Morgunblaðið - 26.02.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.02.2011, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 FLUGFELAG.IS ÍS LE N SK A/ SI A. IS /F LU 53 86 4 02 /1 1 *Verð á mann miðað við flug fram og til baka til Reykjavíkur, Egilsstaða, Akureyrar eða Ísafjarðar. Seyðisfjörður Ísafjörður Akureyri Vonir standa til þess að hægt verði að koma Goðafossi, flutningaskipi Eimskips, í slipp um miðja næstu viku, að sögn Ólafs Hand, upplýs- ingafulltrúa félagsins. Trygginga- félag Eimskips metur tilboð frá slippstöðvum áður en ákvörðun um hvert farið verður með skipið er tek- in, en hugsanlegt er að það verði flutt til Póllands. Dæling úr olíutönk- um skipsins stóð enn yfir í gær- kvöldi, en annar tveggja tanka sem tæma á er nú tómur og dæling úr hinum vel á veg komin. Skipið verður ekki flutt þaðan sem það liggur bundið nú fyrr en því starfi er lokið. Gámarnir sem fluttir voru af Goða- fossi eru allir komnir til Fredrikstad, og verða þeir fluttir til Íslands eins fljótt og auðið er. einarorn@mbl.is Noregur Goðafoss á strandstað. Fer vonandi í slipp í næstu viku Ljósmynd/Johnny Leo Johansen Sýning Blaðaljósmyndarafélagsins, Myndir ársins, verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í dag. Þá verða afhent verðlaun fyrir bestu ljósmyndirnar í átta flokk- um og myndskeið ársins verður einnig verðlaunað. Samhliða fyrrnefndum verðlaunaafhendingum verða Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands afhent og hefst athöfnin kl. 15. Verðlaunað er í þremur flokk- um. Morgunblaðið/Árni Torfason Myndir og fréttir ársins valdar Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Það er engin spurning, þetta hefur áhrif á þær viðræður sem eru í gangi,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Ís- lands, SGS, spurður um áhrif verð- hækkana, sem dynja yfir landsmenn, á þær kjaraviðræður sem eru í gangi milli aðila vinnumarkaðarins. Flestallir liðir neysluvísitölunnar hækkuðu í síðustu mælingu Hagstof- unnar og fram kom í Morgunblaðinu í gær að vegna hækkandi hrávöru- verðs á heimsmarkaði væri útlit fyrir þrálátar verðhækkanir á ýmsum nauðsynjavörum á næstunni. „Þetta hefur allt áhrif því viðræð- urnar ganga út á að geta hækkað kaupmátt launa. Það eru ekki góð tíð- indi að sjá matvöru, eldsneyti og allt annað hækka í verði,“ segir Björn en spurður hvort þessar hækkanir muni breyta kröfugerð verkalýðsfélaganna segir hann engar ákvarðanir liggja fyrir um það. Verðlagsmál muni hins vegar án efa koma til tals þegar rætt verður um launalið samninganna. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnu- lífsins, tekur undir með Birni að verð- hækkanir geti haft áhrif á kjaravið- ræður, enda geri verkalýðsfélögin kröfu um að ná fram kaupmáttar- aukningu við endurnýjun samninga. Hins vegar sé ekki farið að reyna mjög á viðræður um launaliðinn og fleiri þættir en verðlag hafi einnig áhrif á gerð kjarasamninga. Þessi umræða komi upp í öllum samningum og til að tryggja kaupmáttaraukningu þurfi margt að breytast, svo svigrúm skapist til að hækka laun. Hækkanir inn í kjaraviðræður  Formaður SGS segir verðhækkanir klárlega hafa áhrif á kjaraviðræðurnar Verðhækkanir komu skýrt fram í nýjustu mælingu Hagstofunnar á neysluvísitölunni í febrúar. Verðlag hækkaði um 1,18% frá janúarmánuði og 12 mánaða verðbólga fór úr 1,8% í 1,9%. Þriggja mánaða verðbólgan er nú 2,4%. Hækkun varð á fatnaði og skóm, húsbúnaði og hús- gögnum, mat- og drykkjarvöru, húsnæði, bensíni og flugfar- gjöldum. Útlit er fyrir áfram- haldandi verðhækkanir. Allt hækkaði Nauðsynjar Verðlag á uppleið á ný. VÍSITÖLUMÆLINGIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.