Saga - 2004, Síða 216
Í túninu heima endar á ljóði sem rennur saman við frásögnina á und-
an. Þessu ljóði sleppir Hannes en grípur þess í stað til skáldlegrar
lýsingar sem lesendur kynnu að halda að væri eftir hann sjálfan. En
svo er ekki. Lýsinguna tekur hann úr lokum Íslandsklukkunnar. Ekki
getur hann heimildar, en tileinkar sér þessa táknrænu mynd af
biskupshjónunum sem hverfa burt úr sögunni á svörtum hestum
með því að breyta þeim í feðgana Guðjón bónda og son hans Dóra.
„Hross“ verða „hestar“, „glitti“ verður „stirndi“ og „döggslúngin
[…] í morgunsárinu“ er dregið saman í „morgundögg“. Loks verða
glæpamennirnir undir klettunum á Þingvöllum að móðurinni Sig-
ríði sem úr dyrunum í Laxnesi horfir á eftir syni sínum út í lífið.
Nýmæli
Samkvæmt því sem Hannes segir í greinargerð sinni felast nýmæl-
in í bók hans einkum í þrennu. Í fyrsta lagi í leiðréttingum á þeim
heimildum sem hann nýtir sér, í öðru lagi í fróðleik „um menn og
atvik“,67 t.a.m. „fróðleikur um Brynka, sem drepinn var á Lauga-
vegi“, „fróðleikur um vini og velunnara“, „fróðleikur um Sel í
Múlasveit“, „margar sögur um Halldór og skólabræður hans,“
„gamanvísur frá 1930“, „hvað ábótinn í klaustrinu sagði við Jón
Sveinsson“ og „hvers vegna slitnaði upp úr trúlofun þeirra“. Í þriðja
lagi felast nýmælin í nafnbirtingum, svo sem „hver leyndist undir
nafninu Björn Hannesson“, og „hver maðurinn var (að öllum lík-
indum), sem deildi harkalega undir dulnefni við Halldór í blöð-
um“. Einkum er þó Hannes gagntekinn af nafnbirtingu kvenna sem
ýmist verða ástkonur Halldórs eða fyrirmyndir að kvenlýsingum
hans. Hér má nefna „hvaða stúlku Halldór var trúlofaður árin
1920–1922“, „hvaða stúlku Halldór var hrifinn af í Flatey 1921“,
„hver var fyrirmyndin að Huldu í Barni náttúrunnar“ og „hvert
‘hið ljósa man’ var í lífi Halldórs“.68
H E L G A K R E S S216
Og glæpamennirnir stóðu undir
klettunum og horfðu á biskupshjónin
ríða; og það glitti á döggslúngin svart-
fext hrossin í morgunsárinu.66
út. Hann og Guðjón bóndi stigu á bak
hestum sínum og riðu úr hlaði. Sigríður
brá sér út í dyr og horfði á eftir eigin-
manni sínum og syni ríða brott. Það var
komið haust, en í morgundögginni
stirndi á svartfexta hestana. (Bls. 59)
66 Halldór Laxness, Íslandsklukkan (1943–1946). Önnur útgáfa (Reykjavík, 1957),
bls. 442.
67 Hannes Hólmsteinn Gissurarson, „Greinargerð“, bls. 29, dálkur 1.
68 Öll eru þessi dæmi á bls. 29 í greinargerðinni, dálki 2 og 3.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 216