Saga - 2004, Page 210
inum honum tilefni eftirfarandi skáldlegra hugleiðinga, orðaðar
með setningum beint úr Heimsljósi, Höll sumarlandsins:
Ekki getur Hannes heldur heimildar um þessa lýsingu. Í þessari
frásögn af Halldóri og Málfríði má sjá hvernig Hannes bræðir
saman óskylda texta, tekna hvorn úr sinni áttinni, og setur fram
sem sinn eigin.
Afritun óheimil
Innan á titilblaði í bók Hannesar stendur þessi staðlaða áritun sem
í ljósi vinnubragða hans fær á sig írónískan blæ: „Bók þessa má eigi
afrita með neinum hætti, svo sem með ljósmyndun, prentun, hljóð-
ritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skrif-
legs leyfis höfundar og útgefanda.“ Samkvæmt þessu þarf að fá
leyfi hjá Hannesi fyrir birtingu á þeim textum sem hann yfirtekur.
Í fyrri hluta bókar sinnar endursegir Hannes minningabækur
Halldórs kafla fyrir kafla þar til þeim sleppir undir lok fjórða kafla og
bækur Peters Hallbergs taka við sem meginuppistaða. Við minninga-
bækurnar bætir Hannes hér og þar ýmsum fróðleik, auk þess sem
hann á stöku stað fleygar þær með lýsingum úr ritum annarra, eink-
um á landslagi, staðháttum og fólki. Sjálfur gerir hann á þessu litla
sem enga rannsókn, heldur tekur það yfirleitt gilt sem aðrir skrifa um
leið og hann setur það fram sem eigin athugun. Stundum leiðréttir
hann missagnir, einkum hvað varðar staðsetningar og ártöl.
Þetta ósjálfstæði gagnvart heimildum kemur vel fram í kafla sem
Hannes hefur valið heitið „Hjónin í Laxnesi“ og segir frá foreldrum
Halldórs. Þetta heiti er upprunalega nafn á grein Jónasar Magnús-
sonar í Stardal sem birtist í Morgunblaðinu 2. og 9. apríl 1967 og fjall-
ar um sama efni. Í Í túninu heima fer Halldór Laxness viðurkenning-
arorðum um grein Jónasar og með skírskotun í hana nefnir hann
kaflann um foreldra sína sama nafni: „Hjónin í Laxnesi“. Þetta kafla-
heiti tekur síðan Hannes frá þeim báðum og setur í sína bók.
Kaflinn „Hjónin í Laxnesi“ í bók Hannesar er svo til orðrétt end-
ursögn á völdum köflum í grein Jónasar. Aðeins er getið heimildar
um nokkrar setningar innan gæsalappa í endursögninni miðri. Að
H E L G A K R E S S210
Frumtextinn
[…] nokkur sjóvot spor á gólfinu og
sandur í sporunum, ángan af konu,
mjúkar elskandi varir í rökkri sumar-
næturinnar […]. (Heimsljós I, bls. 287)
Texti Hannesar
Var ástin Halldóri ekki nokkur sjóvot
spor á gólfinu og sandur í sporunum,
angan af konu, mjúkar varir í rökkri
sumarnæturinnar? (Bls. 201–202)
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 210