Saga - 2004, Side 212
og hefði Hannes hér getað lært mikið af vinnubrögðum Halldórs.
Það eru því til þrjú tilbrigði af þessari lýsingu og athyglisvert að
bera þau saman.
Hér má sjá hvernig Halldór vinnur úr frásögn og orðalagi Jónasar
með því að vitna sífellt til hans. Þetta er allt önnur aðferð en Hann-
es notar en hún felst í því að afrita og eigna sér. Endursögn sína
fleygar Hannes með tilvitnun í Þórberg Þórðarson, „sagði Þórberg-
ur Þórðarson síðar“. Hann getur ekki frekari heimilda um þessa
frásögn sem, miðað við aðferð Hannesar við textatökuna á öðrum
stöðum, mætti því ætla að væri öll frá Þórbergi komin.
Lýsingar á staðháttum og landslagi í Mosfellssveit tekur Hannes
að öðru leyti upp úr skáldlegum lýsingum Halldórs sem hann „hag-
ræðir“ með úrfellingum og setur fram sem hlutlæga athugun sína:
H E L G A K R E S S212
Frumtexti Jónasar
Sigríður var góð hús-
móðir fólki sínu og lét því
líða vel á allan hátt sem hún
gat. Hún var alltaf glöð og
hlý í daglegri umgengni, en
þó hljóð og fáorð að eðlis-
fari. Sjálf var hún öll fyrir
sitt heimili og þó mest inn á
við, var fegin að þurfa sem
minnst að hlutast til um út á
við eða réttast sagt: svo
heimakær, að hún vildi
næstum ekki þurfa að heim-
an að fara nema til nauð-
synjaerinda til Reykjavíkur
vegna heimilisins, en vænst
þótti henni um, ef hún gat
falið þeim sem hún treysti
að reka slík erindi fyrir sig.
Þess utan fór Sigríður ekki
einu sinni á næstu ná-
grannabæi.63
Texti Halldórs
Í því sem Jónas segir um
móður mína er brugðið upp
mynd sem er því fjarri að
vera mér ókunn. Hann tek-
ur fram að hún hafi verið
glöð og hlý í daglegri um-
geingni, þó hljóð og fáorð
að eðlisfari; og lýkur lofs-
orði á hver húsmóðir hún
hafi verið öllu fólki sínu, en
frábitin því að hlutast til um
annarra hagi útífrá eða þau
málefni sem lágu fjær. Hún
vildi aldrei að heiman fara
nema til Reykjavíkur, nauð-
synjaerinda vegna heimilis-
ins; þess utan, segir Jónas,
fór Sigríður ekki einusinni á
næstu nágrannabæi þó hún
byggi 23 ár í Laxnesi. (Bls.
97)
Texti Hannesar
Sigríður í Laxnesi var
fólki sínu góð húsmóðir.
Hún var hlýleg í daglegri
umgengni, en hljóðlát og fá-
orð. Hún var „mikil hús-
móðir og snjöll fjármála-
kona, að minnsta kosti í eig-
in þágu“, sagði Þórbergur
Þórðarson síðar, og var lofið
nokkuð blendið. Sigríður
vildi sem minnst hlutast til
um mál annarra. Hún var
svo heimakær, að hún vildi
ekki þurfa að fara að heim-
an nema nauðsynlegustu
erinda, og var ávallt fegin,
ef hún gat falið öðrum að
sinna þeim fyrir sig. (Bls.
35)
63 Jónas Magnússon, „Hjónin í Laxnesi“, Lesbók Morgunblaðsins 9. apríl 1967, bls. 12.
Frumtextinn
Vegurinn uppí Moskó sem þessi sveit
var þá kölluð af einhverri misskilinni
fyrirlitníngu á Rússlandi, það voru bara
lestamannatroðníngar […]. (Í túninu
heima, bls. 25)
Þá lá gatan ekki einsog þjóðvegurinn
Texti Hannesar
Vegurinn úr Reykjavík upp í Mosfells-
sveit var þá varla nema troðningur, sem
þræddi sig með sjónum í niðursveitinni,
upp með Grafarvogi, fyrir voginn og yfir
Keldnaholt, sem nú er kallað. (Bls. 18)
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 212