Morgunblaðið - 26.02.2011, Side 38

Morgunblaðið - 26.02.2011, Side 38
✝ Stefán Jónssonfæddist á Ystu-Grund í Blönduhlíð 12. mars 1932. Hann lést á krabba- meinsdeild 11-E á Landspítalanum við Hringbraut 13. febrúar 2011 Foreldrar hans voru hjónin Jón Jónsson, f. 6.10. 1883, d. 2.10. 1950, og Jónína Ólafsdóttir, f. 24.6. 1889, d. 13.11. 1983. Hálfsyskini Stef- áns voru: Zophonías Gestur Jónsson, f. 21.9. 1909, d. 27.3. 1985, Guðrún Jónsdóttir, f. 4.9. 1911, d. 17.2. 2003, og Jóhann- es Jónsson, f. 6.1. 1923, d. 11.1. 1966. Stefán ólst upp með for- eldrum sínum, fyrst í Grund- arkoti og síðar í Litla-Dal. Hann fluttist síðan í Miklabæ árið 1951 og bjó þar með móð- ur sinni og Jóhannesi bróður sínum. Eftirlifandi eiginkona Stefáns er Soffía Jakobsdóttir húsfreyja, f. 1.10. 1934, hún fluttist til hans í Miklabæ árið 1954 og gengu þau í hjóna- band hinn 11.1. 1957. For- 13.9. 2009. Erna María, f. 5.9. 1989. 2) Jón Stefánsson, f. 5.5. 1958, búsettur á Borgarhóli í Blönduhlíð. 3) Kristín Sólveig Stefánsdóttir, f. 24.1. 1962, bú- sett á Akureyri, gift Sæþóri Steingrímssyni, f. 7.10. 1961. Synir þeirra eru: Arnar Þór, f. 12.5. 1983, sambýliskona Sonja Bjarnadóttir, f. 5.2. 1982. Dótt- ir þeirra: Karítas Kristín, f. 19.11. 2009. Bjarki, f. 26.7. 1992. 4) Gestur Freyr Stef- ánsson, f. 18.5. 1967, búsettur á Höskuldsstöðum í Blöndu- hlíð, sambýliskona Hjördís Anna Helgadóttir, f. 8.8. 1966. Synir þeirra: Stefán Ingi, f. 15.9. 1992, Gunnar Freyr, f. 14.3. 1996, Helgi Fannar, f. 22.2. 1999. 5) Sigríður Stefanía Stefánsdóttir, f. 11.9. 1975, bú- sett á Akureyri, sambýlis- maður Jónas Heiðdal Helga- son, f. 24.3. 1968. Dætur Stefaníu: Halldóra Hlíf, f. 12.4. 1995, Sandra Ósk, f. 9.3. 1998. Synir Jónasar: Þórólfur Helgi, f. 2.9. 1988, d. 13.3. 2010, Jó- hann Oddur, f. 30.9 1990, Vikt- or Logi, f. 28.6. 1999. 6) Jakob Sævar Stefánsson, f. 12.10. 1976, búsettur á Akureyri. Útför Stefáns fer fram í Miklabæjarkirkju í dag, 26. febrúar 2011, og hefst athöfn- in kl. 14. eldrar hennar voru Jakob Jó- hannes Einarsson, f. 9.1. 1902, d. 18.7. 1987, og Kristín Jóhanns- dóttir, f. 25.10. 1900, d. 10.9. 1965. Þau byggðu síðan nýbýlið Borgarhól í Blönduhlíð árin 1966 til 1967 og bjó Stefán þar ásamt eiginkonu sinni við bú- skap alla sína tíð. Stefán og Soffía eignuðust sex börn, þau eru: 1) Rósa María Stef- ánsdóttir, f. 25.3. 1956, búsett á Akureyri, gift Halldóri Jóns- syni, f. 8.6. 1953. Börn þeirra eru: Stefán Þór, f. 15.5. 1976. Elsa Dóra, f. 8.3. 1978, gift Andrési Skúla Vilmundarsyni, f. 17.6. 1971. Börn þeirra eru: Halldór Ingi, f. 29.4. 2000, Andri Þór, f. 19.8. 2002, Elvar Örn, f. 30.5. 2008, fyrir átti Skúli dótturina Elísu Eiri, f. 30.9. 1996. Eva Björk, f. 10.11. 1986, sambýlismaður Jón Kristján Jóhannsson, f. 4.6. 1980. Börn þeirra eru: Hákon Kári, f. 9.6. 2007, Linda Rós, f. Elsku vinur, nú er þrautum þínum lokið. Þú varst sterkur fram á síðustu stund, hönd þín var sterk eins og alltaf í okkar sambúð. Ég kveð þig með þessu ljóði sem lýsir þér best. Enginn skuggi, ekkert ský máir burtu minning þína, hún mun í vina hjörtum skína allar stundir, ung og hlý. Brosið þitt var bjart og hreint. Það var ljósblik þinnar sálar, það dró aldrei neinn á tálar, vermdi og græddi ljóst og leynt. Hvað skal segja? Orðin ein greina ei meir en hug vorn hálfan, hógvær þögnin manninn sjálfan dylur – og hans innri mein. Aðeins hljóðlát hjartans þökk streymir ljúft frá sál til sálar. Söknuð vina enginn málar, og því er stundin kveðju klökk. (Gunnar Einarsson.) Ég þakka börnum okkar og barnabörnum sem léttu okkur síðustu daga og nætur í þinni bar- áttu. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín eiginkona, Soffía Jakobsdóttir. Það er sárt að kveðja þig, pabbi minn, en um leið streyma góðu minningarnar um huga minn. Mikið verður skrýtið að koma í sveitina og þú ert ekki þar. Ég er einstaklega þakklát fyrir að hafa átt þessar góðu stundir með þér. Sveitastörfin voru þér allt og virkilega gaman að vera með þér í þeim gegnum tíðina. Þú hafðir einstakt lag á skepnum, bæði á hestum og kind- um og sagðir okkur oft frá því þegar þú þekktir allar þínar kind- ur með nafni, en við hin horfðum á þær og sáum engan mun, þetta var einstakur hæfileiki sem þér var gefinn enda elskaðir þú dýrin þín og hugsaðir vel um þau. Þú varst alltaf svo nægjusam- ur og þakklátur fyrir allt sem var gert fyrir þig, það var alveg sama hvaða lítilræði það var, alltaf þakkaðir þú mér fyrir með kossi á kinn. Þú varst mikill söngmaður og mér þótti mjög gaman að syngja með þér og á milli laga sagðir þú okkur skemmtilegar sögur. Fólk sótti í að fá að vera með þér að syngja og hafði gam- an af. Dætrum mínum reyndist þú vel og þær voru alltaf vel- komnar til ykkar, þú sagðir þær veita þér gleði og þú saknaðir þeirra alltaf þegar þær voru farn- ar heim aftur. Við verðum dugleg að rifja upp þessar minningar og geyma þær í hjörtum okkar. Síð- ustu dagana sagðir þú við mig góð og hlý orð sem ég mun geyma með mér og hugga mig við í sökn- uði mínum. Far þú í friði, faðir minn, – friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt – Guðs dýrðarhnoss þú njóta skalt. Guð blessi þig og minningu þína, elsku pabbi minn. Stefanía og fjölskylda. Elsku pabbi, mig langar að þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Minningarnar um störfin okk- ar saman í sveitinni lifa með mér ávallt og hversu stór hluti af lífi mínu þú varst. Ég verð duglegur að rifja upp þessar góðu minn- ingar og ég veit að þú verður með mér áfram og fylgist með hvort ekki sé allt í lagi eins og þú gerðir alltaf. Ég mun sakna samveru við þig en um leið ylja mér við minn- ingar um þær um ókomna tíð. Sárt mun ég þín sakna, pabbi minn. Söknuð í hjarta mínu ég finn, þú situr og syngur fallegt lag, syngur og trallar með gleðibrag. Alltaf vissir þú manna best hvort sem það var um kind eða hest. Á himnum uppi stjarna skín ég veit að það er stjarnan þín. Tárvot eru augu mín er ég hvísla: Pabbi ég sakna þín. Ég bið góðan Guð að blessa minn- ingu þína. Hvíl í friði, ég mun sakna þín sárt. Jakob Sævar Stefánsson. Elsku pabbi. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir. Við biðjum Guð að geyma þig og þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman, þær verða geymdar í hjörtum okkar. Kveðja, Rósa og fjölskylda. Elsku pabbi minn, ég sakna þín sárt og vil muna þig eins og þú varst áður en veikindi þín réð- ust á líkama þinn svo snöggt, að- eins tveir mánuðir sem þú barðist við illvígan sjúkdóm. Ég kveð þig með þessu ljóði. Ég þakka samfylgd á lífsins leið, þar lýsandi stjörnur skína. Og birtan himneska björt og heið, hún boðar náðina sína. En alfaðir blessar hvert ævinnar skeið, og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Ég veit að það verður tekið vel á móti þér af foreldrum, systk- inum, vinum og öllum skepnun- um sem þú unnir svo heitt og varst svo góður við, allir fengu nóg að borða og mikla hlýju. Ég þakka alla samverustundirnar og góðar minningar. Þinn sonur, Jón Stefánsson. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Nóttin tekur dag að deyfa, dimma færist yfir geim. Undir Blésa skröltir skeifa, skyldi hún ekki tolla heim. Ekki hafði það hvarflað að okkur að þú myndir yfirgefa þennan heim svo skjótt. Við átt- um svo margt ógert saman. Þess í stað verðum við að prjóna sjálf, það sem plönin okkar höfðu hljóðað upp á og treystum því að þú sért í nánd við okkur. Okkur þykir gott að eiga þá minningu að síðasti reiðtúrinn þinn var hér á hlaðinu hjá okkur á Höskuldsstöðum. Ein af mörgum góðu minning- unum um þig er þegar þú komst í hesthúsið til mín og ég lét þig á bak á stóðhestinum Smára í fyrsta skiptið, þá var klárinn 5 vetra. Þú hafðir á orði að þú hefð- ir aldrei sest á bak á hrossi fyrr sem hafði þennan vilja og þurfti ekki að halda í tauminn á þegar farið var af stað. Þú talaðir um að þetta minnti þig á brúna klárinn þinn, hann Sleipni, að minnsta kosti var vekurðin til staðar á báðum stöðum. Margar góðar minningar fljúga um huga okkar á þessari stundu og munum við ylja okkur við þær. Við viljum þakka þér allt sem þú varst okkur og gerðir fyr- ir okkur og strákana okkar. Þín verður sárt saknað. Við vitum að foreldrar þínir taka vel á móti þér. Hér við enda verðum grín, vegir skilja að sinni. Haltu á, vinur, heim til þín hjartans kveðju minni. Megi góður Guð geyma þig. Gestur Freyr, Hjördís Anna, Gunnar Freyr og Helgi Fannar. Elsku afi minn, rosalega finnst mér óraunverulegt að sitja hér og skrifa minningargrein um þig. Ég sem trúði því og treysti að þú myndir ná þér upp úr þessum veikindum, og datt aldrei annað í hug. Það hvarflaði ekki einu sinni að mér eina mínútu, því manstu hvað ég sagði við þig, hvað Skag- firðingar væru þrjóskir og gæf- ust aldrei upp sama hvað gengi á og þú leist á mig, fussaðir, glottir, hristir hausinn og hlóst en neit- aðir þessu að sjálfsögðu ekki, því þetta er satt. Alla frídaga sem ég átti þegar ég var yngri gat ég ekki beðið eft- ir að koma í sveitina og hjálpa til, þeim dögum mun ég aldrei gleyma. Þú varst einfaldlega þessi afi sem þótti svo vænt um afabörnin og beiðst eftir að mað- ur kæmi. Um leið og maður birt- ist í dyragættinni sagðir þú, jæja ertu þá komin heillin, þú notaðir alltaf svo hlýleg orð og mér þótti svo vænt um að heyra það og gat auðvitað ekki annað en brosað. Ófá kvöld áttum við saman uppi í fjárhúsum eftir að gjöfum og verkum lauk í húsunum sett- umst við á garðabandið á meðan við létum vatnið renna í stamp- ana í leiðinni, spjölluðum um heima og geima. Þú sagðir mér sögur frá því þú varst ungur og um gamla liðna tíma sem ég hlustaði hugfanginn á. Einnig sagðir þú mér frá skemmtilegum gangnaferðum og réttum sem þú hlakkaðir alltaf til hvert haust því það voru miklir gleðidagar sem mikill söngur fylgdi. Ég var ekki nógu gömul til að fara strax í göngur þegar þú sagðir mér þessar sögur, svo ég fór í réttir og heimasmölun til að byrja með og beið spennt og hlakkaði mikið til að fá að fara í göngur og kynnast þessu eins og þú gerðir og þetta var alveg eins og þú lýstir þessu. En nú síðustu árin komstu ekki oft í gangnakofann en í septem- ber síðastliðinn komstu og það var voða gaman að sjá þig þar taka lagið „Ó, komdu heim í dal- inn minn“ sem þú söngst einn og aðrir hlustuðu hljóðir á. Kveður í runni, kvakar í mó, kvikur þrastarsöngur; eins mig fýsir alltaf þó aftur að fara í göngur (Jónas Hallgrímsson.) Elsku afi minn, áður en sjúk- dómur þinn fór að ganga fast á þig áttum við eina viku sem ég mun aldrei gleyma og voða er ég þakklát að hafa fengið þessa viku með þér og ömmu, því ég hef ekki upplifað annan eins hlátur og gleði með ykkur í svo marga daga samfleytt. Ég kom á hverjum degi til ykkar og hlakkaði voða til að koma og knúsa ykkur og alltaf varst þú jafn glaður að sjá mig eins og ég þig. Svo sagðir þú við ömmu, sko ég vissi það, mér fannst ég heyra hana koma, og brostir. Það var alltaf voða glatt á hjalla hjá okkur, ef við vorum ekki hlæjandi og það kom smá þögn þá komstu með vísu eða allt í einu byrjaðir að syngja auðvitað eins og þú varst nú oft vanur, ég og amma litum hissa á hvor aðra og hlógum þessi voða ósköp og svo hættir þú að syngja því þú gast ekki annað en hlegið með. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Elsku afi minn, ég kveð þig nú að sinni með miklum söknuði og bið góðan guð að geyma þig. Erna María. Stefán Jónsson  Fleiri minningargreinar um Stefán Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. 38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRIS SVEINBJÖRNSSONAR, Lyngási 3. Sveinbjörn Þórisson, María H. Ragnarsdóttir, Ásdís Þórisdóttir, Páll Theodórsson, Ásþór Þórisson, Brandi Carlson, Gunnar Þórisson, Alessa Baumann, Sigurður Ernir Þórisson, Hjörtur Jóhannsson, Þórunn Elva Halldórsdóttir, Steinar Már Þórisson, Elín María Þorvarðardóttir, Þóra Eygló Sigurðardóttir, Kristvin Ómar Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, stjúpföður, tengdaföður, afa og langafa, BJÖRNS JÓHANNESSONAR frá Laugavöllum, Leynisbraut 34, Akranesi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi fyrir góða umönnun. Guðrún Gísladóttir, Gísli Björnsson, Kristín Hallsdóttir, Helga Björnsdóttir, Óli Öder Magnússon, Lilja Leifsdóttir, Jens Ágúst Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU BJARNADÓTTUR frá Öndverðarnesi, til heimilis að Hlíðarvegi 14, Kópavogi. Fyrir hönd fjölskyldu og ástvina, Jón Helgi Guðmundsson, Þórunn Þórðardóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Sigfinnur Þorleifsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Ingvar A. Guðnason, Björk Guðmundsdóttir, Antoníus Þ. Svavarsson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Jón Sigurmundsson, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur hlýhug og sendu samúðarkveðjur vegna fráfalls elsku- legs eiginmanns, föður, tengdaföður, stjúpföður, afa og langafa, EYSTEINS ÓSKARS EINARSSONAR bókbindara, Furugrund 70, Kópavogi. Sigríður Sörensdóttir, Úlfar Eysteinsson, Björn Eysteinsson, Bryndís Eysteinsdóttir, Hildur Eysteinsdóttir, Gunnar Jones, Ólöf Edda Eysteinsdóttir, Hulda Mary Breiðfjörð, Heiðar Pétur Breiðfjörð, Pálmar Breiðfjörð, barnabörn, barnabarnabörn og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, LEIFS SÆDAL EINARSSONAR, Heiðarhorni 6, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjúkrunarheimilisins Hlévangs og Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Oddný Guðbjörg Leifsdóttir, Björn Ólafsson, Leifur Gunnar Leifsson, Brynja Hjaltadóttir, Bryndís María Leifsdóttir, Friðrik Friðriksson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.