Saga - 2004, Side 217
Um nafnið á „hinu ljósa mani“ vitnar Hannes í viðtal Svein-
björns I. Baldvinssonar við Þorstein Magnússon frá Mosfelli. (Bls.
567, nmgr 2) En þar segir Þorsteinn aðspurður um það hvort hann
kannist við drætti í skáldsagnapersónum Halldórs úr sinni
heimabyggð: „Nei, það er lítið. Eiginlega ekkert. Þó hef ég heyrt að
ung stúlka á Skeggjastöðum hafi að einhverju leyti verið fyrir-
myndin að ‘hinu ljósa mani’ í Íslandsklukkunni og ég er nú ekki al-
veg frá því. Ég man eftir stúlkunni. Fríða hét hún. Falleg stúlka.
Stúlkunum leist vel á Halldór.“69 Hugmyndina um „hið ljósa man“
hefur Þorsteinn sennilega úr bók Guðmundar G. Hagalíns, Hrævar-
eldar og himinljómi, sem kom út árið 1955. Í bókinni minnist Hagalín
dvalar sinnar í Laxnesi sumarið 1918 og gönguferðar þeirra Hall-
dórs norðaustur heiðina þar sem Halldór sagði honum frá ljós-
hærðri, bláeygri, hörundshvítri og saklausri stúlku sem þar ætti
heima. Þegar Hagalín svo aldarfjórðungi síðar las um „hið ljósa
man“ segist hann hafa minnst „hinnar rómantísku tilbeiðslu í svip
og rómi Halldórs þennan dag þarna uppi í gróandi heiðinni.“70
Frekari rök er ekki að finna í bók Hannesar fyrir „hinu ljósa mani“
í lífi Halldórs Laxness.
Þá segist Hannes í greinargerðinni hafa komist að því „með
hvaða giftri konu Halldór átti ástarævintýri á Þingvöllum 1924“, en
frá þessu segir þó ekki í bók hans. Sumarið 1924 dvaldist Halldór
að vísu nokkra daga á Þingvöllum og hitti þar tvær giftar systur
sem bjuggu í Valhöll, en sjálfur gisti hann í vegavinnutjaldi. Þarna
voru fleiri konur og um þetta segir: „Halldór var á Þingvöllum í tíu
daga innan um konur, sem töluðu ekki um annað en andatrú og
guðspeki. Hann sagði Jóni Helgasyni, að hann hefði misst vitið,
hefði hann ekki haft með sér ljóðabókina Heilaga kirkju eftir Stefán
frá Hvítadal.“ (Bls. 269) Hins vegar var Halldór, þegar þarna er
komið sögu, nýkominn úr Flatey þar sem hann að mati Hannesar
hafði átt í ástarævintýri með giftri konu, fertugri að aldri og margra
barna móður. Nafn hennar fann hann með því að fara í íbúaskrá
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 217
69 Sveinbjörn I. Baldvinsson, „Í túninu heima. Rætt við Þorstein Magnússon frá
Mosfelli leikbróður Halldórs Laxness“, Morgunblaðið 22. apríl 1982, bls. 52.
Hannes nýtir sér síðustu setningu Þorsteins en snýr henni við. Í stað þess að
stúlkunum lítist vel á Halldór segir Hannes: „Halldóri leist vel á hana.“ (Bls.
77)
70 Guðmundur G. Hagalín, Hrævareldar og himinljómi (Reykjavík, 1955), bls. 268.
Hannes nefnir þessa frásögn, sbr. bls. 567, nmgr. 2, en kallar bók Hagalíns að-
eins Hrævarelda.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 217