Saga - 2004, Qupperneq 242
að ræða, þar sem höfundur lýsir nákvæmlega samtölum, hughrifum, að-
stæðum o.s.frv., sem ekki eru þekkt í smáatriðum, en í öðrum tilvikum er
atburðum, sem vitað er að áttu sér stað, lýst með mun fyllri hætti en heim-
ildir um þá gefa tilefni til. Markmiðið með þessu er að veita lesandanum
betri innsýn í hugarheim söguhetjunnar eða draga upp lifandi mynd af um-
hverfi hennar og aðstöðu, og gæða með því frásögnina meira lífi en hefð-
bundin sagnfræði megnar oftast. Guðjón lýsir aðferðinni á þann hátt í eftir-
mála fyrsta bindis ævisögu sinnar um Einar Benediktsson að sviðsetningin
sé „gerð samkvæmt bestu heimildum og hvergi gengið í berhögg við þær.
Vonast ég til að bókin verði fyrir vikið læsilegri en ella“, og ganga má út frá
því sem vísu að sú regla hafi verið höfð að leiðarljósi við ritun ævisögu Jóns
Sigurðssonar. Fjöldi dæma er um slíkar sviðsetningar hér, ekki síst í fyrsta
hluta ævisögunnar, en beinar heimildir um þann hluta ævi Jóns eru af mjög
skornum skammti. Sumar sviðsetninganna eru að mestu tilbúningur Guð-
jóns, svo sem lýsingar á dvöl Jóns í Reykjavík á árunum 1829–1833 (fyrra
bindi, bls. 42–76), en í öðrum tilvikum nýtir Guðjón sér samtímaheimildir
til að lýsa atburðum sem sannarlega gerðust en engar beinar heimildir hafa
varðveist um (sjá t.d. lýsingu á heimsókn Jóns til Kriegers dómsmálaráð-
herra, síðara bindi, bls. 439–440). Oft eru þessar sviðsetningar vel gerðar og
lífga upp á textann, en stundum virka þær tilgerðarlegar og klisjukenndar
(t.d. lýsing á dönskuskotnu málfari Reykvíkinga, fyrra bindi, bls. 46–47).
Erfitt er að fella einhvern allsherjardóm um slíkan „spuna“, enda getur
enginn bannað höfundi að skálda þar sem honum finnst það eiga við. Les-
endur geta þó gert þá kröfu að mörk skáldskaparins og sagnfræðinnar séu
sæmilega skýr, þannig að þeir geti gengið að því nokkurn veginn vísu
hvenær höfundur talar frá eigin brjósti og hvenær hann styðst beint við rit-
aðar eða munnlegar heimildir. Ekki varð ég var við annað en að Guðjón
uppfyllti þessi skilyrði að fullu og góðar viðtökur lesenda og nýleg bók-
menntaverðlaun staðfesta að lesendum fellur þessi frásagnaraðferð hans
vel í geð þótt hún fari í taugarnar á mörgum sagnfræðingnum.
Þegar sviðsetningum sleppir er ekki annað að sjá en að Guðjón feti
þröngan stíg sagnfræðinnar og beiti af samviskusemi þeim aðferðum sem
ætlast er til að notaðar séu við samningu fræðilegs texta. Tilvísanir í heim-
ildir eru þannig legíó og ekki er annað að sjá en að tilvitnanamerki séu
notuð samkvæmt eðlilegum reglum fræðanna og almennri kurteisi gagn-
vart heimildarmönnum. Hið síðastnefnda ætti auðvitað að vera sjálfsagt í
hvaða ævisögu sem er, hvort sem hún er skrifuð fyrir almenning eða þröng-
an hóp fræðimanna, en í ljósi þess að nú eru gæsalappir hafðar í flimting-
um, jafnvel af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar (sbr. ræðu Davíðs Oddsson-
ar forsætisráðherra á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands, 11. febrúar
2004), þótti mér rétt að taka þetta fram.
Að lokum verð ég að viðurkenna að sú spurning hefur leitað á mig
hvort þörf væri á enn einni ævisögu Jóns Sigurðssonar. Saga forsetans hef-
R I T D Ó M A R242
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 242