Morgunblaðið - 26.02.2011, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011
Núna, þegar Ísland er í kastljósi
erlendis á ný vegna Icesave, finnst
mér eðlilegt að utanríkisráðuneytið
komi á framfæri t.d. enskri þýðingu
á yfirlýsingu forsetans á heimasíð-
um sendiráðanna.
Varðandi Icesave segja heimasíð-
ur sendiráðanna að Ísland muni
„standa við alþjóðlegar skuldbind-
ingar sínar“, þ.e.a.s. borga Icesave-
kröfur Breta og Hollendinga. Ekki
eitt einasta orð um ákvörðun forseta
eða yfirlýsingu hans eða komandi
þjóðaratkvæðagreiðslu!
Ég nefni þetta vegna skrifa
Svenska Dagbladets um ákvörðun
forsetans og þess áhuga sem lýsir
sér í athugasemdum lesenda blaðs-
ins. Eflaust fara margir inn á vefsíðu
íslenska sendiráðsins í Stokkhólmi,
Kaupmannahöfn og London, en á
heimasíðum íslenskra sendiráða
grúfir myrkur eins og í draugahúsi
um málið.
Er ekki utanríkisráðuneytið ein af
stofnunum íslenska lýðveldisins? Er
ekki forsetinn einn af æðstu emb-
ættismönnum íslenska lýðveldisins?
Það ætti að vera sjálfsögð krafa að
utanríkisráðuneytið birti upplýs-
ingar um ákvörðun forseta á heima-
síðum sendiráða Íslands og geri yf-
irlýsingu hans sem finnst í enskri
þýðingu aðgengilega fyrir niðurhal
þeirra sem þess óska.
Ekki á íslenska lýðveldið að þurfa
að treysta bloggurum erlendis til að
halda upp upplýsingastarfsemi, sem
utanríkisráðuneytið fær borgað fyr-
ir en gerir ekki?
GÚSTAF ADOLF SKÚLASON,
Svíþjóð,
Utanríkisráðu-
neytið vanrækir
lýðveldisbundna
upplýsinga-
skyldu sína
Frá Gústaf Adolf Skúlasyni
Að missa atvinnuna
er erfitt. Þær þús-
undir Íslendinga sem
orðið hafa fyrir því á
síðustu tveimur til
þremur árum vita að
neikvæðar afleiðingar
atvinnuleysis eru ekki
eingöngu fjárhags-
legar heldur einnig
sálrænar og fé-
lagslegar. Eitt af því
versta sem hægt er að
gera þegar fólk lendir í þeirri að-
stöðu að missa vinnuna er að loka
sig af félagslega, fólk getur orðið
skugginn af sjálfu sér. Mörg dæmi
eru um það. Þeir sem eru án vinnu
þurfa þar af leiðandi markvisst að
viðhalda félagslegri virkni. Til þess
að sporna við andlegu niðurbroti
einstaklinga sem misst hafa vinn-
una var verkefnið Félagsvinir at-
vinnuleitenda sett á laggirnar í lok
árs 2009. Verkefninu er ætlað að
virkja og styrkja atvinnuleitendur í
starfsleit sinni, unnið er á ein-
staklingsgrunni þar sem maður á
mann aðferðin er notuð. Mark-
miðin eru að vinna gegn niðurbroti,
stækka tengslanet og auka mögu-
leika til starfa. Lögð er áhersla á
aukna félagslega virkni þátttak-
enda og aðgengi þeirra að upplýs-
ingum um úrræði sem eru í boði
fyrir atvinnuleitendur. Virkni á
meðan á atvinnuleit stendur eykur
sjálfstraust og vellíðan
sem gerir það að
verkum að fólk er
tilbúið að mæta til
starfa þegar kallið
kemur.
Ókeypis námskeið
Félagsvinir atvinnu-
leitenda byggja á
þriggja mánaða sam-
bandi tveggja ein-
staklinga þar sem
annar leiðir sam-
bandið (sjálfboðaliði)
en hinn þiggur leið-
sögn (atvinnuleitandi). Sá sem leið-
ir sambandið fær sér að kostn-
aðarlausu 28 stunda námskeið sem
ætlað er að styrkja viðkomandi
fyrir komandi félagsvinasamband.
Markmið námskeiðsins er að þátt-
takendur geri sér grein fyrir þeirri
ábyrgð og skyldum sem fylgja því
að vera félagsvinur. Þeir geti leið-
beint öðrum atvinnuleitendum í
starfsleit, hafi þekkingu á rétt-
indum, skyldum og úrræðum sem
eru í boði fyrir atvinnuleitendur.
Einnig er lagt mikið upp úr því að
þátttakendur auki sjálfstraust sitt
og fái ferska sýn á eigin getu og
hæfileika sem styrkir þá sjálfa í at-
vinnuleitinni. Næsta námskeið fyr-
ir sjálfboðaliða hefst 10. mars
næstkomandi. Þeir atvinnuleit-
endur sem óska eftir félagsvini fá
tveggja stunda undirbúnings-
námskeið áður en þeir eru tengdir
við sjálfboðaliða þar sem farið er
yfir hugmyndafræði verkefnisins,
markmiðssetningar og gerð vinnu-
áætlunar. Næstu námskeið fyrir
atvinnuleitendur verða 28. febrúar,
9. mars og 15. mars, hægt er að
skrá sig á námskeið á heimasíðu
Rauða krossins www.raudikross-
inn.is.
Persónulegur árangur
Verkefnið er krefjandi að því
leyti að mikil áhersla er lögð á að
fólk nái persónulegum árangri en
einnig er lögð áhersla á að fólk
upplifi og njóti þess sem tilveran
hefur upp á að bjóða – þrátt fyrir
bága efnahagslega stöðu og marga
erfiða daga. Ávinningur atvinnu-
leitenda er að hann fær stuðning
til að koma hugmyndum sínum í
framkvæmd, ræðir málin í trúnaði,
fær ferska sýn á aðstæður sínar,
eflir sjálfstraust sitt og sjálfsmynd,
fær leiðbeiningar um þau úrræði
sem í boði eru, getur komið auga á
ný og spennandi tækifæri og eykur
atvinnumöguleika sína. Þeir sem
hafa áhuga á að vita meira um
verkefnið eða einfaldlega ræða sín
mál á opinskáan hátt í hópi ein-
staklinga í sömu stöðu eru boðnir
að koma í Rauðakrosshúsið í Borg-
artúni 25 á milli 13 og 16 alla virka
daga. Þar er alltaf heitt á könn-
unni.
Eftir Fjólu
Einarsdóttur
» Þúsundir manna eru
án atvinnu, líðan
þeirra á þessum óvissu-
tímum er mikið
áhyggjuefni. Félagsvin-
um atvinnuleitenda er
ætlað að styrkja þá.
Fjóla
Einarsdóttir
Höfndur er verkefnisstjóri
Félagsvina atvinnuleitenda.
Gleymum ekki líðan
atvinnuleitenda
Glæsilegar íbúðir við
Lækjarbrún í Hveragerði
Íbúðirnar eru einstaklega vel staðsettar í faðmi náttúrunnar og íbúar
þeirra hafa aðgang að margvíslegri þjónustu Heilsustofnunar Náttúru-
lækningafélags Íslands. Kaupendur gerast sjálfkrafa aðilar að þjón-
ustusamningi við HNLFÍ sem veitir aðgang að viðamikilli þjónustu
Heilsustofnunarinnar gegn greiðslu mánaðarlegs grunngjalds.
Kaupendur gerast aðilar að þjónustusamningi við HNLFÍ og greiða fyrir
hann á mánuði sem hér segir, kr. 14.600 fyrir einstakling en kr. 21.600
fyrir hjón (bundið NVT des.'10).
Innifalið í þjónustusamningnum er:
· Öryggishnappur
· Eftirlit næturvarðar
· Brunaviðvörunarkerfi
· Hirðing lóðar
· Skipulagðar daglegar gönguferðir
· Aðgangur að baðhúsi HNLFÍ
· Aðgangur að tækjasal HNLFÍ
· Aðgangur að bókasafni HNLFÍ
· Aðgangur að innra starfi og fræðslu HNLFÍ
Sérkjör íbúa húsanna að:
· Matsal HNLFÍ
· Heilsuböð/leirböð og partanudd
· Viðtöl við íþróttafræðinga
· Viðtöl við næringarráðgjafa
Önnur þjónusta í boði:
· Ræsting og þvottur
· Heimsending máltíða
· Snyrti- og hárgreiðslustofa
· Heilsuvöruverslun
Austurmörk 4,
Hveragerði,
www.byrfasteign.is
sími 483 5800
Soffía Theodórsdóttir,
löggiltur fasteignasali
Skipholti 29a
Sími 530 6500
www.heimili.is
HÆÐARGARÐUR – OPIÐ HÚS SUN. KL. 15-16
Á morgun, sunnudag, er opið hús í Hæðargarði 29 – íbúð fyrir
eldri borgara. Eignin er á efstu hæð í lyftuhúsi og er um 110 fm
að stærð. Tvö svefnherbergi og stofur. Stórbrotið útsýni til
suðurs, vesturs og norðurs. Íbúð getur verið laus strax. Mikil
þjónusta í boði fyrir eldri borgara.
Opið hús á morgun milli kl. 15 og 16, verið velkomin.
Félagsheimilið Festi til sölu
Víkurbraut 58 ehf auglýsir fasteignina Víkurbraut 58, Grindavík (Félagsheimilið Festi),
til sölu í því ástandi sem fasteignin er.
Markmiðið með sölu fasteignarinnar er að húsið nýtist á sem fjölbreytilegastan máta fyrir samfélagið í Grindavík. Gert er ráð fyrir að
samkomusalur verði áfram til staðar.
Áhugasamir kaupendur eru beðnir að skila inn hugmyndum og tilboðum til Róberts Ragnarssonar, bæjarstjóra, Víkurbraut 62, merkt
Festi, í síðasta lagi fimmtudaginn 11. mars nk. kl. 12:00.
Í kjölfarið mun stjórn Víkurbrautar 58 ehf. funda með hverjum tilboðsaðila fyrir sig þar sem þeir eru beðnir að leggja fram hugmyndir
sínar um uppbyggingu Víkurbrautar 58 og hvernig fjármögnun framkvæmda verði háttað. Á grundvelli þeirra hugmynda og
tilboðsverðs verður tekin ákvörðun um hvaða tilboði verður tekið. Jafnframt áskilur stjórn Víkurbrautar 58 ehf sér rétt til þess að
hafna öllum tilboðum.
Nánari upplýsingar gefur bæjarstjóri í síma 420 1100 eða á robert@grindavik.is
Morgunblaðið birtir alla út-
gáfudaga aðsendar umræðu-
greinar frá lesendum. Blaðið
áskilur sér rétt til að hafna
greinum, stytta texta í samráði
við höfunda og ákveða hvort
grein birtist í umræðunni eða í
bréfum til blaðsins.
Blaðið birtir ekki greinar, sem
eru skrifaðar fyrst og fremst til
að kynna starfsemi einstakra
stofnana, fyrirtækja eða samtaka
eða til að kynna viðburði, svo
sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Formið má
m.a. finna undir Morgunblaðs-
hausnum efst t.h. á forsíðu
mbl.is. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við grein-
um sem sendar eru í tölvupósti
og greinar sem sendar eru á
aðra miðla eru ekki birtar.
Í fyrsta skipti sem formið er
notað þarf notandinn að nýskrá
sig inn í kerfið, en næst þegar
kerfið er notað er nóg að slá inn
netfang og lykilorð og er þá not-
andasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt en boðið er
upp á birtingu lengri greina á
vefnum.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttaka aðsendra greina
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is