Saga - 2004, Side 225
gagnleg þau viðmið sem hann hefur um það hvenær eðlilegt er að skýra
tengsl með rittengslum og hvenær með munnmælum (sjá t.d. bls. 134–136).
Í þessari umræðu nýtist Gísla vel það sem áður kom fram um almæli,
m.ö.o. að í einstökum sögum er iðulega gert ráð fyrir allmikilli þekkingu á
mönnum og málefnum, gengið út frá vitneskju sem var að finna í munn-
legri geymd. Það má svo velta vöngum yfir því hvort ekki sé stundum gert
ráð fyrir furðumikilli þekkingu og eðlilegra sé að miða við að hún hafi verið
aðgengileg í ritum, eins og dæmi er um að Gísli gerir ráð fyrir (bls.
172–174). Þannig er t.d. ætlast til furðumikillar þekkingar í hinni almæltu
sögu af Þorkeli Geitissyni (bls. 185–186, 192) og hvarflar að manni hvort til
hafi verið rituð ævi hans, sbr. Ævi Snorra goða (sbr. líka bls. 222). En það er
kannski gamall óvani að hugsa þannig? Stundum kunna afritarar að hafa
skotið inn athugasemdum þar sem gert var ráð fyrir þekkingu („Þar bjó
Helgi þá“, bls. 221) af því að sagan, þar sem frá þessu var sagt nánar, hafi
verið í sama handriti (sbr. um Gunnar, bls. 222). Vangaveltur og efasemdir
af þessu tagi varpa engri rýrð á meginniðurstöður Gísla um munnmæli að
baki austfirsku sögunum.
Þegar Gísli vísar til ummæla forkólfa bókfestunnar um höfunda, grípur
hann til tilvitnunarmerkja sem eðlilegt er. En hvað ætti að kalla þá eða þau
sem settu munnmæli fyrst á bókfell og „sömdu“ ritaða sögu eftir þeim?
Gísli notar t.d. „sagnaritari“ (bls. 151, 211) eða „sögumaður“ (bls. 162, 168,
sbr. 160) en gerir ekki sérstaka grein fyrir þessu.
Líklega kemur sumum lesendum á óvart að í þriðja hluta skuli Gísli
gera grein fyrir hvað sé sennilegast í fornum munnmælum um Vínland.
(Hann ritar í formála um þetta, „Þetta sem helst nú varast vann/varð þó að
koma yfir hann“, bls. xi.) Hann telur Eiríkssögu og Grænlendingasögu bera
vitni um gömul munnmæli og þegar frásagnir þeirra séu lagðar saman
megi fá út sannfærandi greinargerð fyrir siglingarleiðinni fram hjá Hellu-
landi (Baffinslandi) og Marklandi (Labrador) til Vínlands og fyrir náttúru-
kostum og ýmsum staðháttum. Hann telur að þannig hafi „raunverulegar
upplýsingar“ varðveist öldum saman í munnlegri hefð þótt ýmislegt hafi
annars gengið til og breyst í munnmælunum (bls. 299). Með þessu virðist
Gísli hverfa að nokkru frá nýsagnfestu þótt þar með sé engan veginn sagt
að hann hverfi til gamallar sagnfestu. En aðferðin virðist a.m.k. nokkuð á
skjön við þá kennisetningu í munnmælafræðum nútímans að munnmæli
taki jafnan breytingum frá einni kynslóð til annarrar eftir breyttum hugs-
unarhætti og viðhorfum eða áhugamálum og eru það sagnfræðileg viðhorf.
Stenst sú ályktun Gísla að kjarni munnmælanna um Vínlandsferðir hafi
varðveist „réttur“ í aðalatriðum allt frá elstu tíð? Það munum við aldrei fá
að vita. Sá sem þetta ritar hefur sína kreddu um hvernig eigi að bera sig að
við rannsókn á heimildargildi Vínlandssagna. Hvað sem munnmælum líð-
ur, fjallaði undirritaður um breytingar sem Haukur Erlendsson gerði á lýs-
ingu siglingar meðfram Hellulandi og Marklandi, þegar hann afritaði
R I T D Ó M A R 225
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 225