu eins og þau Salka Valka og Arnaldur, heldur
„sumarilmsins úr fjallinu“ (bls. 160), jafnvel þótt það sé augljóslega
vor hjá þeim líka. Með Arnald að fyrirmynd „greip“ Halldór „hönd
Helgu. Hvorugt sagði neitt.“ (Bls. 160) Hér sleppir frásögn Sölku
Völku og við tekur texti Egils J. Stardals í Árbók Ferðafélagsins. Þau
Helga og Halldór koma „göngumóð“ á „HáEsju“ [svo!] (bls. 160)
og virða fyrir sér útsýnið frá sjónarhóli Egils:
H E L G A K R E S S208
Frumtextinn
Í lautunum vöknuðu ær með únglömb-
um, stukku felmtraðar nokkrar leingdir
sínar, sneru sér síðan við til að virða fyr-
ir sér hættuna, fnæstu á þau og voru
horfnar einsog örskot fyrir næsta leiti
með lömb sín. (Bls. 400)
Texti Hannesar
Í lautum vöknuðu ær með unglömbum,
stukku felmtraðar nokkrar lengdir sínar,
sneru sér síðan við til að virða fyrir sér
hættuna, fnæstu á hjónaleysin og voru
horfnar eins og örskot fyrir næsta leiti
með lömb sín. (Bls. 160)
Frumtextinn
Þegar Hátindi er náð er ekki úr vegi að
kasta mæðinni, taka sér sæti á kolli
tindsins og virða fyrir sér víðáttu þá sem
Esjan býður þeim að skoða er lagt hefur
á sig það erfiði að klifra upp í hásæti
hennar. […] vestan Skarðsheiðar er út-
sýni yfir Hvalfjörð og Akrafjall og þaðan
vestur um allar Mýrar til fjalla á Snæ-
fellsnesi, þangað sem jökulinn ber við
hafsbrún og langt til hafs yfir Faxaflóa.
Til suðurs sést yfir Sundin, eyjarnar og
allt höfuðborgarsvæðið og þaðan til
Reykjanesfjalla. Nær liggja fjöll og dalir
vestan Mosfellsheiðar sem hér yrði of
langt upp að telja, heiðin sjálf og Svína-
hraun austur að Vífislfelli og Hengla-
Texti Hannesar
Þaðan sést vítt um, vestan Skarðsheiðar
yfir Hvalfjörð og Akrafjall og þaðan
vestur um allar Mýrar til fjalla á Snæ-
fellsnesi, og ber jökulinn við hafsbrún og
langt til hafs yfir Faxaflóa. Halldór horfði
lengi á jökulinn. Til suðurs blasa Sundin
við, eyjarnar og Reykjavík og þaðan
[svo!] Reykjanesfjöll. Nær liggja fjöll og
dalir vestan Mosfellsheiðar, heiðin sjálf
og Svínahraun austur að Vífilsfelli og
Henglafjöllum. Austan Mosfellsheiðar
sést Þingvallasvæðið með vatninu og
þar yfir til landsuðurs á Lyngdalsheiði,
austur um láglendi Suðurlands og til
hafs. (Bls. 160)
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 208