Morgunblaðið - 26.02.2011, Side 18

Morgunblaðið - 26.02.2011, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Mánudagur  Nánar verður greint frá atvinnuleysi meðal innflytjenda í næsta blaði. BAKSVIÐ Una Sighvatsdóttir una@mbl.is Sú tíð er liðin að Íslendingar geti all- ir rakið ættir sínar til norrænna landnámsmanna. Nýjum Íslend- ingum fjölgaði ört á þensluárunum upp úr aldamótunum 2000 og þótt hluti innflytjenda hafi snúið aftur til upprunalands síns hafa aðrir stofn- að heimili og búið sér framtíð á Ís- landi. Fyrir 15 árum, árið 1996, voru innflytjendur aðeins 2,1% lands- manna, eða 5.357 talsins, en þeir hafa síðan orðið æ stærri hluti af þjóðinni. Hæst varð hlutfall þeirra árið 2009, þegar 9,0% landsmanna voru innflytjendur, en síðan hafa margir flust brott og árið 2010 voru þeir 8,2% landsmanna, eða 26.171 talsins, samkvæmt Hagstofunni. Á bak við þessar tölur eru þó að- eins einstaklingar sem fæddir eru erlendis af foreldrum sem líka eru fæddir erlendis, sem og ömmu og afa. Þegar með eru taldir annarrar kynslóðar innflytjendur, sem fæddir eru á Íslandi af erlendum foreldrum, sem og fólk með erlendan bakgrunn aðrir en innflytjendur, t.d. þeir sem eiga annað foreldrið íslenskt en hitt erlent, þá sést að uppruni lands- manna er orðinn talsvert fjöl- breyttur og heildarhlutfallið 14,9%. Ísland orðið „heima“ „Ísland er orðið fjölmenning- arsamfélag. Það er ekki einsleitt eins og það var fyrir 10 árum, þótt fólk haldi það kannski ennþá,“ segir Joanna Ewa Dominiczak, formaður Samtaka kvenna af erlendum upp- runa. Joanna segir að þótt ekki kvarti margir undan fordómum sé algengt að innflytjendur finni fyrir ákveðnu skilningsleysi á þeim sterku tengslum sem margir þeirra hafi myndað við íslenskt samfélag. „Þau sem hafa búið hér jafnvel í 20 ár og líta á sig sem Íslendinga eru spurðir af hverju þau séu hér enn, af hverju þau fari ekki „heim“. Fólk skynjar ekki alveg að fyrir marga er Ísland orðið „heima“.“ Fram kemur í Hagtíðindum 2009 um mannfjölda að hlutfall innflytj- enda var lengi mun lægra á Íslandi en í nágrannalöndunum, en er nú orðið álíka hátt hér og í Noregi og Danmörku. Það er hinsvegar til marks um stutta sögu innflytjenda hér að afkomendur þeira eru mun færri en á nágrannalöndunum. Árið 1996 tilheyrði aðeins 0,1% lands- manna annarri kynslóð innflytjenda, en 0,8% árið 2010, eða 2.254. Fjölskyldufólkið verður eftir Þeir innflytjendur sem enn eru hér eftir að kreppan skall á eru að miklu leyti ungt fjölskyldufólk. Samsetning hópsins hefur því breyst talsvert því þegar góðærið stóð sem hæst, frá og með 2006, fluttu mun fleiri karlar en konur hingað til lands og varð kynjahlut- fallið hæst 1.353 karla á hverjar 1.000 konur árið 2007. Flestir voru þetta karlar á aldr- inum 20-39 ára, hingað komnir til að vinna við byggingaframkvæmdir. „Svo eftir að hafa unnið í nokkur ár hér ákvað fólk að það væri tími fyrir fjölskylduna að sameinast og þá komu konan og börnin hingað,“ seg- ir Joanna. Flutningar hingað til lands vegna fjölskyldusameiningar jukust síðustu ár og þannig jöfn- uðust kynjahlutföllin. Þetta er munstur sem Íslendingar kannast nú orðið margir við á eigin skinni eftir atvinnuleit í Noregi. Margir komu hingað aðeins í þeim tilgangi að starfa hér tímabundið. Flestir í þeim hópi eru þegar farnir en engu að síður er alveg ljóst að það var talsverð einfeldni að ætla, eins og svo margir gerðu í góðærinu, að þegar störfin hyrfu þá myndu innflytjendur einnig hverfa aftur heim og rýma þannig til fyrir Ís- lendingum á vinnumarkaði. „Það voru margir sem fóru, en það var ekki í eins miklum mæli og stjórnvöld kannski bjuggust við eða vonuðust til. Margir sem fóru út eru líka fluttir aftur hingað, því það er kreppa alls staðar, og þeir hafa unn- ið sér inn réttindi á íslenskum vinnumarkaði,“ segir Joanna. „Það er ekki svo sjálfsagt að fólk flytji bara heim. Sumir eru orðnir ríkisborgarar hér, aðrir kannski ekki en þeir eru með fjölskyldu og börn í skóla. Það er mjög erfitt að ætla að flytja aftur burt með börnin og margir upplifa líka, eftir nokk- urra ára búsetu erlendis, að tengslin við heimalandið hafa breyst og þeim finnst þeir ekki lengur heima þar.“ Engin lausn að útlendingar fari Mjög hefur kreppt að kjörum inn- flytjenda rétt eins og annarra lands- manna undanfarið og er atvinnu- leysi sá vandi sem helst blasir við þeim. Staða þeirra á vinnumarkaði er um margt erfiðari, meðal annars sökum þess að eftir hrun virðist víða sett þrengri krafa um íslenskukunn- áttu en áður var gert. Joanna segir það staðreynd að innflytjendur séu komnir til að vera á Íslandi til framtíðar og því verði að taka þá með í reikninginn. „Margir halda að lausnin við atvinnuleysinu sé að „senda útlendingana heim“ í stað þess að endurbyggja efnahags- lífið, sem er kjarni vandans.“ Upprunaland 1-499 íbúa Upprunaland 500-1.499 íbúa Upprunaland 1.500-2.999 íbúa Upprunaland 3.000 eða fleiri íbúa Hvaðan koma landsmenn? Fjölmenningarsamfélagið  Saga innflytjenda stutt á Íslandi  Færri fóru en búist var við í kreppunni  Nýjar fjölskyldur skjóta rótum Staða innflytjenda á Íslandi Þeir Jakub Chomiak og Tom-asz O. komu báðir til Ís-lands frá Póllandi í fyrsta sinn fyrir um fjórum árum síðan, Tomasz til að sameinast for- eldrum sínum sem voru við störf á Ísafirði og Jakub til að vera með þáverandi kærustu á Patreksfirði. Smæð samfélagsins í þessum norðlægu sjávarþorpum varð þeim báðum talsverð viðbrigði en þeir kunnu strax að meta það enda voru móttökur heimamanna ekkert slor, eins og Jakub lýsir: „Ég kom á Patró að kvöldi svo það var myrkur og ég sá ekki bæ- inn. Morguninn eftir fór ég í gönguferð til að skoða mig um og þá þekktu allir mig með nafni og heilsuðu mér: „Blessaður, þú hlýt- ur að vera Jakub!“ Patreksfirð- ingar þekktu mig eiginlega betur en ég þekkti mig sjálfur, og það meira að segja áður en ég kom.“ Vill stofna fjölskyldu hér Tomasz segir sömuleiðis að Ísa- fjörður hafi komið þægilega á óvart. Þar hafi hann strax fengið vinnu, kynnst mörgu góðu fólki og átt frábærar stundir. „Og í rauninni er það ekki svo ósvipað í Reykjavík. Ef þú ert með vinnu hér þekkja þig allir strax og bjóða þig velkominn.“ Þótt hann kunni vel við sig í Reykjavík segist Tomasz þó vel geta hugsað sér að flytja aftur á Ísafjörð. Foreldrar hans búa þar enn, en sjálfur býr hann nú með pólskri kærustu sinni í höfuðborginni. Tomasz seg- ir að þegar að því komi að þau stofni fjölskyldu séu þau staðráðin í að gera það á Íslandi. Vonir standa til að fyrr eða síðar flytji foreldrar kærustu hans líka til Ís- lands svo tengdafjölskyldan sam- einist hér. Skynja einlæga hjálpsemi Þegar þeir komu til Íslands var blússandi uppgangur og þeir gátu strax fengið eins mikla vinnu og þeir vildu. „Það skipti engu hvort þú talaðir málið, þú þurftir ekki einu sinni að skilja ensku, “ segir Jakub. Í dag er staðan önnur. Tomasz og Jakub eru báðir at- vinnulausir og segja að í flestum atvinnuauglýsingum sé íslensku- kunnátta sett sem skilyrði. Reynsla þeirra beggja er þó að vel sé komið til móts við atvinnulausa. „Vinnumálastofnun sendir okk- ur á námskeið svo við getum lært íslensku og það er mjög gott. Miklu betra en að sitja heima og gera ekkert. Kerfið er frekar að- gengilegt og þú færð það á tilfinn- inguna að fólkið sem þú talar við vilji í alvöru hjálpa þér en ekki bara afgreiða þig.“ Jakub tekur Jakub Chomiak og Tomasz O. frá Póllandi Allir á Patró þekktu hann strax með nafni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.