Saga - 2004, Page 233
tíma, fjórum áratugum áður en þjóðin gekk Noregskonungi á hönd
(bls. 286).
Doktorsrit Ármanns Jakobssonar gefur tilefni til umræðu um mörg við-
fangsefni og veltir upp spurningum af bæði kenningarlegu og aðferða-
fræðilegu tagi sem sum hver hefur verið fjallað um hér að ofan. Lögð skal
áhersla á að ritgerðin er þarft innlegg í umræðuna um konungasagnabók-
menntir. Höfundurinn hefur tekið að sér að fjalla um eitt ákveðið verk og
skoðað það jafnframt út frá mörgum sjónarhornum. Rit Ármanns Jakobs-
sonar er þar með áhugaverður og mikilvægur skerfur fyrir rannsóknir á
samsteypunni Morkinskinnu og öðrum íslenskum konungasögum og
veitir nýja innsýn í textann og vekur margar nýjar spurningar.
Karl G. Johansson
Helgi Þorláksson, SAGA ÍSLANDS VI. FRÁ KIRKJUVALDI TIL RÍKIS-
VALDS. Samin að tilhlutan Þjóðhátíðarnefndar 1974. Ritstjóri Sigurð-
ur Líndal. Hið íslenzka bókmenntafélag og Sögufélag. Reykjavík 2003.
xii + 458 bls. Myndir, uppdrættir, ritaskrá, nafnaskrá.
Þetta er fyrirferðarmikil og myndauðug þykkildisbók, borin uppi af tíðind-
um frá siðskiptatíma sem varða helst valdaþróun, árferði, verslun og rán í
ljósi samtíma ritmenningar lúterskra fræðimanna. Atburðasaga er fléttuð
hugleiðingum höfundar og tekið mið af skoðunum valinna söguritara á
samtíð hans. Framsetning fylgir formi sem í upphafi var sett þjóðhátíðarút-
gáfu Sögu Íslands fyrir þrjátíu árum. Heimildatilvísunum er stillt í hóf en
kaflaskipt ritaskrá sýnir heimildir sem notaðar eru. Myndir ásamt textum
eru bókarbót og jafnan til fyllingar meginfrásögn hverju sinni en sárlega
vantar myndaskrá í þetta bindi sem fyrri. Pappír er sérlega vel fallinn til
lestrar, laus við gljááferð sem gerir of margar sögumyndabækur nútímans
óleshægar sökum glampa á síður undir ljósi.
Efni þessa bindis nær yfir tímabilið frá því um 1520 til um það bil 1640,
og virðist höfundur marka þau tímamót með því að þá hafi verið komin
regla á starf og tekjuöflun kirkjunnar eftir lúterskum sið. Höfundur fylgir
tímabilaskiptum fyrri manna en Loftur Guttormsson, aðalhöfundur þriðja
bindis ritsins Kristni á Íslandi, telur hins vegar að ekki hafi orðið tímamót í
sögu siðskipta um þetta leyti og að lengri tíma hafi tekið að aga almenning
undir reglur og gildi lúterskrar kristni (sbr. Kristni á Íslandi III (Reykjavík,
2000), bls. 105–110, 217). Helgi sleppir hér umræðu um ólíkan skilning
þeirra Lofts, en kom sjónarmiðum sínum í því efni að í ræðu á málþingi
árið 2000 um ritverkið Kristni á Íslandi. Sú ræða Helga var prentuð í riti út-
gefnu 2001 sem þó sést ekki í ritaskrá í Sögu Íslands VI (Helgi Þorláksson,
R I T D Ó M A R 233
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 233