Saga - 2004, Side 243
ur verið sögð ótal sinnum áður og talsverða hugkvæmni þarf til að finna
nýja fleti á ævi hans úr þessu. En endanleg saga verður aldrei skrifuð og
sérhver kynslóð hlýtur því að rannsaka fortíð sína upp á nýtt vegna þess að
viðhorf fólks, áhugamál og jafnvel málfar breytist stöðugt. Góða vísu þarf
því ævinlega að kveða upp á nýtt ef hún á að varðveitast í minningunni. Í
því sambandi má nefna að stórvirki Páls Eggerts Ólasonar um ævi Jóns er
löngu úrelt, enda var það dýrlingasaga frekar en ævisaga, sem flutti þjóð-
hetjuna úr heimi manna inn í goðheima. Slík aðferð er ekki til þess fallin að
vekja forvitni nútímalesenda eða trú á áreiðanleik frásagnarinnar. Jón verð-
ur aftur á móti mannlegur í meðförum Guðjóns — kannski ekki neitt sér-
lega spennandi, en örugglega merkur stjórnmálamaður og áhrifamikill ein-
staklingur. Niðurstaðan er því sú að ævisaga Jóns Sigurðssonar í búningi
Guðjóns Friðrikssonar sé tímabært verk. Hún fellir ekki endanlegan dóm
um Jón Sigurðsson, en gerir trausta úttekt á manninum og lífsstarfi hans,
sem er miðuð við hugmyndir og þarfir okkar tíma.
Guðmundur Hálfdanarson
Viðar Hreinsson, LANDNEMINN MIKLI. ÆVISAGA STEPHANS G.
STEPHANSSONAR. FYRRA BINDI. Bjartur. Reykjavík 2002. 463 bls.
Myndir og kort, tilvísana-, heimilda-, nafna-, mynda- og kortaskrá.
Viðar Hreinsson, ANDVÖKUSKÁLD. ÆVISAGA STEPHANS G.
STEPHANSSONAR. SÍÐARA BINDI. Bjartur. Reykjavík 2003. 482 bls.
Myndir og kort, tilvísana-, heimilda-, nafna-, mynda- og kortaskrá.
Það er kunnara en frá þurfi að segja að vegur fræðilegra ævisagna hefur
mjög farið vaxandi að undanförnu og fjölmargar slíkar hafa komið út síð-
ustu ár. Skáldjöfrar 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. hafa verið hafðir í sér-
stökum hávegum og má þar nefna ævisögu Jónasar Hallgrímssonar eftir
Pál Valsson, ævisögu Steins Steinarrs í tveimur hlutum eftir Gylfa Gröndal,
þriggja binda verk Guðjóns Friðrikssonar um Einar Benediktsson og fyrsta
bindi ævisögu Halldórs Laxness eftir Hannes Hólmstein Gissurarson, auk
þess sem ævisögur Valtýs Guðmundssonar, Bjarna Thorarensens og Matt-
híasar Jochumssonar munu vera í vinnslu, svo að fáeinar séu nefndar.
Einnig má nefna ævisögur stjórnmálamanna eins og Jóns Sigurðssonar og
Jónasar Jónssonar frá Hriflu og vísindamanna eins og Árna Magnússonar,
Konráðs Gíslasonar, Bjargar C. Þorláksson og Vilhjálms Stefánssonar. Eins
og sjá má af þessari upptalningu þá var greinilega kominn tími til að fræði-
menn fjölluðu um helstu andans menn fyrri tíðar eftir nokkurra áratuga lá-
deyðu í útgáfu á ævisögum merkra manna. Ekki er fjarri lagi að kenna ný-
R I T D Ó M A R 243
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 243