Morgunblaðið - 26.02.2011, Síða 8

Morgunblaðið - 26.02.2011, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–14 og sunnudaga kl. 13–16 Verðmatsdagur listmunauppboð Gallerí Fold • þar sem verkin seljast Erum að taka á móti verkum á næsta uppboð sem verður 7. mars Af því tilefni bjóðum við þér uppá ókeypis verðmat sunnudaginn 27. febrúar kl. 13–16. Síðasta uppboð var það besta frá 2007. Um 85% verkanna seldust og flest þeirra á góðu verði. Eina ferðina enn er sú staða kominupp að allir vita að einn af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fer með ósannindi en fáir vita hver þeirra er hinn seki. Forseti Íslands sagði á dögunum að ráðherra hefði hótað að ríkisstjórnin færi frá neitaði hann Icesave III. Einungis tveir, for- menn stjórnarflokkanna, geta hótað slíku.    Sigurður KáriKristjánsson spurði Jóhönnu á Al- þingi í fyrradag hvort að hún hafi hótað forsetanum. Hún harðneitaði því. Hún vildi ekkert nán- ar um málið segja en benti fyrirspyrjanda á Bessastaði.    Morgunblaðiðhefur reynt að afla upplýsinga um málið þar en forseti kýs, að svo stöddu að minnsta kosti, að gefa ekkert upp um hver hótaði honum.    Um Steingrím J.er það að segja að hann mun ekki hafa hitt forsetann um langa hríð og sé það satt beinast grunsemd- irnar annað.    Það kann að vera vísbending viðlausn þessarar gátu hver hefur áður lent í því að deila um staðreyndir við æðstu embættismenn. Aðkoma Jó- hönnu að launamáli seðlabankastjóra er í fersku minni.    Önnur vísbending gátunnar kannað vera hver það er sem sí og æ hótar stjórnarslitum, þrátt fyrir að sitja sjálf í stóli forsætisráðherra.    Það verður að viðurkenna að þessigáta er heldur einföld. Hún hent- ar eiginlega bara yngstu börnunum. Ólafur Ragnar Grímsson Einn segir ósatt STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur J. Sigfússon Veður víða um heim 25.2., kl. 18.00 Reykjavík 1 snjóél Bolungarvík 1 snjókoma Akureyri 4 skýjað Egilsstaðir 4 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 skýjað Nuuk -10 snjóél Þórshöfn 6 skýjað Ósló -1 þoka Kaupmannahöfn 0 heiðskírt Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -7 skýjað Lúxemborg 6 skýjað Brussel 8 súld Dublin 12 skýjað Glasgow 11 léttskýjað London 13 skýjað París 11 skýjað Amsterdam 8 þoka Hamborg 3 heiðskírt Berlín 0 heiðskírt Vín 0 léttskýjað Moskva -13 heiðskírt Algarve 20 heiðskírt Madríd 20 heiðskírt Barcelona 15 heiðskírt Mallorca 17 léttskýjað Róm 8 heiðskírt Aþena 7 skýjað Winnipeg -27 léttskýjað Montreal -3 snjókoma New York 12 alskýjað Chicago 0 alskýjað Orlando 25 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 8:47 18:36 ÍSAFJÖRÐUR 8:58 18:34 SIGLUFJÖRÐUR 8:41 18:17 DJÚPIVOGUR 8:18 18:03 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt tillögu fulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í ráðinu þar sem lagt er til að skipulagsstjóri borg- arinnar móti drög að stefnu hvað varðar veitingarekstur utandyra og leggi fyrir skipulagsráð. Tillögurnar verði settar fram með aðgengilegum hætti og verði leiðbeiningareglur fyrir rekstr- araðila veitingahúsa. Miðað verði við að leiðbeiningareglurnar verði tilbúnar á vefsvæði sviðsins í aprílmánuði. Þá verði haft sam- ráð við veitingamenn og aðra sem málið varðar. Í greinargerð með tillögunni, sem Júlíus Vífill Ingvarsson, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir fluttu, segir m.a.: „Á undanförnum árum hefur fjölgað þeim veitingastöðum sem bjóða þjónustu sína utandyra. Sem dæmi um það hversu stutt er síðan þessi þróun hófst fyrir al- vöru er að í Þróunaráætlun mið- borgar, sem er frá árinu 2001, er ekki fjallað um veitingarekstur á gangstéttum og torgum borg- arinnar. Þessi starfsemi setur þó sterkan svip á yfirbragð og ímynd miðborgarinnar í þá veru að gera hana meira aðlaðandi og líflegri. Í þeim tilgangi að skapa skjól fyrir viðskiptavini hafa víða í miðborginni verið settir upp laus- legir veggir af ýmsum toga. Sums staðar má bæta aðstöðu fyrir veitingaþjónustu utandyra og dæmi eru um að húsgögn standist ekki sjálfsagðar kröfur um gæði og útlit.“ Einnig hefur skipulagsráð falið skipulags- og byggingarsviði að bregðast við í þeim tilvikum, þar sem búnaður hefur verið settur upp á útisvæðum veitingahúsa í leyfisleysi. Reglur settar um útiveitingar  Dæmi um að húsgögn standist ekki sjálfsagðar kröfur um gæði og útlit Morgunblaðið/Ómar Austurvöllur Veitingastarfsemin hefur sett sterkan svip á yfirbragð og ímynd miðborgarinnar á sumrin og gert hana meira aðlaðandi og líflegri. Karl Ragnars lætur af starfi for- stjóra Umferðarstofu frá og með 1. mars nk. fyrir aldurs sakir en hann verður sjötugur 27. febrúar. Við starfi hans tekur Dagný Jóns- dóttir. Dagný er þrítug. Hún verður við stjórnvölinn til loka þessa árs en þá er fyr- irhugað að starfsemi nýrrar stofnunar, Farsýslunnar, taki við verkefnum Umferðarstofu, að því er segir í tilkynningu frá stofn- uninni. Nýr forstjóri tekur við Umferðarstofu Karl Ragnars Dagný Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.