Saga - 2004, Side 215
Fyrir Hannesi er röð atburða aðalatriðið. Þess vegna sleppir hann
dauða föðurins sem texti Halldórs hverfist um, enda deyr faðirinn
ekki í þessari bók, heldur þeirri næstu í tímaröðinni. Táknmynd lind-
arinnar sem uppspretta lífsins verður að engu í texta Hannesar og
vatnið sem drengurinn sækir handa föður sínum í fyrra sinnið sem
hann veikist kallast ekki á við neitt. En það eru fleiri botnar sem detta
úr sögunni. Hugleiðingar um nafn lindarinnar verða að praktískum
upplýsingum og djöfull Hagvaxtarins hefur verið strikaður út.
Í fyrsta kafla bókar sinnar þræðir Hannes Í túninu heima frá upphafi
til enda og lýkur honum á sömu frásögn og Halldór lýkur sinni bók:
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 215
sem dó hjá barninu hefur einatt mint
mig á uppprettu lífsins í paradís. Í daln-
um trúðu allir á þessa lind; einlægt ef
einhver var hættulega sjúkur var sótt
vatn í þessa lind. Faðir minn trúði á
þessa lind. Ég trúi líka á þessa lind. Þeg-
ar faðir minn var hætt kominn í lúngna-
bólgu í fyrra sinnið var ég látinn sækja
vatn handa honum í þessa lind tvisvar á
dag og honum batnaði. Þegar hann fékk
lúngnabólgu næst, átta árum síðar, þá
var ég í bænum að láta prenta Barn nátt-
úrunnar og einginn til að sækja honum
vatn í þessa lind og hann dó. Lindin er
kölluð Guddulaug núna, en fróðir menn
hafa sagt mér að hún muni hafa heitið
Góðalaug eða Guðalaug áður. Bráðum
kemur djöfull Hagvaxtarins, eða eitt-
hvert annað ófétiskvikindi síst betra og
ræðst á þessa lind. (Bls. 244)
var sótt vatn í hana. Eitt sinn fékk Guð-
jón í Laxnesi lungnabólgu. Þá var sonur
hans látinn sækja vatn handa honum í
þessa lind tvisvar á dag, þar til honum
batnaði. Lindin er kölluð Guddulaug.
(Bls. 29)
Frumtextinn
Um morguninn fórum við pabbi á
stað áður en bjart var orðið; hann hafði
sjálfur náð í hestana og þeir stóðu söðl-
aðir á hlaðinu þegar ég kom ofan. Fólkið
var ekki komið á fætur. Móðir mín gaf
okkur kaffi í kokkhúsinu; og þetta góða
brauð. Hún hafði látið vatn á ketilinn
aftur í nýa hitu handa fólkinu þegar það
kæmi ofan. Ég vissi vel að ég var að fara
að heiman fyrir fult og alt, við vissum
það öll en létum sem ekkert væri. Faðir
minn var geinginn út til hestanna og ég
kvaddi móður mína í fyrsta sinn. Hún
sagði í fyrsta sinn: guð fylgi þér. Lokið á
katlinum var byrjað að glamra, því suð-
an var að koma upp á vatninu í seinni
hituna […]. (Bls. 248)
Texti Hannesar
Næsta morgun fóru Guðjón og Dóri á
fætur, áður en bjart var orðið. Guðjón
náði í hestana, og þeir stóðu söðlaðir á
hlaðinu, þegar sonur hans kom ofan.
Fólk var ekki komið á fætur. Sigríður
húsfreyja gaf feðgunum kaffi í eldhúsinu
og með því bragðgott brauð. Hún hafði
látið vatn á ketilinn aftur í nýja hitu
handa fólkinu, þegar það kæmi ofan.
Drengurinn og foreldrar hans vissu, að
Dóri var að fara að heiman alfarinn, en
þau létu öll sem ekkert væri. Guðjón var
genginn út til hestanna, þegar Dóri
kvaddi móður sína. Hún sagði: „Guð
fylgi þér.“ Lokið á katlinum var byrjað
að glamra, því að suðan var að koma
upp á vatninu í seinni hituna. Dóri gekk
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 215