Saga - 2004, Blaðsíða 241
manna — enda er tæplega hægt að ætlast til þess á þessum vettvangi — þá
fær lesandinn það þó á tilfinninguna að þau hafi ekki verið byggð á einberri
öfund í garð Jóns Sigurðssonar eða undirlægjuhætti gagnvart hinu danska
yfirvaldi. Helst er að sjá sem að þessir kumpánar — þótt þá hafi greint á í
ýmsum málum — hafi verið sammála um að einstrengingsleg stefna Jóns
„páfa“ hafi verið „eintómur negativ formalismus“, svo vitnað sé í háðsglós-
ur Arnljóts Ólafssonar í Norðanfara (síðara bindi, bls. 442). Líta má því á
skoðanir Gríms, Gísla og Arnljóts sem snemmbúna miðlun, en sú stefna
hefur aldrei notið sannmælis í íslenskri sagnaritun.
Um leið og ég fagna gagnrýnni nálgun Guðjóns finnst mér að hann
hefði mátt vera enn nærgöngulli við forsetann í einstökum málum. Sem
dæmi má nefna að Guðjón rökstyður ekki þá niðurstöðu sína — sem ég
dreg reyndar alls ekki í efa — að reikningskrafa Jóns hafi verið „afar snjöll
þó að bera megi brigður á réttmæti hennar“ (síðara bindi, bls. 251). Hér
hefði að ósekju mátt kafa dýpra í kröfugerð Jóns og skýra betur fyrir les-
endum hvaða brigður megi bera á réttmæti hennar, ekki síst vegna þess að
fjárhagsútreikningum hans hefur oftast verið tekið sem heilögum sannleik
í íslenskri sagnfræði. Reyndar má segja Guðjóni það til vorkunnar að erfitt
er að henda reiður á röksemdafærslu Jóns, ekki síst vegna þess að greinin í
Nýjum félagsritum, þar sem hann skýrir kröfur sínar, er bæði afar löng og
tyrfin aflestrar og því er ekki heiglum hent að brjóta hana til mergjar. Einnig
saknaði ég mun nákvæmari úttektar á alþjóðlegum rótum stjórnmálahug-
mynda Jóns, en þeirra er að litlu getið umfram almennra orða um lestur
Jóns á ritum frjálslyndra hagfræðinga á borð við David Ricardo, Jean B. Say
og A. F. Bergsøe (fyrra bindi, bls. 201). Þannig er efni fyrstu ritgerðar Jóns
um Alþingi rakið (fyrra bindi, bls. 217–222), en Guðjón ræðir ekkert hvern-
ig þær hugmyndir sem þar koma fram — t.d. um kosningarétt — falla að
evrópskum stjórnmálakenningum um miðja 19. öld. Þessi akur er því enn
að mestu óplægður.
Efnistök Guðjóns helgast sjálfsagt af því að hann beinir sjónum að pers-
ónunni Jóni Sigurðssyni, þroska hans og frama, frekar en almennum atrið-
um í sögu Íslands eða Vesturlanda. Sagan er sögð í strangri tímaröð, og
framvindan ræðst ekki af þeim málefnum sem fjallað er um hverju sinni,
heldur er ævi Jóns fylgt, ár frá ári, allt frá fæðingu til dauða. Þessi frá-
sagnarmáti hentar prýðilega þegar lýst er lífshlaupi einstaklings, en síður
þegar greina á inntak stjórnmálaskoðana hans eða fylgja eftir lang-
tímaþróun í þjóðmálum. Efnistökin ráðast auðvitað einnig af því að sagan
er skrifuð fyrir almenna lesendur — eða hinn „upplýsta almenning“ sem
oft er vísað til — og sagan er því greinilega sniðin þannig að hún höfði til
víðs hóps lesenda frekar en sérfræðinga.
Þetta markmið Guðjóns kemur skýrt fram í aðferð sem hann hefur beitt
óspart í síðustu tveimur ævisögum sínum, þ.e. sviðsetningu atburða sem
takmarkaðar heimildir eru til um. Stundum er hér um hreinan skáldskap
R I T D Ó M A R 241
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 241