Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Njótum náttúrunnar Skoðið ferðaáætlun Útivistar á www.utivist.is Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Kristín Ágústsdóttir Neskaupstaður | Trébryggjurnar hverfa nú ein af annarri í sjávarþorpum, og flestir sjá talsvert eftir þeim. Bryggjur í Neskaupstað eru þar eng- in undantekning. Um daginn var Súnbryggjan fjarlægð, enda töluverð hætta talin stafa af fún- um og brotnum spýtum og holum í dekkinu. Engu að síður var sjarmerandi að laumast út á grasi gróna bryggjuna og reyna að dorga í gegn- um götin. Súnbryggjan var smíðuð í kringum 1940. Hún stóð fyrir neðan gamla frystihúsið og var m.a. hluti af leikmynd í kvikmyndinni Haf- inu. Þá er búið að loka Bæjarbryggjunni svoköll- uðu í miðbænum fyrir umferð dorgandi og gang- andi manna. Að sögn hafnarstjóra Fjarðabyggð- ar, Steinþórs Péturssonar, stendur til að endurgera hana á næstu árum. Sú bryggja var smíðuð snemma á síðustu öld og hefur verið gerð upp nokkrum sinnum. Morgunblaðið/Kristín Ágústs Trébryggjurnar hverfa ein af annarri Egill Ólafsson Einar Örn Gíslason Gleði Flateyringa kann að hafa reynst ótímabær og atvinnuhorfur í bænum aftur komnar í uppnám eftir að stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum í gær að samþykkja ekki kaup Lotnu ehf. á eignum þrotabús Eyrarodda. Veiðar og vinnsla hófust á ný nú í vikunni, en óljóst er hvort eða hvenær framhald verður þar á. „Það eru auðvitað ákveðin von- brigði að þetta hafi ekki náð að ganga eftir, sérstaklega í ljósi þess hvað þetta var langt komið,“ segir Daníel Jakobsson, bæjarstjóri Ísa- fjarðarbæjar. „Ég hefði gjarnan vilj- að sjá [Byggðastofnun] grípa inn í fyrr.“ Ísafjarðarbær er einn kröfu- hafa í þrotabú Eyrarodda, en Daníel segir sveitarfélagið hafa lagt sig fram um að sýna sveigjanleika hvað það varði, og ekki standi á því þegar kemur að því að koma vinnslu af stað sem allra fyrst. Hafnað vegna viðskiptasögu Anna Kristín Gunnarsdóttir, stjórnarformaður Byggðastofnunar, segir ákvörðun stjórnar byggjast á viðskiptasögu eigenda Lotnu, en stofnunin er langstærsti kröfuhafinn í þrotabú Eyrarodda. „Starfsmenn Byggðastofnunar voru búnir að fara yfir málið og því var hafnað af eðli- legum ástæðum. Við horfum þar til viðskiptasögu þeirra og eins hefur þetta ekki verið auglýst,“ segir Anna Kristín. Kristján Kristjánsson, einn eigenda Lotnu, furðar sig á þessari afgreiðslu. Hann segir Byggðastofn- un þegar hafa veitt skriflegt sam- þykki fyrir yfirtökunni, og á þeim forsendum hafi starfsfólk verið ráðið og veiðar og vinnsla hafist. Daníel segist ekki hafa forsendur til þess að meta afstöðu Byggða- stofnunar til viðskiptasögu eig- endanna. Guðmundur Björgvinsson, formaður Íbúasamtaka Flateyrar, tekur í sama streng. „Við erum sár og reið, burtséð frá því hvaða kar- akterar þetta eru,“ segir Guðmund- ur. „En þeir sem taka ákvörðun um að pakka saman og flytja vestur á firði til þess að taka að sér fisk- vinnslu, og í raun eitt stykki þorp – það hlýtur að vera eitthvað í þá spunnið.“ Hann furðar sig á fram- göngu Byggðastofnunar og skipta- ráðanda, sem hafi haft bæjarbúa að leiksoppum. „Þetta er svo yfirgengi- lega undarlegt mál. Ég held að flest- ir skilji þorpssálina hér, fólk var ánægt og kátt þegar það sá að þetta virtist ætla að komast svona fljótt af stað aftur,“ segir Guðmundur. Von- brigðin séu eftir því. Ekki liggur fyrir hvort fiskvinnslu verður haldið áfram eftir helgi, að sögn Kristjáns Kristjánssonar. Óvissan yfirtekur Flateyri á ný  Stjórn Byggðastofnunar fellst ekki á kaup Lotnu á eignum þrotabús Eyrarodda, en veiði og vinnsla er þegar hafin  Reiði og vonbrigði meðal bæjarbúa  Óljóst er hvort starfsemi verður haldið áfram Flateyri Framtíð vinnslu er óljós. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Þeir Hannes Smárason og Pálmi Haraldsson hafa skilað dómstóli í New York yfirlýsingum þess efnis að hægt verði að ganga að eignum þeirra í Bandaríkjunum falli dómur á Íslandi þeim í óhag. Þar með er skilyrðum sem dómarinn, Charles E. Ramos, setti fyrir frávísun fullnægt og málið úr sögunni á þeim vettvangi. Í vikunni var útlit fyrir að málið yrði tekið upp að nýju, þar sem yf- irlýsingar Hannesar og Pálma höfðu ekki skilað sér, en starfsmaður dóm- stólsins sendi málsaðilum tölvupóst þess efnis á þriðjudagskvöld. Auk þeirra Hannesar og Pálma hafði slita- stjórn Glitnis höfðað mál á hendur þeim Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Ingibjörgu Pálmadóttur, Jóni Sig- urðssyni, Þorsteini Jónssyni og Lár- usi Welding, vegna ráðstöfunar fjár sem aflað var með skuldabréfaútgáfu í Bandaríkjunum árið 2007. Engar líkur á endurupptöku Varnaraðilar höfðu allir andmælt því kröftuglega að málið skyldi rekið vestan hafs. Þeim hefur nú orðið að ósk sinni og verður málið að öllum lík- indum rekið fyrir dómstólum hér á landi. Lögmaður slitastjórnar spurði Ramos, þegar niðurstaðan lá fyrir í gær, hvort hugsanlegt væri að telja hann á að íhuga endurupptöku. Hann sagði að líkurnar á því að fallist yrði á slíka beiðni væru „engar“. Ekki náðist í Steinunni Guðbjarts- dóttur, formann slitastjórnar Glitnis, vegna málsins. Máli slitastjórnar gegn sjö- menningunum vísað frá  Dómari í New York segir „engar líkur“ á endurupptöku Morgunblaðið/Árni Sæberg Umhverf- isstofnun hefur sent Vest- mannaeyjabæ bréf um áform stofnunarinnar um að svipta sorpbrennslu bæjarins starfs- leyfi. Fram kemur að í mars 2010 sendi Umhverfisstofnun Vest- mannaeyjabæ bréf um áminningu þar sem losun á ryki í útblást- urslofti hefði ítrekað verið yfir mörkum og var þess krafist að úr- bætur yrðu gerðar innan ákveðins frests. Í maí 2010 hefði bærinn verið áminntur og þess krafist að nýjar mælingar yrðu gerðar. Nið- urstöður þeirra mælinga sýndu að losun ryks frá stöðinni var yfir mörkum. Hyggst svipta sorpbrennsluna í Eyjum starfsleyfi Ef einhverjir þeirra sem náðu kjöri á stjórnlagaþing kjósa að taka ekki sæti í fyrirhuguðu stjórnlagaráði, verður lagt til að í þeirra stað komi þeir sem voru næstir því að ná sæti á stjórnlagaþingi, að sögn Ágústs Geirs Ágústssonar, formanns starfshóps um viðbrögð við ákvörð- un Hæstaréttar. Þó verði tekið tillit til kynjajafnræðis. Gengið á röðina ef einhver vill ekki sæti Öllu starfsfólki Eyrarodda var sagt upp í októberlok, og var fyrirtækið úrskurðað gjaldþrota þann 17. janúar síðastliðinn og við það komst framtíð fisk- vinnslu á Flateyri í uppnám. Lotna ehf. keypti í kjölfarið stóran hluta eigna þrotabúsins og hóf veiðar í byrjun vikunnar. Vinnsla í frystihúsinu hófst síð- an á miðvikudaginn. Róðrar ný- hafnir aftur FLATEYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.