Saga - 2004, Side 251
Því er þessi formáli hafður að þess skal getið sem gert er og þakka má
þegar frumkvæði er haft í þessa átt af danskri hálfu. Út er komin saga
Tyrkjaránsins á dönsku, eða öllu heldur tilbrigði við reisubók Ólafs Egils-
sonar, og heitir, með nokkurri kankvísi, Barbariet tur retur. Höfundurinn,
Jens Riise Kristensen, er áhugamaður um sögu, byggingafræðingur að
mennt, ferðalangur að áhugamáli og höfundur bóka um víkingaskip og um
stafnlíkneski (galionsfigurer) á dönskum herskipum á umliðnum öldum.
Lítill hópur áhugamanna, sem tengdist lítilli bókaútgáfu, hafði komið sam-
an nokkrum sinnum, lesið Reisubók Ólafs Egilssonar, sem var prentuð á
dönsku um miðja 18. öld, og hugði á endurútgáfu. Niðurstaðan var þessi:
Einn úr hópnum tók verkið að sér en birti ekki gömlu útgáfuna rétt og slétt
heldur notaði frásögn Ólafs sem leiðarstein, vitnaði í hana, endursagði og
bætti ýmsu fróðlegu við úr öðrum ritum og frá athugunum sínum og við-
ræðum við fróða menn og fræðimenn sem hann mætti á reisum sínum um
Vestmannaeyjar, Algeirsborg og fleiri staði.
Árangurinn er bráðfalleg bók, smekklega hönnuð og loftar vel um
myndir af samtímamálverkum, teikningum, styttum og líkönum ásamt fal-
legum kortum og ljósmyndum höfundarins. Svolítill inngangspistill um
land og lýð á Íslandi er ekki beinlínis frumlegur og í frásögn ránsins á Aust-
urlandi er nokkuð um missagnir. Þetta er þó léttvægt því að áherslan er á
reynslusögu séra Ólafs Egilssonar og þar verður Jens Riise að skemmtileg-
um ferðafélaga sem lýsir því til að mynda hvernig Ólafi tekst að „charmere
sig frem“, þegar hann er laus úr þrælakistunni í Algeirsborg, gegnum Evr-
ópu þrjátíu ára stríðsins, fátækur og klæðlaus. Það er ekki fyrir heppni að
Ólafur rekst á svo marga á vegferð sinni sem klæða hann og fæða, segir höf-
undurinn, það er aðlögunarhæfni hans og færni við að setja rétta beitu á
krókinn hverju sinni. Jens Riise kann víða að mjólka fáorðar lýsingar Ólafs,
til dæmis frá Hollandi þar sem hann lýsir því í máli og myndum hvernig
tekið er á móti skipum á grunnsævi við Enkhuizen, og eykur þar við frá-
sögn Ólafs.
Reisubók Ólafs Egilssonar er til í mörgum tilbrigðum handrita. Ekkert
þeirra sem varðveist hefur er þó ritað fyrr en hundrað árum eftir ritunar-
tíma frumgerðarinnar en hún er horfin. Prentaða danska útgáfan frá 1741
er meðal annars með þeim sérkennum að inn í hana er skotið nokkrum síð-
um úr frásögn Kláusar Eyjólfssonar en látið líta út sem hún sé hluti af sögu
Ólafs. Þessi viðbætta gerð er til í handritum líka og er sjálfsagt útbúin til að
auka við fáorða lýsingu Ólafs af grimmdarverkum í Vestmannaeyjum sem
Ólafur var fáorður um enda vildi hann ekki segja frá neinu nema hann
hefði séð það sjálfur eða hefði nafngreinda heimildarmenn fyrir. Stíll og
yfirbragð á frásögnum Ólafs og Kláusar er mjög ólíkur en þessi „mein-
semd“ gerir þó ekki mikinn usla í dönsku útgáfunni nú.
Það var fyrir dönsku þýðinguna frá 18. öld á Reisubók Ólafs að reynslu-
saga hans rataði inn í víðlesnar fræðibækur Bernards Lewis um samskipti
R I T F R E G N I R 251
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 251