Morgunblaðið - 26.02.2011, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 26.02.2011, Qupperneq 34
✝ Gústaf Þor-valdsson fæddist 30. maí 1979. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að Syðra-Seli, Hrunamanna- hreppi, 15. febr- úar 2011. Foreldrar Gústafs eru Þor- valdur Jónasson f. 6. október 1954 og Agnes Böðvarsdóttir f. 11. janúar 1959. Systir Gústafs er Fjóla Dögg f. 15. nóvember 1975. Eiginmaður hennar er Ægir Garðar Gíslason f. 29. desem- ber 1975. Börn þeirra eru, Þorvaldur Elías f. 1. ágúst 1997, Gísli Garðar f. 1. maí 2000 og Agnes Ósk f. 29. nóv- ember 2005. Eftirlifandi sambýliskona Gústafs er Donata Klement- owska f. 22. september 1977. Foreldrar Do- nötu voru Adolf Klementowski f. 22. september 1946, d. 17. sept- ember 1994 og Lidia Klement- owska f. 14. júní 1954, d. 24. des- ember 1997. Systur Donötu eru, Eva Góra f. 7. september 1972, búsett í Póllandi. Bos- ana Józefik f. 11. ágúst 1976, búsett með fjölskyldu sína á Flúðum og María Skóra f. 28. ágúst 1980, búsett ásamt fjöl- skyldu á Flúðum. Börn Gúst- afs og Donötu eru, Axel Fannar f. 19. maí 2001, Pat- rik f. 14. mars 2005 og Ka- milla Rós f. 7. mars 2007. Útför Gústafs fer fram frá Hrunakirkju, Hrunamanna- hreppi, í dag, 26. febrúar 2011, og athöfnin hefst kl. 14. Elsku Gústi minn, ég trúi því varla ennþá að þú sért farinn. Á einhvern hátt finnst mér að þú eigir eftir að koma til mín og biðja mig að koma með þér því þú ætlir að sýna mér eitthvað eins og þú svo oft gerðir. Seinustu daga er ég búin að vera skoða myndir af þér og svo margar minningar hafa komið upp í huga minn. Við vorum mikið saman og þá sérstaklega sem börn og ég á svo margar góðar minningar. Við gátum brallað ýmislegt og fund- um okkur alltaf eitthvað að gera, þá sérstaklega þegar við vorum í sveitinni. Við lékum okkur í skurðum, tíndum pöddur, fórum í fjósið, busluðum í ánni, lékum okkur með dýrunum þá sérstak- lega Spora, Surtlu og Snúllu og svo margt fleira. Við gerðum líka nokkur prakkarastrik sem ég get ekki annað en brosað yfir og hlegið. Allar þessar minningar geymi ég vel og mun deila með fjölskyldu þinni og þá sérstak- lega gullmolunum þínum þeim Axel Fannari, Patrik og Kamillu Rós. Fyrir nokkru var einhver kona búin að spá því að það kæmi stór jarðskjálfti á því svæði sem ég bý og hann átti að koma um mið- nætti, ekki margir trúðu þessu en ég var í vafa, enda frekar hrædd við jarðskjálfta. Kvöldið sem jarðskjálftinn átti að koma var ég ein heima þegar þú hringdir. Þú spurðir mig hvort ég tryði þessu nokkuð með þennan jarðskjálfta, ég varð nú að viðurkenna fyrir þér að ég væri ekkert að drífa mig neitt að hátta eða fara úr úti- skónum. Við töluðum saman í dá- góðan tíma og ég gleymdi öllu um þennan jarðskjálfta. Þegar komið var að því að kveðja bentir þú mér á að mér væri nú örugglega óhætt að fara að sofa því það væri komið vel yfir tímann sem jarð- skjálftinn átti að koma. Ég er þér svo þakklát fyrir að hafa hringt þetta kvöld og haldið mér fé- lagsskap. Þú varst mér sem bróðir og ég elska þig og sakna þín. Takk fyrir allt og allt. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson.) Elsku Donata, Axel Fannar, Patrik, Kamilla Rós, Agnes, Valdi, Fjóla Dögg og fjölskylda, sorgin og söknuðurinn er mikill, ég bið góðan guð að styrkja ykk- ur á þessum erfiðum tímum. Bless, elsku Gústi, ég veit að það var vel tekið á móti þér þar sem þú ert núna. Ég mun aldrei gleyma þér og þú munt ávallt eiga sérstakan stað í hjarta mér. Sjáumst seinna. Þín frænka, Fjóla Sigrún. Elsku Gústi, þegar mamma hringdi í mig og sagði mér frétt- irnar, að þú værir farinn, þá var svar mitt: „Ekki Gústi, hann var vinur minn, mamma.“ Ég er ekki bara að missa einn af mínum bestu vinum, heldur er líka eins og ég sé að missa bróður, þú varst alltaf svo stór partur af mínu lífi, elsku vinur. Þetta er svo ósanngjarnt og svo ótímabært, þið voruð að flytja í nýja húsið ykkar og þremur dögum síðar ertu farinn, verður bráðkvaddur á æskuheimilinu þínu, það sannast að þeir deyja ungir sem Guðirnir elska. Þær eru margar minningarnar sem við eigum, enda búin að þekkjast frá fæðingu og margt sem við höfum brallað saman, að færi ég að telja allt upp þá yrðu úr margar og þykkar bækur. En það voru t.d. veiðiferðirnar, hjó- latúrarnir, leikirnir á veturna og leikirnir á sumrin þar sem Fjóla Sigrún og fleiri, sem voru í sveit- inni okkar á sumrin, tóku þátt í. Þau voru ófá dýrin sem við tókum á móti og hugsuðum um, eins og hrafninn, já og svanurinn Jónas, þetta voru stundum óvenjuleg gæludýr. Við vorum alltaf bestu vinir og vörðum hvort annað ef eitthvað var, enda var okkur líka oft strítt á að við vær- um kærustupar, en okkur var sama. Þú lékst með mér í barbie og ég fór á kaf í drulluna með þér. Við gerðum í því að pirra gelgj- urnar á bænum, Halldóru og Fjólu Dögg, þær voru með alveg svakalega unglingaveiki og dýrk- uðu okkur (eða hitt þó heldur). Og Spori gamli sem ég var alltaf svo svakalega hrædd við, þú passaðir alveg upp á að hann væri ekki nálægt þegar ég var að koma og núna eru þið vinirnir ef- laust saman. Svo liðu unglingsárin og ég man að þú varst nýkominn með bílpróf, rúntandi um á hvítu Löd- unni, sem var aðalkagginn og maður fékk alveg að prófa. Sam- skiptin minnkuðu aðeins þegar ég fór úr sveitinni, en alltaf var knúsast þegar við hittumst, enda ennþá vinir og væntumþykjan mikil og svo eins og þú hafðir orð á síðasta sumar að þá er gaman að sjá hvað börnin okkar eru miklir vinir og spurning hvort þau eigi eftir að eiga jafn frábær- ar stundir og eignast jafn frá- bærar minningar og við. Það verður skrýtið að koma í sveitina og enginn Gústi til að knúsa eða hitta lengur, en ég skal lofa þér því að börnin okkar halda áfram að leika sér og ég lofa að segja þeim sögur frá okkar æsku, nema að ég sleppi kannski verstu prakkarasögunum og þau fá að heyra, elsku Gústi, hversu miklir vinir við vorum og hversu vænt mér þótti um þig. Börnin þín eru að missa frábæran pabba og frá- bæran félaga og Donata er að missa frábæran mann og félaga. Elsku Gústi minn, ég bíð eftir að vakna af vondum draumi en sú bið verður endalaus. Við munum samt hittast einhvern tímann aft- ur og spurning hvort við getum þá rúntað aftur á Lödu sport eða tekið að okkur hrafna og svani í fóstur. Þangað til næst, knús elsku vinur, ég sakna þín. Elsku Donata, Axel Fannar, Patrik, Kamilla Rós, Agnes, Valdi, Fjóla Dögg og fjölskylda, ég sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um Gústa okkar mun alltaf lifa í mínu hjarta og okkar allra sem hann þekktu. Kristín Ásta. Í dag kveðjum við góðan dreng. Ég vildi ekki að trúa því þegar mér var sagt síðastliðið þriðju- dagskvöld að hann Gústi á Seli væri dáinn. Sú harmafregn, að ungur maður í blóma lífsins sé hrifinn á brott frá okkur svo skyndilega, er þyngri en tárum taki og lítið samfélag, eins og Flúðir, bókstaflega lamast við slíka sorgaratburði. Við Gústi kynntumst í raun ekki fyrir alvöru fyrr en um vorið 2005 eftir að ég hafði hætt störf- um hjá Gröfutækni og hann var ráðinn í staðinn. Auðvitað vissum við þó hvor af öðrum eins og gengur í litlu samfélagi eins og Hrunamannahreppi. Ég man eft- ir því þegar hann kom til mín og þakkaði mér fyrir að hafa gefið honum eftir svo góða vinnu. Frá þessu augnabliki þróaðist vinátta okkar tveggja úr því að vera kunningjar úr sömu sveit yfir í að verða perluvinir. Gústi var einn af þessum dem- öntum sem þörfnuðust ekki slíp- unar. Hverjar sem aðstæður hans voru var hann ævinlega ró- legur og yfirvegaður að eðlisfari, sem oft kom skapstyggum mér til góða, og hann hafði þann hæfi- leika að geta róað niður umhverfi sitt. Ef leikar æstust á skemmt- unum á Flúðum var hann jafnan kominn til að róa niður mann- skapinn. Oft var sagt um Gústa að hann væri svo rólegur að ef hann stykki út í læk myndi vatnið stöðvast með honum. Þá var hann góður vinur vina sinna og var alltaf til í að hjálpa vinum sín- um við tilfallandi verkefni eða vandamál, þá var Gústi mættur, boðinn og búinn að hjálpa til. Gústi var mikill veiðimaður og stundaði það áhugamál sitt við hvert tækifæri sem gafst. Síðast- liðið haust fórum við nokkrir vin- ir, í félagi við Gústa, að veiða í Tungufljóti. Ekki var aflinn mik- ill, enginn fiskur, en samveran var það sem skipti okkur vinina mestu máli. Þó mun mér eflaust verða minnisstæðust veiðiferð okkar tveggja um miðja nótt í Litlu-Laxá, vopnaðir ljóskastara og öngli uppi á miðri brú, að reyna að krækja í silunga sem við urðum varir við. Elsku Gústi minn. Þú varst tekinn frá okkur allt of fljótt. Við áttum eftir að gera svo margt saman, sem nú verður aldrei. Ég mun sakna bíltúranna okkar sem við tókum svo oft, sakna sam- ræðnanna um lífið og tilveruna, ljóðanna þinna og allra hinna hlutanna sem við gerðum og átt- um saman. Ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast Gústaf Þorvaldssyni, að hafa fengið að þekkja hann, umgangast og læra af honum. Minning hans mun lifa í hjörtum okkar sem nú syrgja lát góðs vinar. Þeim Agnesi og Valda, Donötu og börnum, Fjólu Dögg og öðrum aðstandendum Gústa, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur á sorgarstund. Hvíldu í friði, kæri vinur. Bjarki Eiríksson. Elsku Gústi okkar. Við eigum erfitt með að koma orðum að hversu sárt við munum sakna þín. Þetta ljóð mun segja allt: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem.) Elsku Donata, Axel Fannar, Patrik, Kamilla Rós, Agnes, Valdi, Fjóla Dögg og fjölskylda, megi Guð styrkja ykkur á þess- um erfiðum tímum. Minning um góðan dreng lifir. Kristrún og Sigurður (Diddi). Þriðjudaginn 15. febrúar barst okkur sú sorgarfrétt að einn úr okkar hópi hefði kvatt þennan heim. Á svona stundum vakna dýrmætar æskuminningar og með sorg í hjarta kveðjum við kæran skólabróður með sálmi Valdimars Briem, Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Við erum þakklát fyrir góða samverustund sem við bekkjar- félagarnir áttum saman síðastlið- ið sumar þar sem Gústi var á meðal okkar og enn sami ljúfling- urinn. Megi ljúfar minningar um góðan dreng lifa í hjörtum okkar allra og vera ástvinum hans styrkur og huggun. F. h. bekkjarsystkinanna úr Flúðaskóla, Ragna Guðný og Dúna Rut. Tómleiki og sorg fyllir hugann þegar ungur maður er burt kall- aður fyrirvaralaust frá konu, ungum börnum, foreldrum, syst- ur og stórum frændgarði. Gústi á Syðra-Seli var ljúfur drengur, góður vinur og ná- granni. Fjölskyldan nýflutt í nýja húsið sitt og framtíðin björt, þetta er sárara en tárum taki. Okkur hér á Efra-Seli langar að minnast hans með fallegu ljóði. Þau ljós sem skærast lýsa, þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu en brenna líka hraðast og fyrr en okkur uggir fer um þau harður bylur er dauðans dómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið loga skæra sem skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr heimi hörðum nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Donata og börn, Agnes, Valdi, Fjóla, Ægir og börn og aðrir aðstandendur, okkar inni- legustu samúðarkveðjur, góður Guð styðji ykkur og styrki. Minn- ing um góðan dreng lifir. F.h. fjölskyldunnar á Efra-Seli, Jóhanna S. Daníelsdóttir (Hanna Sigga). Þann 15. febrúar barst okkur sorgarfrétt, hann Gústi okkar hafði kvatt þetta jarðlíf. Það er erfitt að átta sig á þessu og und- anfarna daga hafa óteljandi minningar um hann komið upp í hugann. Við áttum margar góðar stundir saman á Útlaganum og það verður ekki hægt að fylla upp í skarðið sem hann skilur eftir sig þar. Gústi var einn af föstu punkt- unum á Útlaganum og ef hann var ekki mættur með kaffiboll- ann sinn þegar við mættum til vinnu spurðum við yfirleitt „kem- ur Gústi í kvöld?“ eða „hvar er Gústi?“. Alltaf var hann tilbúinn að redda því sem redda þurfti, klár í spjall og hafði frá svo mörgu að segja. Þeir eru ótelj- andi greiðarnir hans og ófáar ferðirnar sem hann fór og sótti fólk og skilaði aftur heim, alltaf með bros á vör, enda bóngóður með eindæmum. Gústi var eini starfsmaðurinn sem átti sinn eig- in kaffibolla og það var sannar- lega ekki vinsælt ef einhver tók hann til að drekka úr. Þessi bolli var líklega mest notaði bollinn í húsinu því Gústi var mikill kaffi- maður. Hrunalaug var honum kær og sótti hann oft ró þangað, sem og við veiðar í vatnsföllum sveitar- innar því sveitin okkar og náttúr- an voru honum mjög kær. Við erum öll þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast svo góð- um dreng sem Gústi var og verð- ur hans sárt saknað í okkar litla hópi. Við eigum eftir að varðveita minningarnar og gleðjast yfir að eiga þær. Við samstarfsfólkið verðum ekki þau einu sem munum sakna hans sárt á Útlaganum, gestirnir okkar munu gera það líka, bæði heimafólk og aðkomufólk. Hvíl í friði, kæri vinur. Donata, Axel Fannar, Patrik, Kamilla Rós, Agnes, Valdi, Fjóla Dögg og fjölskylda, okkar inni- legustu samúðarkveðjur til ykkar allra. F.h. samstarfsfólks og eigenda Útlagans, Flúðum, Árni Hjaltason. Elsku Gústi, Nú er komið að kveðjustund að sinni. Það setti alla hljóða þeg- ar þú varst kallaður svona snöggt í burtu. Það er sárt að sjá á eftir þér svona í blóma lífsins frá konu og ungum börnum, nýfluttur í nýtt hús en við trúum að það hafi verið tekið vel á móti þér í öðrum heimi. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Það er ekki hægt að segja í ör- fáum orðum það sem mann lang- ar til að segja og eingöngu tíminn getur mildað þessa sáru sorg sem hvílir yfir okkur öllum og við verðum að læra að lifa með. Guð blessi blíðu börnin þín og sorgir þeirra sefi. Senn vorsins sólin skærar skín þeim von og gleði gefi. (S.H.) Hvíl þú í friði. Elsku Donata, Axel, Patrik, Ka- milla, Agnes, Valdi, Fjóla og fjöl- skylda. Megi algóður Guð styrkja ykkur í sorginni. Margrét og fjölskylda Brún. Gústaf Þorvaldsson HINSTA KVEÐJA Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku pabbi okkar. Við söknum þín og munum alltaf elska þig. Axel Fannar, Patrik og Kamilla Rós. 34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VIGDÍS JÓNSDÓTTIR, Melgerði 18, Reykjavík, lést á Landspítalanum Fossvogi þriðju- daginn 22. febrúar. Harald S. Þorsteinsson, Alfa Kolbrún Þorsteinsdóttir, Ingimundur Einarsson, Þorsteinn Haraldsson, Katrín L. Benphad, Sigurður Haraldsson, Deise Luzia Dos Santos, Vigdís Haraldsdóttir, Fabio Patrizi og langömmubörnin. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, AÐALSTEINS GUÐBRANDSSONAR frá Ólafsvík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hrafnistu Reykjavík fyrir frábæra umönnun. Sigríður Aðalsteinsdóttir, Ole Dangvard Jensen, Sjöfn Aðalsteinsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir, Ævar Guðmundsson, Þórheiður Aðalsteinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.