Morgunblaðið - 26.02.2011, Síða 19

Morgunblaðið - 26.02.2011, Síða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Áður en ég kom hafði ég ákveðna ímynd af Ís-lendingum sem hinni fullkomnu þjóð en ég hefséð núna að þeir eru ekkert betri eða verri en aðrir. Fólk er alls staðar eins,“ segir hin 24 ára Liene um upplifun sína af íslensku samfélagi. Liene er frá Riga í Lettlandi og flutti fyrst til Ís- lands þegar hún var 19 ára. Hún hafði engar sér- stakar fyrirætlanir í fyrstu, var bara ung og vildi breyta til. Hún fékk strax vinnu við ræstingar, þar sem hún vann án ráðningarsamnings 8 klst. vinnudag 5 daga vikunnar fyrir 100.000 kr. á mánuði. „Ég vissi ekki neitt hvað ég vildi eða hvað ég var að gera hér og ég skildi ekki neitt. Ef það væri komið svona fram við mig í dag myndi ég vita betur og gera eitthvað í því.“ Liene fór aftur heim til Lettlands 2008, til að vera með móður sinni, en hún var komin með ís- lenskan kærasta og í janúar 2010 ákvað hún að koma aftur til Íslands með gjörbreytt hugarfar að eigin sögn. „Núna er ég með í samfélaginu og með markmið. Ég er að læra íslensku, ég fylgist með fréttum, á gott sam- band við tengdafjölskylduna mína sem hefur tekið mér opnum örmum og hjálpað mér mjög mikið og ég er að spara peninga því ég ætla að fara í Háskólann,“ segir Liene sem stefnir á að verða kennari. Erfitt að þurfa að biðja um hjálp Að samlagast íslensku samfélagi hefur þó alls ekki verið svo auðvelt, þrátt fyrir staðfestu Liene. „Ég hef alltaf hugsað að peningar séu ekki svo mikilvægir í líf- inu. En þegar þú átt í fyrsta skipti enga þá skilur þú að þú þarft einhvern veginn að fá mat,“ segir Liene sem var lengi atvinnulaus þar til hún fékk aftur starf við ræstingar, þó aðeins í 53% starfshlutfalli. Fjarri því draumastarfið, en Liene segist þó þakklát. „Nú vinn ég mér allavega inn eigin peninga en fæ þá ekki bara frá ríkinu,“ segir Liene og bætir því við að henni hafi þótt mjög erfitt að þurfa að ganga á milli stofnanna og biðja um hjálp, því það hafi hún aldrei upplifað heima í Lettlandi. Og Liene hefur verið dugleg að nýta sér þau virkni- úrræði sem Vinnumálastofnun býður upp á. Meðal ann- ars hefur hún sótt þrjú íslenskunámskeið og er á leið á það fjórða, enda talar hún mjög fína íslensku þótt hún segi hana erfiða. „Ef þú vilt aðlagast samfélaginu verð- ur þú að tala íslensku og þú sýnir líka ákveðna virðingu með því að læra tungumálið, finnst mér.“ Því miður hefur Liene sjálfri ekki alltaf verið sýnd virðing hér á landi. Hún hefur fengið að heyra at- hugasemdir um að hér séu „allt of mikið af útlend- ingum“ en það sem sveið þó mest var þegar hún heyrði samstarfskonu sína fussa yfir að hún talaði ekki ís- lensku. „Þá var ég búin að vera hér í eitt ár og það er ekki svo auðvelt að læra málið. Ég var svo reið að hún skyldi segja þetta, því ég var viss um að ég talaði fleiri tungumál en hún,“ segir Liene sem talar lettnesku, rússnesku og ensku reiprennandi og nú hefur íslenskan bæst við. Hún rekur sig auk þess ítrekað á það að Ís- lendingar vita ekki nokkurn skapaðan hlut um heima- land hennar. „Oft veit fólk ekki einu sinni hvar Lettland er. Ég varð mjög hissa því ég hef alltaf vitað hvar Ís- land er alveg síðan í barnaskóla, þegar kennarinn kenndi okkur um eldfjallið Heklu.“ Útlendingar alls engin ógn Á heildina segist Liene þó hafa mjög jákvæða upp- lifun af íslensku samfélagi og Íslendingum, sem séu upp til hópa vingjarnlegir. Hinsvegar segist hún telja að margir hafi ekki áttað sig á því enn að innflytjendur séu varanlegur hluti af íslensku samfélagi. „Ég borga líka skatta og legg mitt til samfélagsins. Ég held að ef allir útlendingar hér myndu pakka sam- an og fara burt þá myndi efnahagskerfið hér hrynja því margar atvinnugreinar, eins og fiskvinnsla, eru háðar þeirra framlagi. Útlendingar eru engin ógn, við vinnum öll saman að því að ná Íslandi út úr þessari kreppu sem það er í núna.“ una@mbl.is Lærðist að Íslendingar eru ekki fullkomnir Liene Alekse frá Lettlandi Morgunblaðið/Sigurgeir S Metnaðarfull Liene er að safna fyrir háskólanámi. 1996 2002 2007 2010 Konur KarlarKynjahlutfall innflytjenda 62% 38% 56% 44% 42% 58% 49% 51% 85,1%8,2% 0,7% 6% Mannfjöldi eftir uppruna Enginn erlendur bakgrunnur Innflytjendur 2. kynslóð innflytjenda Erlendur bakgrunnur staðreynd Launasjóður fræðiritahöfunda auglýsir eftir umsóknum um starfslaun úr sjóðnum sem veitt verða frá 1. júní 2011. Rétt til að sækja um laun úr sjóðnum hafa höfundar alþýðlegra fræðirita, handbóka, orðabóka og viðamikils upplýsingaefnis á íslensku. Meginhlutverk Launasjóðs fræðiritahöfunda er að auðvelda samningu bóka, og verka í stafrænu formi, til eflingar íslenskri menningu. Starfslaun eru að jafnaði veitt til hálfs árs, en heimilt er að veita þau til allt að þriggja ára. Þeir sem hljóta starfslaun úr sjóðnum skulu ekki gegna föstu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur. Starfslaun miðast við núgildandi kjarasamning Félags háskólakennara. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublað er að finna á www.rannis.is Launasjóður fræðiritahöfunda Umsóknarfrestur er til 28. mars 2011 H N O T S K Ó G U R g ra fí s k h ö n n u n Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd stefnu Vísinda- og tækniráðs. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins og hefur umsjón með opinberum samkeppnissjóðum s.s. Rannsóknasjóði og Tækniþróunarsjóði. Rannís sér um greiningu á rannsóknum og nýsköpun og gerir áhrif þeirra á þjóðarhag sýnileg. Rannís er miðstöð upplýsinga og miðlunar alþjóðasamstarfs vísinda- og tæknisamfélagsins. Auglýsing um starfslaun undir að kerfið sé gott og skrif- finnska minni en hann eigi að venjast. „Þú þarft ekki að standa í röð í fjóra klukkutíma og fá stimpla á hundrað mismunandi stöðum.“ Hinsvegar segir hann ís- lenskunámið erfitt, ekki síst í ljósi þess að Íslendingar séu einum of viljugir að tala alltaf við hann á ensku. „Ég veit þeir vilja bara auðvelda manni lífið, en þá geng- ur líka hægar að læra íslenskuna, svo það er erfitt að velja á milli.“ Pólverjar ekki samheldnir Þrátt fyrir atvinnuástandið hafa þeir báðir bjartar væntingar til framtíðar. Tomasz stefnir á meira nám og að læra íslenskuna betur, sem hann er sannfærður um að muni hjálpa. Hann segist auk þess hafa þá hugmynd í koll- inum ásamt vini að stofna kannski fyrirtæki um tölvuviðgerðir. Athafnasemin virðist þeim báð- um í blóð borin því Jakub rak um tíma bar hér á landi, sem hann svo seldi, en hann íhugar að opna kannski eigin stað aftur. „Pólverj- ar finna alltaf leiðir til að lifa af og koma sér vel fyrir, hvar sem þeir eru í heiminum,“ segir hann. Að vinnunni undanskilinni segja þeir að bankahrunið á Íslandi hafi í raun ekki haft mikil áhrif á líf þeirra né dregið úr löngun þeirra til að vera hér. „Svo lengi sem þú notar launin þín eða atvinnuleys- isbæturnar innan Íslands þá skipt- ir þetta ekki svo miklu máli, lífs- kjörin eru samt góð. En það er erfiðara fyrir þá sem senda launin til fjölskyldu sinnar úti.“ Pólverjar eru langfjölmennasti hópur innflytjenda á Íslandi, rúm 38% og yfir 10.000 talsins. Jakub og Tomasz segja þó að samfélag pólskra á Íslandi sé fremur dreift og þeir haldi sig til hlés en leggi sig ekki fram við að tengjast. „Í rauninni er miklu auðveldara að kynnast Íslendingum heldur en öðrum Pólverjum, enda eru flestir vinir mínir íslenskir,“ segir Jakub. Bara jákvæð reynsla Erfiðlega gengur að fá þá fé- laga til að rifja upp hvort þeir hafi aldrei lent í neikvæðri reynslu á Íslandi. Jakub nefnir að Íslend- ingar séu kannski helst til þras- gjarnir með víni, en Tomasz tekur dræmt í það. „Við erum bara mjög þakklátir fyrir að geta verið hér og að fólk sé tilbúið að hjálpa okk- ur til þess, því hér er lífið gott.“ Morgunblaðið/Ómar Ánægðir Jakup og Tomasz segjast báðir íhuga að flytja aftur út á land.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.