Saga - 2004, Side 245
sinnt foreldrum sínum við bústörf frá unga aldri. Hann ólst upp við skáld-
skap sem hluta af daglegu lífi og varð fljótt tamt að fjalla um lífið og tilver-
una í stökum og hendingum. Hann hafði löngun til að ganga menntaveg-
inn en átti fárra kosta völ eftir skyldunám í lestri og kristindómsfræðslu,
annarra en þeirra að heyja að sér skrifuðum og prentuðum skræðum og
tína úr þeim fróðleik í samfélagi við aðra bókhneigða kotunga.
Smám saman verður þó ljóst í frásögn Viðars að Stefán muni stíga út
fyrir þann ramma sem flestum íslenskum alþýðumönnum var markaður.
Leit hans að skilningi á heiminum og annarri fótfestu í tilverunni en kenni-
setningum kristindómsins birtist í skáldskap, ræðum og ritgerðum hans á
æ sterkari hátt þar til hann hefur fest sig í sessi sem eitt virtasta skáld Ís-
lendinga en að sama skapi eitt hið umdeildasta. Guðleysið, samhliða
sterkri þrá eftir andlegum verðmætum, er eitt meginþema bókarinnar og í
meðförum Viðars er Stephan G. róttækur og gagnrýninn húmanisti sem á
brýnt erindi við samtíma okkar ekki síður en sinn eigin. Bókinni er ljóslega
ætlað að benda á slíkar hliðstæður þótt öld skilji að og því fjallar hún um
náttúruvernd, kvenfrelsi og fjölmenningarsamfélag og andspyrnu við
stríðsrekstur, trúarkreddur og kynþáttahyggju á okkar tímum ekki síður
en í samtíma Stephans og hlutverk hins gagnrýna andófs. Þetta gerir Við-
ar blessunarlega án þess að prédika með beinum hætti en meiningar hans
liggja þó nokkuð ljósar fyrir og birtast í einlægri virðingu fyrir viðfangs-
efninu.
Bækur Viðars Hreinssonar um Stephan G. Stephansson eru, hvort í
senn, framlag til bókmenntasögu hinnar löngu 19. aldar þjóðskáldanna og
viðbót við sögu íslenskra innflytjenda í Norður-Ameríku á síðasta fjórðungi
19. aldar og í upphafi þeirrar 20. Viðar rekur þróun í skáldskap Stephans
frá tækifæriskveðskap hagyrðingsins yfir í félagslega og pólitíska ljóða-
gerð, innblásna af nýjustu hugmyndastraumum í Bandaríkjunum. Vægi
bókmenntagreiningar eykst í bókinni eftir því sem Stephani vex ásmegin í
skáldskap og Viðar leggur sig í líma við að setja hana í samhengi við um-
brot í hugmyndaheimi skáldsins, sem og hinum ytri heimi, en hvort tveggja
er miðlægt í skáldskap Stephans. Athyglisvert er að fylgjast með hvernig
Stephan fer í fararbroddi þegar bókmenntamarkaður beggja vegna Atlants-
hafsins stígur skrefið frá uppskriftahefð gamla samfélagsins til nútímalegs
bókamarkaðar. Stephan var alinn upp í heimi handritamenningarinnar og
framan af dreifðist kveðskapur hans einkum á milli manna í uppskriftum,
í bréfum og með birtingu í blöðum og tímaritum. Undir lok aldarinnar fer
hann hins vegar að gefa ljóð sín út í bókum, hinni fyrstu, Úti á víðavangi,
árið 1894, sem var fyrsta ljóðakver útgefið í hinu unga Albertafylki. Ljóða-
bókin Á ferð og flugi kom síðan út í Reykjavík í upphafi aldamótaársins 1900
og þegar fyrstu bindi kvæðasafnsins Andvökur voru gefin út á árunum
1909–1910 voru menn stórhuga og var ákveðið að prenta 2000 eintök af
þessu mikla verki, 1000 fyrir hvort land.
R I T D Ó M A R 245
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 245