Saga - 2004, Side 252
íslams og kristni. Lewis varð innlyksa í Kaupmannahöfn fyrir margt löngu,
stautaði sig fram úr dönskunni og sá að frásögnin var perla sem átti erindi
inn í fræðibókmenntir. Það væri fengur að nýrri, sæmilega nákvæmri út-
gáfu af Reisubók Ólafs allri í nýrri þýðingu á dönsku svo að hún nýttist í
danskri söguritun á sama hátt og rit Jóns Indíafara og Grunnavíkur-Jóns
hafa orðið Dönum notadrjúg til að lýsa annars vegar Kaupmannahöfn upp
úr 1600 og hins vegar brunanum í borginni 1728. Síðan þyrfti að snara Ólafi
á fleiri tungumál því að íslensk 17. aldar saga getur orðið útflutningsgrein.
Barbariet tur retur er vísbending um það.
Þorsteinn Helgason
VOYAGES AND EXPLORATION IN THE NORTH ATLANTIC
FROM THE MIDDLE AGES TO THE XVIIth CENTURY. PAPERS
PRESENTED AT THE 19th INTERNATIONAL CONGRESS OF HIS-
TORICAL SCIENCES OSLO 2000. Ritstjóri Anna Agnarsdóttir. 2. útg.
Háskóli Íslands. Reykjavík 2001 (1. útg. 2000). 146 bls. Myndir, kort.
Markmið bókarinnar, sem er safn sjö fyrirlestra sem fluttir voru á 19. heims-
þingi sagnfræðinga í Osló árið 2000, er að sýna hvað landkönnunin á Norð-
ur-Atlantshafi frá miðöldum til 17. aldar hafði í för með sér. Í ritinu er tek-
ið fyrir efni sem hlotið hefur mikla athygli fræðimanna síðustu ár og í því
er að finna framlög fræðimanna frá Kanada, Hollandi, Stóra-Bretlandi,
Noregi, Nýja-Sjálandi og Íslandi. Einn þeirra, Peter E. Pope, kemst svo að
orði í grein sinni um Zuan Caboto (John Cabot): „The word ‘discovery’ car-
ries with it a lot of freight“ (bls. 45). Þetta eru orð að sönnu og þau endur-
speglast skýrt í þessari bók.
Fyrstu fimm ritgerðir bókarinnar, eftir Helga Þorláksson, Kristen A.
Seaver, Peter E. Pope, Robert C.D. Baldwin og Louis Sicking, tengjast allar
sögulegu minni um landkönnun á Norður-Atlantshafi og túlkun á henni.
Helgi rannsakar ímynd víkinga á söguöld, svo sem Eiríks rauða, og kann-
ar tengsl á milli þessara „djarfhuga landkönnuða“ (enterprising explorers) og
norsku konunganna sem leituðust við að færa sér þessar siglingar í nyt. Þó
að konungsvald hafi verið of veikburða til að skipta verulegu máli þegar
Eiríkur rauði og Leifur heppni fóru til Grænlands og Vínlands, heldur
Helgi því fram að á 13. öld þegar Eiríks saga rauða var skrifuð hafi vald kon-
unga verið orðið svo traust í sessi að eðlilegt hafi þótt að konungur léki um-
talsvert hlutverk í þessum könnunarferðum. Seaver heldur því fram að
rómantískar hugmyndir um einstaklinga sögualdar hafi staðið í vegi fyrir
því að menn áttuðu sig á praktískum hliðum landnáms Norðmanna og hin-
um raunverulegu örlögum norsku landnemanna á Grænlandi á 15. öld.
R I T F R E G N I R252
Saga 2004 - NOTA 1.12.2004 9:40 Page 252