Saga - 2004, Qupperneq 213
Hér hefur Hannes dregið langa lýsingu saman í nokkrar línur og
tekst með því að eyða sjónarhorni frumtextans. Hann „þýðir“ nöfn-
in „Moskó“ og „Kjalnolt“ yfir í viðurkennd heiti þeirra og sleppir
örnefnaskýringunum. Yfirleitt gefur hann ekki mikið fyrir áhuga
Halldórs og skýringar á örnefnum, en allt slíkt þurrkar hann burt.
Þá er ekki annað að sjá en lýsingin á staðháttum við Laxnes sé
byggð á eigin athugun Hannesar, en hún er beint upp úr Í túninu
heima, og án þess að þeirrar heimildar sé getið:
Hér sleppir Hannes allri umræðu um „Kaldaklofsá“. Með þessu
eyðir hann ekki aðeins sjónarhorni Halldórs úr textanum heldur
einnig kímninni, og eftir stendur hlutlæg landfræðileg lýsing. Þótt
Hannes fái þessa lýsingu þannig tilbúna, og þurfi ekki að gera ann-
að en stytta, hefur honum fundist ástæða til að breyta „undan“ í
„undir“ og þar með rennsli árinnar sem í stað þess að renna út úr
dalnum í vestur gegnum skarð norður undan Helgafelli stefnir í
texta hans norður undir Helgafell, og er þá vandséð hvernig hún
kemst út úr dalnum.64
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 213
núna, uppí miðri sveit, heldur þræddi
sig með sjónum í niðursveitinni, og var
farið upp með Grafarvogi, síðan fyrir
voginn yfir litla heiði eða háls sem ég
aldrei í minni bernsku heyrði nefnt öðru
en því undursamlega nafni Kjalnolt. (Í
túninu heima, bls. 27)
Frumtextinn
Kaldakvísl, áin sem kemur undan
brúnum Mosfellsheiðar, og Eyjólfur á
Hvoli, sem eitt ár bjó í Laxnesi, nefnir
Kaldaklofsá, og þykir víst ekki nógu fínt,
þessi á fellur um endilángan Mosfellsdal
miðjan til vesturs, og útúr honum gegn-
um skarð í Ásunum norðrundan Helga-
felli […]. (Bls. 29)
Texti Hannesar
Kaldakvísl kemur undan brúnum
Mosfellsheiðar og rennur um endilang-
an Mosfellsdal miðjan til vesturs og úr
honum um skarð í Ásunum norður und-
ir Helgafell. (Bls. 18)
64 Benda má á fleiri staðfræðivillur í bók Hannesar. T.a.m. eru Skeggjastaðir
sagðir vera „norðan við fellið frá Laxnesi“ (bls. 23), en þar er ekkert fell. Æsu-
staðir í Mosfellsdal eru sagðir vera undir Helgafelli (bls. 23), en þeir eru und-
ir Æsustaðafjalli. Kálfakot er sagt hafa verið vestan Helgafells (bls. 144), en
það stóð sunnan við Úlfarsfell og var nafni þess síðar breytt í Úlfarsá. Þá set-
ur Hannes Varmá upp á Kjalarnes (bls. 158), og hefur þar augljóslega ruglað
því saman við Kjalarnesþing í frásögn Halldórs af „fornum skemtistað Kjal-
arnessþíngs, Varmárbökkum“ (Grikklandsárið, bls. 64). Varmá rennur um
miðjan Mosfellsbæ. Ég þakka Bjarka Bjarnasyni fyrir þessar ábendingar.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 213