Saga - 2004, Síða 211
öðru leyti er ekki annað að sjá en textinn sé eftir Hannes, en bæði
lýsingar og ályktanir Jónasar gerir hann að sínum:
Hér hefur Hannes eignað sér textann með því að hnika til orðum og
breyta orðalagi, „kom þangað“ verður „keypti hana“, „ekki landlít-
il“ verður „fremur víðlend“, „nokkuð dýr“ verður „dýr“, „miðað
við“ verður „eftir“ og „það gerði“ að „því olli“. Hann sleppir setn-
ingu Jónasar um slægjurnar og einnig orðinu „heima“ sem er of
persónulegt og ber merki þess að einhver kunnugur segi frá. Eitt af
því sem ekki þykir góð íslenska er að nota sögnina „að byggja“ um
hús, land skal byggja, en ekki hús. Þessu orði skiptir Hannes út fyr-
ir hið kórrétta orð „reisa“. Þá breytir hann „ekki stóra“ í „heldur
litla“. Pál Vídalín hrossakaupmann nefnir Hannes fullu nafni, en í
nafnaskrá er honum slegið saman við Pál Vídalín lögmann og
skáld.62
Í lok greinar sinnar víkur Jónas að Sigríði Halldórsdóttur, móð-
ur Halldórs. Í kaflanum „Hjónin í Laxnesi“ í Í túninu heima staldrar
Halldór sérstaklega við þessa frásögn Jónasar og vitnar til hennar.
Það gerir hann á réttan hátt, þannig að lesandi veit hver segir hvað,
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 211
Frumtextinn
Jörðin Laxnes var ekki talin góð bú-
jörð, áður en Guðjón Helgason kom
þangað, þótt ekki væri hún landlítil mið-
að við þær jarðir, sem eiga ekki til há-
lendis eða fjalla. En mikið af landinu,
sem fjær liggur, er graslendi, þýfðar
mýrar og heldur blautar, þegar talað er
um engjar til slægna, sem þá var mest
lagt upp úr. Jörðin var nokkuð dýr mið-
að þá við verðlag jarða. En það gerði
íbúðarhúsið. […] Þetta íbúðarhús var
byggt úr timbri og bárujárni, ein hæð og
grjóthlaðinn kjallari. Einnig byggði Páll
heyhlöðu heima úr timbri og bárujárni,
ekki stóra […].61
Texti Hannesar
Jörðin Laxnes var ekki talin góð bújörð,
þegar Guðjón Helgason keypti hana,
þótt hún væri fremur víðlend miðað við
þær jarðir, sem eiga ekki til hálendis eða
fjalla. En mikið af landinu, sem fjær ligg-
ur, er graslendi, þýfðar mýrar og heldur
blautar. Jörðin þótti dýr eftir verðlagi á
þeim tíma. Því olli íbúðarhúsið, sem var
reist úr timbri og bárujárni, ein hæð og
grjóthlaðinn kjallari. Einnig hafði Páll
Vídalín reist heyhlöðu úr timbri og báru-
járni, en heldur litla. (Bls. 29)
61 Jónas Magnússon, „Hjónin í Laxnesi“, Lesbók Morgunblaðsins 2. apríl 1967, bls.
1.
62 Það eru fleiri nafnavillur í bók Hannesar. T.a.m. er Björn Bjarnarson í Grafar-
holti nefndur Björnsson, en hann kallaði sig ávallt Bjarnarson. Í nafnaskrá er
honum slegið saman við Björn Björnsson þann sem tók þátt í kaþólskri skírn
Stefáns frá Hvítadal. Nafn Árna Thorsteinson tónskálds er skrifað með tveim-
ur s-um, þ.e. Thorsteinsson, í bæði meginmáli og nafnaskrá. Í myndatexta er
Hallbjörn Halldórsson nefndur Hallbjörn Hjartarson og Einar Laxness sagð-
ur fæddur 1930, en hann er fæddur 1931.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 211