Morgunblaðið - 26.02.2011, Side 25

Morgunblaðið - 26.02.2011, Side 25
200 km 1 3 2 200 km 4 3 2 1 4 Heimildir: Reuters, fréttir fjölmiðla ÁTAKASVÆÐI Miðjarðarhaf L Í B Í A E G Y P T A L A N D TSJAD Tripolí Menn Gaddafis hófu gagnárásir á bæi vestan við borgina BARIST UM YFIRRÁÐ Misrata Uppreisnarmenn náðu borginni á sitt vald í fyrradag og liðsmenn öryggissveita Gaddafis flúðu Átök héldu áfram í bænum í gær og fregnir líbískra fjölmiðla hermdu að tugir manna lægju í valnum Á valdi uppreisnarmanna og engir her- eða lögreglumenn sáust í bænum Zuara Zawiyah Al Kufrah Mótmælendur náðu svæðinu á sitt vald Á valdi andstæðinga GaddafisÁ valdi stjórnarinnar L Í B Í A Tripolí Ras Lanuf Darnah Al-Bayda Tobruk Ajdabiya TÚNIS Miðjarðarhaf Benghazi Mótmælin hófust hér Sirte Fæðingarbær Gaddafis Reuters Sorg Líbíumenn biðja fyrir framan lík manna sem biðu bana í árásum öryggissveita Gaddafis í Benghazi, næststærstu borg Líbíu. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Navi Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, fordæmdi í gær árásir öryggissveita og málaliða Muammars Gaddafis einræðisherra í Líbíu og sagði að nýjustu fréttir frá landinu bentu til þess að þúsundir manna hefðu beðið bana eða særst alvarlega í árásunum. Pillay sagði að herferðin gegn frið- samlegum mótmælum í Líbíu hefði „magnast ógnvænlega“ og skírskot- aði til nýrra frétta um fjöldamorð og pyntingar á mótmælendum. Embættismenn Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna sögðu að hætta væri á matvælaskorti í landinu vegna þess að innflutningur hefði stöðvast að mestu, auk þess sem átök hindruðu dreifingu matvæla. Líbíumenn eru að miklu leyti háðir innfluttum matvælum. Uppreisnarmenn hafa náð mest- um hluta Líbíu á sitt vald en mikil óvissa er um framvinduna og óttast er að öryggissveitir Muammars Gaddafis snúi vörn í sókn og haldi manndrápunum áfram. Fregnir hermdu í gær að öryggissveitir hefðu gert gagnárásir á bæi vestan við Tripolí eftir að uppreisnarmenn náðu bæjunum á sitt vald í fyrradag. Haft var eftir Tripolí-búa að íbúar höfuðborgarinnar væru skelfingu lostnir vegna manndrápa dauða- sveita Gaddafis sem hafa skotið á borgarbúa til að koma í veg fyrir mótmæli. „Hér eru fjölskyldur sem hafa ekki fengið að sækja lík þeirra sem dóu … nema þær undirriti yfir- lýsingu um að andstæðingar núver- andi stjórnvalda hafi skotið þá.“ Vilja refsiaðgerðir Fréttastofan AFP sagði að nokkr- ir menn hefðu beðið bana í gær þeg- ar dauðasveitir Gaddafis hefðu hleypt af byssum á fólk til að hindra mótmæli eftir föstudagsbænir í moskum Tripolí. Þótt eystri helmingur landsins sé nú á valdi uppreisnarmanna óttast þeir að varnir þeirra séu of veikar og öryggissveitir Gaddafis geti náð byggðunum á sitt vald að nýju. Barack Obama, forseti Bandaríkj- anna, ræddi í gær við leiðtoga Bret- lands, Frakklands og Ítalíu um hvernig bregðast ætti við blóðsút- hellingunum í Líbíu. Stjórnvöld í Bretlandi og Frakklandi skoruðu á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja refsiaðgerðir gegn stjórn Gaddafis, svo sem ferðabann og frystingu eigna. Bretar og Frakkar beita sér einnig fyrir því að Gaddafi og helstu samstarfsmenn hans verði dregnir fyrir Alþjóðasakamáladóm- stólinn sem dæmir í málum manna sem sakaðir eru um alvarlega glæpi gegn mannkyninu, svo sem hópmorð og stríðsglæpi. Bandarískir embættismenn sögð- ust ekki útiloka nein úrræði til að binda enda á blóðsúthellingarnar. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins lagði þó áherslu á að ekki mætti stefna lífi útlendinga í Líbíu í hættu og skírskotaði til þess að hugsanlegt er að stuðningsmenn Gaddafis svari refsiaðgerðum með því að ráðast á útlendinga sem hafa ekki getað forðað sér frá Líbíu. Stjórnvöld á Vestur- löndum hafa sætt gagn- rýni fyrir hversu seint hefur gengið að flytja tugi þúsunda útlendinga frá Líbíu. Her Ítalíu bjó sig í gær undir að bjarga Ítölum, sem urðu inn- lyksa á olíusvæði í suðaustanverðri Líbíu. Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlants- hafsbandalagsins, ræddi mál- ið við ráðherra ríkja Evrópu- sambandsins og bauð aðstoð bandalagsins við flutningana. Óttast að þúsundir liggi í valnum  Mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna fordæmir fjöldamorð í Líbíu  Dauðasveitir Gaddafis skutu á fólk fyrir utan moskur í höfuðborginni til að koma í veg fyrir mótmæli eftir föstudagsbænir Vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að leir- gos í stærsta leireldfjalli heims haldi líklega áfram í 26 ár til viðbótar, að sögn fréttavefjar breska ríkis- útvarpsins, BBC. Um 50.000 manns hafa misst heimili sitt vegna leirgossins sem hófst á Austur-Jövu í Indó- nesíu í maí 2006. Þegar gosið náði hámarki spjó það 180.000 rúmmetr- um af leir á degi hverjum, eða sem samsvarar 50 sund- laugum sem eru gjaldgengar á ólympíuleikum. Leirinn hefur flætt yfir íbúðarhús, skóla og ræktarland á sjö ferkílómetra svæði. BBC hefur eftir einum vísindamannanna, Richard Davies, jarðfræðingi við Durham-háskóla, að þetta sé í fyrsta skipti sem hægt hafi verið að meta hversu lengi leirgosið geti staðið. Matið er meðal annars byggt á niðurstöðum fjögurra ára rannsóknar á því hversu mikill aur streymir úr eldfjallinu. Rakið til borunar Vísindamenn hafa lengi deilt um orsök leirgossins, hvort það hafi hafist vegna borholu á svæðinu eða vegna jarðskjálfta, sem mældist 6,3 stig á Richters- kvarða og varð nokkrum dögum áður en gosið hófst. Báðar tilgáturnar voru ræddar á ráðstefnu jarðvís- indamanna í Suður-Afríku árið 2008. Meirihluti vís- indamannanna á ráðstefnunni, eða 42 af 74, taldi að rekja mætti leirgosið til borholunnar fremur en jarð- skjálftans. „Komið hafa fram margar vísbendingar sem sýna að borun olli gosinu,“ sagði Davies. Fyrirtæki sem boraði eftir olíu á svæðinu samþykkti árið 2008 að greiða 13.000 fjölskyldum, sem misstu heimili sitt, skaðabætur. Fyrirtækið viðurkenndi þó ekki að borunin væri eina orsök leirgossins. Davies sagði að gosið væri rakið til vatns í svo- nefndum veiti, jarðlagi sem vatn rennur tiltölulega greitt um og er 2,5-3,5 kílómetra undir yfirborði fjalls- ins. Vatnið færi upp um borholuna og í gegnum aurlag áður en það gysi upp á yfirborðið í gegnum gosop. Skýrt er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í tímarit- inu Journal of the Geological Society. bogi@mbl.is Telja líklegt að leirgosið standi í 26 ár til viðbótar  Borhola olli gosi sem hefur valdið mikilli eyðileggingu Á kafi Aur hefur streymt upp úr gíg eldstöðvar við bæ- inn Sidoarjo í Indónesíu og fært í kaf nálæg þorp. Reuters FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Mannréttinda- samtökin Am- nesty Inter- national saka Sameinuðu þjóð- irnar og Afríku- sambandið um að bregðast íbúum Líbíu. Samtökin gagnrýna viðbrögð öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hvetja það til að grípa til afdráttar- lausra aðgerða. Afríku- sambandið er einnig gagn- rýnt fyrir að hafa ekki kallað saman friðar- og öryggisráð sitt til að ræða fjöldamorðin og mann- réttindabrotin í Líbíu. Mannréttindaráð SÞ samþykkti í gær að hefja rannsókn á mann- réttindabrotunum og lagði til að allsherjarþing SÞ vísaði Líbíu úr ráðinu. Líbía var kosin í Mannrétt- indaráðið í maí á liðnu ári með 155 atkvæðum af 192 á allsherjarþingi SÞ. Kosið er í ráðið til þriggja ára í senn og ríkjum, sem eiga sæti í ráðinu, ber að uppfylla „ýtrustu kröfur“ um verndun mannréttinda. Segja SÞ bregðast íbúunum LÍBÍU VÍSAÐ ÚR MANNRÉTTINDARÁÐI SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA? Stjórnarand- stæðingur á bæn í Benghazi. Happdrætti húsnæðisfélagsins SEM útdráttur 24. febrúar 2011 Ferðavinningur frá Heimsferðum, verðmæti 200.000 kr. Vinninga ber að vitja innan árs. Upplýsingasími 588 7470 og á heimasíðu SEM.is Þökkum ómetanlegan stuðning. Birt án ábyrgðar. Ferðavinningar frá Heimsferðum, verðmæti 100.000 kr. 2851 3471 12404 12965 13087 13446 14131 19751 21058 23689 26587 31421 33008 34838 36979 37299 38209 41660 42383 47695 49688 54601 55174 55204 55628 58701 64798 69328 71079 71307 71327 71921 78472 79435 81140 83479 85352 90232 91283 91707 91728 96863 99011 102760 107051 108169 109683 109716 114807 115783 118362 118708 120430 123679 124762 125109 128078 129489 130250 132010 25 613 689 1444 2624 4188 4242 6073 7006 7109 7221 8478 9745 10616 10821 11236 11370 12427 14930 15202 15249 15357 15891 16610 17133 17260 18197 18485 19475 19630 20324 20427 20754 21623 22213 23016 23265 25091 25140 25412 25543 25681 25989 27251 27914 28016 29236 29518 30130 30360 30850 31595 32574 33227 33665 34181 35895 35925 36595 36602 36924 37263 37294 38345 38778 38925 40247 40577 40595 40761 40792 40899 41707 42103 42408 42467 42613 43757 43788 44136 44388 45993 46066 46242 46534 46656 48070 48086 48332 50455 50802 51041 51246 51677 52094 53487 54398 54917 56278 58458 59110 59282 61588 63386 63771 65545 67463 68600 68880 70702 70995 71174 71373 72807 74094 74133 74735 74735 74799 76211 77009 78128 78288 78820 79098 79347 80183 80859 81393 83520 84302 84681 84851 85436 85526 85840 86281 86349 87077 87504 87505 87618 88326 88398 88435 88546 88551 89062 89507 89742 89857 90299 91428 92231 93263 95290 95326 97316 98613 100661 100798 100808 101033 101399 101520 102982 103323 103337 103692 104471 104990 106925 106936 107160 107430 107481 107775 107844 108518 108738 110311 113838 114747 115494 115584 116482 116512 117322 117370 117581 118005 118285 119463 120395 120605 122023 122569 123379 123400 124066 124865 124924 125142 125961 126439 127100 127733 127951 128181 129379 129666 129882 129918 131737

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.