Saga - 2004, Qupperneq 239
ur oft út sem Jón hafi matreitt sögu sína sjálfur fyrir komandi kynslóðir —
og þá jafnvel með hjálp þeirra sem næstir honum stóðu (sbr. Lúðvík Krist-
jánsson, Á slóðum Jóns Sigurðssonar (Reykjavík, 1961), bls. 331–333). Sigurð-
ur Nordal undrast til að mynda hversu hirðusamur Jón var um sumt í lífi
sínu, og mætti með því ætla, segir hann, að Jón hafið búið heimildir í hend-
ur ævisöguriturum sínum. En þótt í fórum Jóns liggi hin hversdagslegustu
gögn, s.s. boðskort og reikningar, finnst þar enginn vitnisburður um ýmsa
mikilvæga þætti í lífi hans. Mesta athygli vekur að ekki hefur varðveist eitt
einasta bréfsnifsi sem fór á milli Jóns og Ingibjargar konu hans, og það þótt
þau hafi setið aðskilin í festum í tólf ár, hann í Kaupmannahöfn og hún í
Reykjavík. Af þessu dregur Sigurður þá ályktun að ekki hafi allt verið með
felldu í samskiptum hjónaleysanna, þótt ekkert sé hægt að fullyrða um það,
og hafi þau eytt bréfum sem milli þeirra gengu til að hylja yfir brestina í
sambandinu („Úr launkofunum“, bls. 34). Hér má bæta því við að þeim
sem mótuðu helgimyndina af Jóni Sigurðssyni var gjarnt að sníða útgáfur
á bréfum hans þannig að þau vörpuðu sem jákvæðustu ljósi á forsetann.
Þetta má t.d. greina í umfjöllun Guðjóns Friðrikssonar um veikindi Jóns á
fyrri hluta árs 1840 (fyrra bindi, bls. 182–193), en þar neyðist hann til að
leita í frumgerðir útgefinna bréfa á skjala- og handritasöfnum vegna þess
að flestar lýsingar á heilsufari Jóns hafa verið þurrkaðar út í útgáfum bréf-
anna. Reyndar hefði Guðjón að ósekju mátt gera betri grein fyrir þessum
þætti rannsóknar sinnar, af því að sagan af því hvernig dýrlingur verður til
er ekki síður áhugaverð en dýrlingasagan sjálf. Að síðustu er ekkert
áhlaupaverk að gera spennandi sögupersónu úr Jóni Sigurðssyni, vegna
þess að hann virðist hafa verið nær fullkomlega vammlaus í lífi sínu. Jóni
þótti gott að fá sér í staupinu við og við, en engum slarksögum fer þó af
honum; hann var ekki níðskældinn — reyndar var Jóni legið á hálsi fyrir að
hafa aldrei ort nokkurn skapaðan hlut; hann var ekki auðmaður, en leið þó
ekki skort; hann bjó, að því að best er vitað, í hamingjusömu hjónabandi
eftir að hann lét loks verða af því að kvænast, og svo má lengi telja. Af þess-
um sökum hefur því stundum verið fleygt að Jón hafi verið húmorslaus og
heldur leiðinlegur, en slíkir menn þykja sjaldnast kjörinn efniviður í ævi-
sögu.
Þessu getur Guðjón Friðriksson auðvitað ekki breytt, vegna þess að
honum ber að fjalla um Jón eins og hann birtist í heimildum en ekki eins og
okkur fyndist að þjóðhetjan hefði átt að vera. Þar sem flestar heimildir um
ævi Jóns eru þegar löngu þekktar verður sá maður sem lesandinn kynnist
við lestur ævisögu Guðjóns Friðrikssonar í sjálfu sér ekkert ósvipaður þeim
Jóni sem höfundar á borð við Lúðvík Kristjánsson og Pál Eggert Ólason
hafa þegar lýst í sínum skrifum, þótt hér sé nákvæmar farið í einkahagi
hans en áður hefur sést. Fyrir mig, sem hef lengi haft áhuga á Jóni Sigurðs-
syni, lífsstarfi hans og stjórnmálahugmyndum, er þetta yfirlit þó afar gagn-
legt og reyndar býsna áhugavert. Ekki það að margt í lýsingum Guðjóns á
R I T D Ó M A R 239
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 239