Saga - 2004, Blaðsíða 218
Flateyjar og nota útilokunaraðferðina. Konan sem hann nafngrein-
ir (bls. 267) er nefnilega „eina konan í Flatey, sem komið getur til
greina, skv. rækilegri rannsókn á íbúaskrám í Flatey.“ (Bls. 581,
nmgr. 3)71 Síðar í bókinni veltir Hannes fyrir sér mögulegum fyrir-
myndum að frú Svölu í Heiman eg fór sem var gift og tíu árum eldri
en sögumaður. Hannes nefnir fyrst þær Vilborgu Einarsdóttur,
móður Einars Ólafs Sveinssonar, og Guðrúnu Erlings, vegna þess
að þær voru Halldóri hjálplegar í Reykjavík, „en einnig má láta sér
detta í hug, að ástarævintýri hans með giftri konu í Flatey vorið
1924 hafi einhverju ráðið um þá mynd, sem hann dregur upp“ (bls.
297). Hér gætir Hannes þess ekki að handritið „Heiman ek fór“,
sem Halldór vann að vísu við síðari hluta árs 1924, er unnið upp úr
„Rauða kverinu“ frá vetrinum 1921–1922 og er lýsing frú Svölu tek-
in beint úr því riti.72
Hér vaknar sú spurning hvað slíkar nafnbirtingar kvenna eiga
að þýða, en þær eru fleiri í bókinni.73 Sjálfur telur Hannes umfjöll-
un sína um það sem hann kallar „ástarævintýri Halldórs“ vera „til
marks um það“ sem sé „frumlegt og nýtt“ í bók sinni, „að hann
hefði haft uppi á konunum í lífi Halldórs, því að tengsl væru milli
H E L G A K R E S S218
71 Um ástarævintýri Halldórs í Flatey vísar Hannes í bréf Halldórs Laxness til
Stefáns Einarssonar frá árinu 1929, án þess að geta dagsetningar. Í bréfinu
segir Halldór aðspurður að þessi kona hafi verið eldri en hann og gift, og hafi
hún síðar skilið við mann sinn. Þetta finnst Hannesi passa vel við konuna í
íbúaskránni og slær nafninu föstu. Honum dettur ekki í hug að konan kynni
að hafa verið gestkomandi í Flatey.
72 Sjá einnig Peter Hallberg, Vefarinn mikli I, bls. 191.
73 Fyrir utan það sem áður er nefnt má benda á bls. 292 ásamt nmgr. 5 á bls. 583,
þar sem segir um nafngreinda konu: „Þótt Halldór nefni ekki nafnið, getur
varla verið um aðra […] að ræða […], þótt hún hafi raunar aðeins verið sext-
án ára þetta ár.“ Einnig bls. 157 ásamt nmgr. 2, á bls. 572, en þar hefur Hann-
es fundið nafn á konu í manntali: „Líklegt er, þótt ekki sé það víst, að hún sé
vinnukonan, sem Halldór segir, að hafi skrifað sér bréf.“ Ósmekklegust er þó
nafnbirting konu sem á að hafa flekað Halldór nýorðinn tólf ára: „Hún var sjö
árum eldri en Halldór, lagleg stúlka með blásvart hár. Hún kunni suma hluti
betur en hann.“ (Bls. 157) Í nmgr. 3 á bls. 572 er vitnað í munnlega heimild um
þetta og að aldursmunur hafi þótt of mikill til þess að sambandið gæti hald-
ið áfram! Um þetta gerir Hannes þann fræðilega fyrirvara að fyrirliggjandi
heimildir leyfi ekki frekari ályktanir. Samt sem áður finnst honum ástæða til
að birta bæði nafn og mynd konunnar í bók sinni, auk þess sem hann telur
hana hugsanlega fyrirmynd að hinni „klúru og klunnalegu vinnukonu“ (bls.
479) í skáldsöguhandriti Halldórs „Heiðin“.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 218