Morgunblaðið - 26.02.2011, Síða 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011
✝ ArnbjörgHalldórsdóttir
var fædd á Gunn-
arsstöðum í Þist-
ilfirði 4. febrúar
1922. Hún lést 19.
febrúar 2011. Hún
var dóttir
hjónanna Þuríðar
Árnadóttur frá
Gunnarsstöðum
og Halldórs Óla-
sonar frá Brekku í
Hvalvatnsfirði. Arnbjörg var
elst sjö systkina, yngri eru Óli,
d. 1987, Árni, d. 1997, Halldóra,
búsett í Hafnarfirði, Guðný, bú-
sett í Mývatnssveit, Gunnar, bú-
settur á Þórshöfn, og Brynhild-
ur, búsett á Þórshöfn.
Arnbjörg giftist 22. sept-
ember 1941 Höskuldi Guðlaugs-
syni, f. 1911, d. 1999, frá Bárð-
artjörn í Grýtubakkahreppi.
Börn þeirra eru 1) Haraldur, f.
1942, kvæntur Sigrúnu Að-
alsteinsdóttur frá Flögu í Hörg-
árdal, þau eiga
fimm börn og 10
barnabörn. 2) Guð-
laugur, f. 1945,
kvæntur Nönnu
Helgadóttur frá
Litlu-Brekku í
Saurbæ í Dalasýslu,
d. 1986. 3) Óli
Gunnar, f. 1949,
ókvæntur. 4) Hall-
dór Sigurbjörn, f.
1957, kvæntur Ja-
nette Sue Old frá Nýja-
Sjálandi, þau eiga þrjá syni.
Hann á eina dóttur frá fyrri
sambúð.
Arnbjörg og Höskuldur
reistu nýbýlið Réttarholt úr
landi Bárðartjarnar 1947, þar
bjó hún til ársins 2004 er hún
flutti á dvalarheimilið Grenil-
und á Grenivík.
Arnbjörg verður jarðsungin
frá Grenivíkurkirkju í dag, 26.
febrúar 2011, og hefst athöfnin
kl. 14.
Það er erfitt að velja ein-
ungis nokkrar minningar fram
yfir aðrar þegar af svo mörgu er
að taka. Mér detta í hug garð-
veislur með kökum, snakki og
sóda-stream, hlaðin kaffiborð
með blárósóttum dúk og bollas-
telli í stíl og þá kenndirðu mér að
leggja rétt á borð, kenndir mér
að þekkja blóm og fugla og gera
risastóra blómvendi sem við
Auður fengum að velja og setja
saman alveg að eigin höfði. Að
ógleymdum saumaskap, yndis-
legar stundir í eldhúsinu þar
sem við sátum með handavinnu
og hlustuðum á morgunsöguna á
„gufunni“ meðan afi lagði kapal.
En þú kenndir mér ekki bara
handavinnu og garðrækt, kvöld-
sögur og mátt vináttu heldur
líka ýmislegt í matargerð s.s. að
steikja lummur og kleinur, sultu-
gerð og hvernig frambærilegt
smurbrauð á að líta út. Þú
kenndir mér líka að það má vel
nýta afganga með góðu móti,
enda var það engin tilviljun að
þriggja-diska-súpan fékk sína
nafngift. Ég man líka eftir því
þegar ég sá saltkjöt lagt í pækil í
fyrsta sinn, þá stakk ég trýninu
ofan í bala og spurði hvað þú
værir að gera og þú sagðir: „Já
Heiða mín, nú skalt þú fylgjast
með og læra því það er vissara
að einhver geti tekið við af mér
þegar ég get þetta ekki lengur,“
og þetta tók ég mjög bókstaflega
og varð miður mín þegar ég átt-
aði mig á nokkrum dögum
seinna að ég mundi ekki upp-
skriftina. Þú varst ákaflega sjálf-
stæð og fannst best að gera hlut-
ina sjálf þó að þú þæðir alltaf
hjálp frá okkur krökkunum, þess
vegna kom það frekar flatt upp á
mig einhverju sinni sem þú ætl-
aðir með okkur Auði upp í
brekkur að tína ber, með fangið
fullt af fötum og ílátum, að þú
skyldir ekki þiggja það þegar ég
ætlaði að létta þér þína byrði og
sagði: „Amma, ég skal halda á
stafnum.“ Þó að þú hafir haft
gaman af ljóðum og tónlist man
ég bara einu sinni eftir því að
hafa heyrt þig syngja enda sagð-
ir þú sjálf að það væri ekki þín
grein, en lést þig samt hafa það
að kenna mér lag við ljóð um lít-
ið blóm og minnir það mig alltaf
á þig og hefur það verið mér
hugleikið að undan förnu.
Blátt lítið blóm eitt er,
ber nafnið: Gleymdu ei mér.
Væri ég fleygur fugl
flygi ég til þín.
Svo mína sálu nú
sigraða hefur þú,
engu ég unna má
öðru en þér.
(Þýsk þjóðvísa.)
Að lokum langar mig að láta
fylgja með fallegt ástarljóð sem
minnir mig alltaf á ykkur afa,
ekki bara af því að afi kenndi
mér að spila lagið á munnhörpu
heldur einnig af því að mér
fannst þið samrýnd náttúrubörn.
Gott átt þú hrísla á grænum bala
glöðum að hlýða lækjarnið.
Það megið saman aldur ala
unnast og sjást og talast við.
Það slítur aldrei ykkar fundi,
indæl þig svæfa ljóðin hans.
Vekja þig æ af blíðum blundi
brennandi kossar unnustans.
Svo þegar hnígur sól til fjalla
sveigir þú niður limarnar
og lætur á kvöldin laufblöð falla
í lækinn honum til ununar.
Hvíslar þá lækjar bláa buna
og blossandi kyssir laufið þitt.
„Þig skal ég ætíð, ætíð muna
ástríka, blíða hjartað mitt.“
(Páll Ólafsson.)
Já, amma, þú ert litla bláa
blómið sem aldrei gleymist og
ykkur afa skal ég ætíð, ætíð
muna.
Þín,
Álfheiður.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku amma, takk fyrir allt.
Takk fyrir allan tímann sem þú
gafst mér og allt sem þú kenndir
mér, lestur og handavinna eru
þar trúlega efst á blaði. Eins og
stundum vill verða sá ég ekki
alltaf hvað væri heppilegur tími
til framkvæmda, eins og þegar
ég var að læra að sauma kross-
saum og hljóp fram í þvottahús
til þín eftir hverja umferð og
spurði „á þetta að vera svona?“
en þú varst að kalóna vambir og
gast aðeins sagt til en ekki tekið
á neinu ef þurfti að laga. Og dag-
arnir þegar við sátum saman
uppi við póstkassa og biðum eftir
fari, þú eftir Sæunni í Nesi til að
fara í vinnuna á frystihúsinu og
ég eftir skólabílnum, þá kenndir
þú mér að þekkja nöfnin á hnjúk-
unum í réttri röð og hvað lands-
lagið hét í hringum okkur. Við
áttum líka margar góðar stundir
í eldhúsinu að undirbúa sauma-
klúbb, jólaboð, sjóða niður tóm-
ata eða annað húllum hæ sem
gaman var fyrir lítið stelpuskott
að taka þátt í. Ég man líka hvað
mér þótti mikil upphefð í því að
vera hjá þér og aðstoða þig þeg-
ar þú varst að jafna þig eftir
hnjáaðgerðirnar, það jafnaðist á
við húsó að vera í eldhúsinu hjá
þér og læra að gera alvöruheim-
ilismat og handavinnu. Það voru
mér einnig ómetanlegar stundir
símtölin sem við áttum á laug-
ardagsmorgnum þegar við vor-
um sín á hvoru landshorni að
elda mjólkurgraut og ræddum
um það sem á dagana hefði drifið
síðan síðast.
Elsku amma, þó að draumur-
inn þinn um að verða kennari
hafi ekki náð að rætast hjá þér
eru óteljandi hlutir sem þú
kenndir okkur systkinum og
hugsjónir þínar komast áfram
með okkur. Ég sé það alltaf bet-
ur og betur þvílík forréttindi það
eru að fá að alast upp með eldri
kynslóðum og geta rætt málin
við þá sem eldri eru og hafa ann-
að sjónarhorn. Ég kveð þig með
þessari vísu sem þú gafst mér
einu sinni þegar ég var lítil og
hef reynt að hafa sem leiðarljós í
lífinu. Takk fyrir allt.
Trúðu á tvennt í heimi
tign sem æðsta ber:
Guð í alheimsgeimi,
Guð í sjálfum þér.
(Steingr. Thorsteinsson.)
Þuríður.
Í bernsku minni var Adda
frænka mér frekar ókunnug.
Hún var stóra systir hennar
mömmu og hafði flutt ung í sveit-
ina hans afa Halldórs með unn-
usta sínum, í sveit sem var á þess
tíma mælikvarða langt í burtu
frá minni sveit. Bæði hún og for-
eldrar mínir voru bundin við bú-
störf svo ferðalög á milli sýslna
voru síður en svo daglegt brauð.
Ég var því orðin um tvítugt þeg-
ar ég loksins kynntist henni fyrir
alvöru. Eftir að Adda og Hösk-
uldur bóndi hennar höfðu dregið
saman umsvifin í búskapnum
komu þau nokkur sumur á æsku-
slóðir hennar í Þistilfirðinum og
heimsóttu Binnu systur og þá
uppgötvaði ég loksins þessa önd-
vegismanneskju. Enn betur
kynntumst við eftir að ég og son-
ur minn settumst að í nokkur ár
á Akureyri. Regla komst þá á
sunnudagsbíltúra í Réttarholt,
réttarferðir og berjaferðir. Það
var ekki í kot vísað á heimili
frænku þó að húsakynnin væru
ekki stór, þar voru alltaf hlýjar
móttökur og margt spjallað.
Adda frænka var nefnilega haf-
sjór af fróðleik, víðlesin og minn-
ug þó að hún væri „bara“ bónda-
kona í sveit. Sérstaklega var
henni auðvelt að leggja á minnið
vísur og ljóð og átti það svo sem
til að setja saman vísur sjálf. En
hún tranaði sér ekki fram í þeim
efnum frekar en öðrum. Hún var
dugleg og velvirk, myndar bú-
kona og nýtti hverja einustu
stund til gagns. Ef hún átti lausa
stund var sest við hannyrðir sem
var hennar aðaláhugamál. Þeir
voru margir hnyklarnir sem hún
prjónaði upp til agna um ævina í
fallegar flíkur, mörgum til
gagns. Ekki má gleyma garð-
ræktinni og alúð hennar við
gróðurinn og naut móðir mín
meðal annarra eljusemi hennar í
þeim efnum. Menn og málleys-
ingjar nutu svo sannarlega góðs
frá Öddu frænku og henni var
umhugað um velferð náungans.
Mest breiddi hún sig þó yfir sína
nánustu, synina, barnabörnin og
fjölskyldur þeirra og þau eiga öll
eftir að njóta góðs af lífsviðhorfi
hennar og leiðbeiningum í fram-
tíðinni. Adda var góð og gegn ís-
lensk alþýðukona í bestu mein-
ingu þeirrar lýsingar. Við
leiðarlok er samferðin þökkuð og
samúðarkveðjur sendar til ást-
vina. Gott er að ylja sér við allar
minningarnar og muna sérstak-
lega hennar jákvæða viðhorf til
lífsins og framsýnina. Það er gott
veganesti fyrir okkur öll.
Blessuð sé minning Öddu í
Réttarholti.
Þuríður Vilhjálmsdóttir.
Arnbjörg
Halldórsdóttir
✝ Sigrún Sig-urjónsdóttir
var fædd í Kálfholti
í Ásahreppi 9. maí
1923. Hún lést á
Hjúkrunar- og
dvalarheimilinu
Lundi á Hellu á
Rangárvöllum 10.
febrúar 2011. For-
eldrar hennar voru
Sigurjón Sigurðs-
son frá Bjálmholti í
Holtum og Ágústa Ólafsdóttir
frá Austvaðsholti á Landi. Hún
var elst fjögurra systkina, þau
eru Guðrún Sigurjónsdóttir, f.
18.6. 1924, Hermann Sig-
urjónsson, f. 9.9. 1929, og Hjalti
Sigurjónsson, f. 29.4. 1931.
Þegar Sigrún var fimm ára
gömul flutti hún að Raftholti
með foreldrum sínum sem hófu
þar búskap 1928 og
ólst þar upp. Síðan
sótti hún vinnu til
Reykjavíkur og
vann meðal annars
lengi hjá Andrési
Andréssyni klæð-
skera. Árið 1968
fór hún í Sjúkra-
liðaskólann og lauk
þaðan námi. Vann
eftir það við Borg-
arspítalann í Foss-
vogi þar til starfsævi lauk. Í
Reykjavík átti hún fyrst heimili
á Hrefnugötu 4 og síðar á Laug-
arnesvegi 64. Síðustu átta ár
ævinnar bjó hún á Dvalarheim-
ilinu Lundi á Hellu.
Útför Sigrúnar fer fram frá
Marteinstungukirkju í Holtum í
dag, 26. febrúar 2011, og hefst
athöfnin kl. 14.
Ég vil með þessum orðum
minnast elskulegrar frænku
minnar.
Sigrún Sigurjónsdóttir var
fædd í Kálfholti í Ásahreppi.
Hún var fyrsta barn hjónanna
Sigurjóns Sigurðarsonar og
Ágústu Ólafsdóttur. Sigrún
flutti árið 1928 að Raftholti í
Holtum ásamt foreldrum sínum
og systur Guðrúnu og þar
fæddust bræður hennar, Her-
mann og Hjalti. Sigrún átti sitt
heimili í Raftholti fram yfir fer-
tugt, þá flutti hún til Reykja-
víkur og starfaði þar sem
sjúkraliði á Borgarspítalanum.
Þegar ég var lítill drengur í
sveit í Raftholti var Sigrún mér
sem önnur móðir. Henni þótti
ég ansi horaður og til að bæta
úr því gaf hún mér mjólkur-
hristing á kvöldin búinn til úr
Royal súkkulaðibúðingsdufti og
þótti mér það mikið gott. Sig-
rún var glettin, ákveðin og
hjálpsöm svo af bar. Þegar eitt-
hvað bjátaði á þá var hún kom-
in til að rétta hjálparhönd, allt
þar til að hún veiktist. Sigrún
frænka greindist með Alzheim-
er sjúkdóminn fyrir áttrætt og
var síðustu árin á dvalarheim-
ilinu Lundi á Hellu. Fyrst eftir
að hún kom þangað var hún
enn í sjúkraliðahlutverkinu og
var að hjálpa öðru heimilisfólki.
Það var sárt þegar hún hætti
að þekkja fólkið sitt. Ég kveð
elsku frænku mína og þakka
henni samfylgdina og alla
hlýjuna.
Sigurjón Ársælsson.
Í dag kveðjum við elsku Sig-
rúnu frænku okkar.
Við systkinin eigum margar
og góðar minningar um Sig-
rúnu sem við geymum í huga
okkar alla tíð. Hún var frænka
sem alltaf var hægt að treysta
á og leita til. Alltaf var pláss
fyrir okkur í litlu íbúðinni
hennar hvort sem um lengri
eða skemmri tíma var að ræða.
Það átti vel við um hana að þar
sem er hjartarúm er alltaf hús-
rúm.
Það var alltaf mikil tilhlökk-
un á bænum þegar við vissum
að von var á Sigrúnu. Hún
hafði endalausan tíma fyrir
okkur krakkana og alltaf til í að
spila eða gera eitthvað með
okkur. Stundum gaukaði hún
að okkur gotti eða litlum hlut
úr öðrum heimshornum því hún
hafði yndi af að ferðast.
Sigrún bjó á Lundi á Hellu
síðustu árin í góðu yfirlæti
starfsfólks heimilisins og viljum
við þakka því ágæta fólki fyrir
allt það sem gert var fyrir hana
þar.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Elsku Sigrún, hjartans þakk-
ir fyrir alla hlýjuna og um-
hyggjuna sem þú umvafðir okk-
ur alla tíð. Minning þín lifir.
Ágústa, Sigurjón,
Guðrún, Valdimar
og 0fjölskyldur.
Sigrún
Sigurjónsdóttir
Erfidrykkjur af alúð
Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju.
Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta.
S ími: 525 9930
hote lsaga@hote lsaga.is
www.hote lsaga.is HÓTEL SAGA, REYKJAVÍK
P
IP
A
R
\T
B
W
A
•
S
ÍA
✝
Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
HULDA SIGURÐARDÓTTIR,
Strikinu 2,
Garðabæ,
andaðist á deild A-6 á Landspítalanum í
Fossvogi aðfaranótt fimmtudagsins
24. febrúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Svavar Færseth,
Auður Hallgrímsdóttir, Óðinn Gunnarsson,
Steinunn Hallgrímsdóttir, Ragnar Bjarnason,
Hallgrímur Hallgrímsson, Halla Aradóttir,
Guðný Hallgrímsdóttir, Hörður Arnarsson,
Sigurður Örn Hallgrímsson, María Ósk Birgisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUÐLAUGUR Þ. JÓHANNESSON
rafvirkjameistari,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
mánudaginn 21. febrúar.
Útförin fer fram frá Laugarneskirkju þriðju-
daginn 8. mars kl. 13.00.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
María Másdóttir,
Már Guðlaugsson, Sigrún Sif Karlsdóttir,
Kristófer Másson,
Tryggvi Másson,
Þórir Guðlaugsson,
Andri Snær Þórisson,
Sævar Þór Þórisson.
✝
Yndislegi sonur okkar, bróðir, barnabarn,
frændi og vinur,
EINAR TRAUSTI SVEINSSON,
Hrafnakletti 8,
Borgarnesi,
sem varð bráðkvaddur á heimili sínu sunnu-
daginn 20. febrúar, verður jarðsunginn
laugardaginn 5. mars frá Borgarneskirkju kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Íþróttasamband
fatlaðra. Reikningur 0313-26-4397, kt. 620579-0259.
Svanhildur Karlsdóttir, Runólfur Hauksson,
Sveinn Trausti Guðmundsson,Guðný A. Jónsdóttir,
Þórður Helgi Jónsson, Sigríður Jónsdóttir,
Helga Rós Sveinsdóttir, Bjarki Kárason,
Karl Sveinsson, Margrét Lilja Árnadóttir,
Jón Ingi Þórðarson, Karen Rut Ragnarsdóttir,
Eva Lísa Sveinsdóttir,
Jósep Rósinkarsson,
Jón Þórðarson, Inga S. Ingvarsdóttir,
stjúpsystkini, frændfólk og vinir.