Saga - 2004, Page 219
persónulegs lífs skáldsins og skáldsagna hans.“74 Hann gerir hins
vegar ekkert með þetta annað en bendla þessar konur við kvenlýs-
ingar í verkum Halldórs.
Hannes nefnir það ekki í greinargerð sinni að hann var líka bú-
inn að finna út hvaða gamla blinda kona það var sem amma Hall-
dórs ætlaði að gefa rjómakökur í afmælisgjöf og sagt er frá í Í tún-
inu heima. En það var „Guðfinna Bjarnadóttir, niðursetningur á
Hraðastöðum“ (bls. 37). Hannes tekur það fram að Halldór nefni
„hana ekki að vísu, en vart getur verið um aðra konu að ræða. Guð-
finna fæddist 1. mars 1852 skv. manntali (eða 1853 skv. kirkjubók-
um), en lést 19. maí 1921. Hún var því að verða sextug, þegar þetta
gerðist.“ (Bls. 564, nmgr. 4) Í rjómakökukaflanum, sem að öðru leyti
þræðir frásögn Halldórs nokkuð nákvæmlega, bætir Hannes nafn-
inu við og leggur það ömmunni í munn, ásamt því að konan hafi
verið niðursetningur. Í Í túninu heima er setningin svo: „Þá sagði
hún mér að gamla konan blinda á næsta bæ ætti afmæli eftir viku
og væru kökurnar handa henni.“ (Bls. 123) Með viðbótum Hannes-
ar verður þetta: „Þá sagði amma hans, að gömul og blind kona,
Guðfinna Bjarnadóttir, niðursetningur á Hraðastöðum, fengi kök-
urnar. Hún ætti afmæli eftir viku.“ (Bls. 37) Með því að breyta til-
svari ömmunnar gerir Hannes hana að heimild fyrir nafnbirting-
unni. Síðar í bók hans kemur niðursetningurinn Guðfinna Bjarna-
dóttir fyrir sem staðreynd og líkleg fyrirmynd að niðursetningnum
Laugu í sögu Halldórs „Jarðarför Laugu í Gvöndarkoti“,75 sem
einnig var sextug og blind. Um þetta segir Hannes: „Þegar Halldór
var að semja söguna minntist hann ef til vill gamallar, blindrar
konu í Mosfellssveit, Guðfinnu Bjarnadóttur, sem var niðursetning-
ur á Hraðastöðum […].“ (Bls. 168) Sá hængur er hér á að Guðfinna
Bjarnadóttir dó ekki fyrr en ári eftir að Halldór samdi söguna sum-
arið 1920.76
Það kann vissulega að vera fengur að ýmsum þeim fróð-
leiksmolum sem Hannes hefur safnað saman um „menn og atvik“
og hefði bók hans getað nýst sem uppsláttarrit ef heimilda hefði
verið vel getið og þeim að treysta. Hins vegar verður ekki séð að
M E Ð A L A N N A R R A O R Ð A 219
74 „‘Ég gerði ekkert óheiðarlegt’“, bls. 27, dálkur 2.
75 Hannes skrifar reyndar „Gvendarkot“ í staðinn fyrir „Gvöndarkot“ sem er í
öllum útgáfum sögunnar.
76 Sjá Halldór Laxness, „Formáli að Nokkrum sögum“, Þættir (Reykjavík, 1954),
bls. 7.
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 219