Morgunblaðið - 26.02.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011
ILVA Korputorgi, Blikastaðavegi 2-8, 112 Reykjavík, sími 522 4500 www.ilva.is
mánudaga - föstudaga 11-18:30, laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18sendum um allt land
RÝMINGARSALA
VARA HÆTTIR
EIK ANTIK.
Plankaparket,
Svartbæsað.
Verð 8.990.-/fm
NÚ 5.390.-/fm
EIK RUSTIC.
3ja stafa,
mattlakkað.
Verð 4.990.-/fm
NÚ 2.990.-/fm
EIK RUSTIC.
Plankaparket,
mattlakkað.
Verð 7.990.-/fm
NÚ 4.990.-/fm
NATURAL RUSTIC.
Plankaparket plast,
fasað smelluparket.
Verð 2.990.-/fm
NÚ 1.990.-/fm
-40% -40% -35% -30%
Bjóðum uppá
vaxtalaust
lán til 6 mánaða
FLOOR. Parket undirlag. Verð 7.900.-/fm NÚ 5.490.-/fm
„Mín skoðun er sú að kynningin eigi
að uppistöðu til að fara fram í fjöl-
miðlum, í umræðuþáttum, blaðaskrif-
um o.s.frv. Það er mjög mikilvægt að
stuðla að upplýstri umræðu í þjóð-
félaginu. Það hefur ekki verið tekin
ákvörðun um frekari kynningu af
hálfu innanríkisráðuneytisins en við
erum með þetta allt í skoðun,“ segir
Ögmundur Jónasson innanríkis-
ráðherra, aðspurður hvort tekin hafi
verið ákvörðun um að útbúa kynning-
arefni vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
um Icesave 9. apríl nk.
Fram kom í máli Össurar Skarp-
héðinssonar utanríkisráðherra eftir
synjun forsetans að ráðist yrði í kynn-
ingarherferð erlendis.
Hafa rætt við matsfyrirtækin
Aðspurður um þá hlið mála svarar
Steingrímur J. Sigfússon fjármála-
ráðherra því til að hann hafi farið í
nokkur viðtöl við erlenda fjölmiðla.
Utanríkisþjónustan, ýmis ráðuneyti
og Seðlabankinn hafi upplýst erlenda
aðila um stöðuna. „Það hefur verið
rætt við matsfyrirtækin.“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
formaður Framsóknar, segir lítið að
marka fréttir um að synjun forsetans
hafi haft neikvæð áhrif á lánshæf-
ismat Íslands. „Því hefur verið haldið
fram að skuldatryggingaálag hafi
rokið upp úr öllu valdi eftir að forset-
inn synjaði. Það er rangt.“
Ekki náðist í Össur. baldura@mbl.is
Kynning
á Icesave
í skoðun
Kosið verður um
Icesave-lögin 9. apríl
Ögmundur
Jónasson
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Hugmyndahúsi háskólanna verður lokað á mánudag þar
sem Listaháskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík sem
staðið hafa að baki því hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til
að halda því lengur úti. Ingibjörg Gréta Gísladóttir, fram-
kvæmdastjóri Hugmyndahússins, staðfestir þetta en verk-
efnið hefur verið starfrækt frá því í apríl árið 2009 og fóru
sextíu verkefni og fyrirtæki þar í gegn þar til í október á
síðasta ári. Segir Ingibjörg að 159 störf hafi skapast þar í
alls kyns fyrirtækum, þar á meðal tæknifyrirtæki, hönn-
unarfyrirtækjum, listahátíðir og ferðaþjónustufyrirtæki
svo eitthvað sé nefnt. Meirihlutinn hafi verið í því sem kall-
að er skapandi greinar.
„Við áttum í rauninni að loka um áramótin en
Listaháskólinn afréð að halda þessu aðeins opnu lengur til
að sjá hvað hægt væri að gera. Þetta átti að vera tveggja
ára verkefni og ýta þessum bolta af stað. Svo voru þeir að
vonast til að einhver gæti gripið boltann, sérstaklega
vegna þess árangurs sem hefur náðst, “ segir
Ingibjörg.
Þreifingar hafi verið út um allt til þess að
halda verkefninu gangandi, bæði hafi ver-
ið leitað til hins opinbera og atvinnu-
lífsins. Allir hafi verið mjög já-
kvæðir gagnvart því en á end-
anum sé ekkert fast í hendi og
því neyðist þau til þess að loka.
„Það tala allir vel um þetta
verkefni og finnst það frábært, það
vantar ekki. Það hefur ekkert skilað sér
svo það er ekki hægt annað en að loka.
Enginn hefur tekið þetta verkefni með
okkur og sagt að við skulum gera þetta. Við erum enn á
sama stað og í haust,“ segir hún.
Vonlaust að byggja upp aftur
Ingibjörg hefur þó ekki áhyggjur af afdrifum verk-
efnanna sem enn séu í gangi í Hugmyndahúsinu eftir að
lokað verður á mánudag. „Það eru ekki mörg fyrirtæki
hér innanhúss núna. Út af óvissuástandinu er fólk búið að
finna annað húsnæði til að fara í. Húsnæðið út af fyrir sig
er kannski minnsta vandamálið. Hugmyndirnar lifa áfram
en farvegurinn og þetta skapandi umhverfi það fer og það
er svo vont að byggja það upp aftur. Það verður aldrei
byggt eins upp aftur,“ segir Ingibjörg.
Hugmyndirnar lifa
áfram þrátt fyrir lokun
Hugmyndahúsi háskólanna lokað á mánudag vegna
fjárskorts Enginn tilbúinn til þess að taka við boltanum
Morgunblaðið/RAX
Nýsköpun Hugmyndahús háskólanna hefur verið til húsa að Grandagarði 2. Hafa 60 verkefni farið þar í gegn.
Lífeyrisþegar
fengu nýverið sent
bréf þar sem fram
kemur tillaga að
tekjuáætlun fyrir
árið og greiðslu-
áætlun bóta sam-
kvæmt því. Kona,
sem hefur þegið ör-
orkubætur um
skeið, fékk sent
bréf sem undirritað
var af sýslumanninum í Hafnarfirði
en þar var verið að tilkynna breyt-
ingu á tekjuáætlun fyrir þetta ár. Í
bréfinu kom jafnframt fram að hún
skuldaði Tryggingastofnun heilar 25
krónur.
„Tryggingastofnun hefur borist
ný tekjuáætlun frá þér. Á grundvelli
hennar hefur bótaréttur ársins verið
endurreiknaður. Fyrir liggur of-
greiðsla að fjárhæð 25 krónur sem
ekki verður innheimt fyrr en að
loknu uppgjöri ársins haustið 2012,“
segir m.a. í bréfinu til konunnar.
Hún hafði samband við sýslu-
mannsembættið, sem vísaði erindinu
á Tryggingastofnun, en henni fannst
það varla ómaksins vert að standa í
bréfasendingum fyrir svo litlar fjár-
hæðir. „Ég vildi vekja athygli á
þessu því mér finnst þetta í senn
sorglegt og hlægilegt. Manni er
sýnd lítilsvirðing með því að senda
bréf með svona fjárhæð,“ sagði kon-
an við Morgunblaðið, en hún vildi
ekki láta nafns síns getið. bjb@mbl.is
Fékk bréf
upp á 25
króna skuld
Hafrannsóknastofnun hefur í vetur
fengið nokkrar tilkynningar um að
einstaka makríll hafi fengist með
öðrum afla. Talið er að þetta sé í
flestum tilvikum makríll úr hrygn-
ingu síðasta árs og varð hans m.a.
vart í síðasta haustralli. Makríllinn
hrygndi m.a. á milli Íslands og Fær-
eyja og jafnvel inni í íslensku lögsög-
unni.
Líklegt er að makríllinn sem land-
að var með loðnuafla úr færeyska
skipinu Finni fríða á Fáskrúðsfirði í
gær eigi uppruna sinn að rekja á
þær slóðir. Makríllinn vex hratt
fyrsta árið og reyndist þessi um 19
sentimetra langur. aij@mbl.is
Morgunblaðið/Albert Kemp
Makríll með
loðnunni
Þrjú af þeim sex verkefnum sem til-
nefnd voru til Nýsköpunarverðlauna
forseta Íslands sem afhent voru á
miðvikudag tengjast Hugmyndahús-
inu, þar á meðal sigurvegarinn,
„Pantið áhrifin frá Móður
Jörð“, um hugmyndafræðilegan
veitingastað þar sem upplifun,
fræðsla og umhverfisvitund fara
saman.
Tengdist þremur af
sex tilnefningum
NÝSKÖPUNARVERÐLAUN
Nýsköpunarverlaun forsetans
Verð á íslensku metani hækkaði í
vikunni úr 114 krónur á normal-
rúmmetra í 120 krónur og hefur
hækkað um 36% frá árinu 2007. Á
sama tíma hefur vísitala neyslu-
verðs hækkað um 38%.
Sé miðað við orkujafngildi 95
oktana bensíns er verðið á metani
þó rétt um helmingur þess sem
bensínið kostar í dag, en algengt
lítraverð er nú 221,6 krónur. Einn
lítri af dísilolíu kostar tæpar 227
krónur.
Metanverð hækkað
í 120 kr./Nm³