Morgunblaðið - 26.02.2011, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 26.02.2011, Qupperneq 41
DAGBÓK 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Sudoku Frumstig 1 3 6 6 8 9 3 1 5 4 3 7 6 8 4 6 5 3 1 7 8 4 9 5 1 8 7 9 6 6 2 7 4 5 7 8 9 2 8 3 7 3 5 9 4 7 2 2 8 5 6 5 3 7 1 3 4 5 2 3 6 4 2 9 8 8 7 5 2 5 4 9 1 6 8 5 2 8 6 9 4 1 3 7 7 6 3 1 8 5 2 9 4 9 1 4 3 7 2 6 5 8 8 5 6 9 2 1 7 4 3 4 3 1 5 6 7 8 2 9 2 7 9 8 4 3 5 1 6 6 8 5 4 1 9 3 7 2 1 9 2 7 3 8 4 6 5 3 4 7 2 5 6 9 8 1 5 4 7 6 8 3 9 1 2 1 6 9 5 4 2 7 3 8 3 2 8 7 1 9 5 6 4 7 5 6 4 9 8 1 2 3 9 1 3 2 6 7 4 8 5 4 8 2 1 3 5 6 7 9 8 7 4 9 2 1 3 5 6 2 9 1 3 5 6 8 4 7 6 3 5 8 7 4 2 9 1 9 3 6 4 1 7 5 2 8 4 5 2 8 3 9 7 1 6 1 7 8 2 6 5 4 3 9 8 6 7 9 4 1 2 5 3 2 1 4 5 8 3 6 9 7 3 9 5 6 7 2 8 4 1 5 8 1 7 9 4 3 6 2 7 2 9 3 5 6 1 8 4 6 4 3 1 2 8 9 7 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 26. febrúar, 57. dagur ársins 2011 Orð dagsins: Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga, haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá að mæla svik. (1Pt. 3, 10.) Víkverji má til með að mæla meðkvikmyndinni Black Swan fyrir þá lesendur sem ekki hafa séð hana nú þegar. Þetta er ein af þessum myndum sem eiginlega er nauðsynleg að sjá á breiðtjaldi til að upplifunin sé sem sterkust, enda er hún ægifögur en jafnframt afar óhugnanleg og mjög áhrifarík. Eitthvað hefur borið á því að sumir telji að myndin muni ekki höfða til sín vegna þess að klassískur ballet er þar í forgrunni. Þetta er hinsvegar misskilningur, Black Swan fjallar ekki um ballet, heldur um sjúklega full- komnunaráráttu og sjálfseyðingarhvöt þar sem balletinn er aðeins rammi. x x x Natalie Portman lagði mikið á siglíkamlega fyrir þessa mynd, í viðtölum hefur hún líst því hvernig hún var við það að gefast upp eftir þrot- lausar æfingar klukkustundum saman á hverjum degi í marga mánuði. Í æfingaferlinu missti hún 10 kíló, og hefur þó alla tíð verið nett, enda sést berlega í myndinni að hún er nán- ast orðin flatbrjósta, rifbeinin á henni stingast út í balletbúningin og hand- leggirnir eru eins og tannstönglar. Enda glímir persóna hennar myndinni við átröskun og er m.a. sýnd kasta vilj- andi upp. x x x Í ljósi þessa fannst Víkverja kald-hæðnislegt að lesa um það á ís- lenskri vefsíðu að balletæfingar væru nú „heitasti kúrinn“ og „nýjasta æðið“ vegna þess hversu „frábærlega“ Na- talie Portman líti út í Black Swan. Portman er fögur kona, en það geislar sannarlega meira af henni í myndum þar sem líkami hennar er í heilbrigð- ara formi. x x x Talandi um heilbrigða líkama þá máVíkverji til með lofa veðrið sem ríkt hefur suðvestanlands að síðustu. daga Um daginn fór Víkverji í sólbað í sundi, um svipað leyti og fyrstu vor- laukarnir komu upp og mun lóan kom- in. Ekki er þó laust við að Víkverji hafi áhyggjur af páskahretinu, sem væri víst til að drepa þetta nýja líf í fæðingu. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 margmenni, 8 þýði, 9 milda, 10 spils, 11 fýsn, 13 illa, 15 sæti, 18 slagi, 21 umfram, 22 fáni, 23 mynnið, 24 nirfill. Lóðrétt | 2 truntu, 3 hæð, 4 gufa, 5 beri, 6 málmur, 7 ílát, 12 álít, 14 rengi, 15 róa, 16 hugaða, 17 lagfærir, 18 óhreint vatn, 19 hrekk, 20 innandyra. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlunk, 4 flesk, 7 móður, 8 önnin, 9 nær, 11 aura, 13 hríð, 14 gunga, 15 þorn, 17 lost, 20 urt, 22 gáfan, 23 útför, 24 rimma, 25 afans. Lóðrétt: 1 humma, 2 urðar, 3 korn, 4 fjör, 5 einir, 6 kynið, 10 ærnar, 12 agn, 13 hal, 15 þægur, 16 refum, 18 offra, 19 tarfs, 20 unna, 21 túla. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 Bg4 5. cxd5 cxd5 6. Rc3 e6 7. Db3 Db6 8. Dxb6 axb6 9. Re5 Bb4 10. Bb5+ Ke7 11. Bd2 Ha5 12. a4 Bd6 13. f4 h5 14. Hc1 Ha8 15. h3 Bf5 16. g3 Ra6 17. Ke2 Rc7 18. Bd3 Bxd3+ 19. Kxd3 Hac8 20. Hhg1 Ra6 21. Rb5 Bxe5 22. fxe5 Re4 23. g4 hxg4 24. hxg4 Hh2 25. Bc3 Staðan kom upp í Skákþingi Reykja- víkur, Kornax-mótinu, sem lauk fyrir skömmu í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur. Þór Valtýsson (2031) hafði svart gegn Erni Jóhannssyni (1940). 25… Hxc3+! og hvítur gafst upp enda mát í næsta leik. Í byrjun næsta mánaðar verður mikið um að vera í ís- lensku skáklífi, síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga fer fram dagana 4. og 5. mars og í framhaldi af því verður al- þjóðlega MP Reykjavíkurskákmótið haldið, sjá nánar á www.skak.is. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Góðar fréttir og slæmar. Norður ♠ÁD7 ♥42 ♦ÁD64 ♣G983 Vestur Austur ♠K832 ♠6 ♥K105 ♥G987 ♦73 ♦G10852 ♣10654 ♣D72 Suður ♠G10954 ♥ÁD63 ♦K9 ♣ÁK Suður spilar 6♠. „Ég færi góðar fréttir og slæmar,“ hefði skýrandinn Ron heitinn And- erson sagt ef hann væri enn við hljóð- nemann að lýsa: „Góðu fréttirnar eru þær að ♠K liggur fyrir svíningu í vest- ur, slæmu fréttirnar að kóngurinn er fjórði.“ Þegar við bætist að ♥K er líka í vestur á eftir ♥Á-D virðist sem slemm- an hljóti að tapast. Japanskur spilari, Yoshiyuku Nakamura að nafni, sýndi fram á annað í NEC-mótinu í Yoko- hama. Hann fékk út lauf. Nakamura svínaði ♠G í öðrum slag. Tók annan slag á lauf, svínaði ♠D og sá leguna. Hann trompaði næst lauf og felldi ♣D. Tók ♠Á, kóng og ás í tígli, henti hjarta í ♣G og öðru hjarta í ♦D. Vestur er nú í vanda. Hvort sem vestur trompar strax eða bíður, kemst hann ekki hjá því að spila hjarta upp í gaff- alinn. 26. febrúar 1930 Stóra bomban, grein eftir Jón- as Jónsson dómsmálaráð- herra, birtist í Tímanum. Þar var greint frá ásökunum yf- irlæknisins á Kleppi um slæma geðheilsu ráðherrans. Miklar deilur fylgdu í kjölfarið. 26. febrúar 1975 Tilkynnt var að Kristján Sveinsson augnlæknir hefði verið kjörinn heiðursborgari Reykjavíkur. Hann var þá 75 ára, hafði verið starfandi læknir í 43 ár og tók enn á móti sjúklingum á lækn- ingastofu sinni við Skólabrú. 26. febrúar 1989 Landsliðið í handknattleik sigraði í B-heimsmeist- arakeppninni í París. Á mótinu skoraði Kristján Ara- son sitt þúsundasta mark í landsleik. 26. febrúar 1994 Magnús Scheving sigraði með yfirburðum á Evrópumeist- aramóti í þolfimi. 26. febrúar 2000 Átjánda Heklugosið á sögu- legum tíma hófst kl. 18.18. Því hafði verið spáð með hálftíma fyrirvara. Gosið stóð til 8. mars. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Anna Antonsdóttir, starfsmaður á dagvistun aldr- aðra á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Hornafirði er fertug í dag. Hún ætlar að eyða deg- inum í Reykjavík en ákvörðun um hvað gera skal í tilefni dagsins hefur enn ekki verið tekin. Hún segist búast við að vinnufélagar hennar á HSSA eigi eftir að gera eitthvað fallegt fyrir hana eftir helgina. „Þeir gerðu það ekki í gær því að ég stakk bara af til Reykjavíkur!“ segir Anna og hlær. Samhliða vinnunni er Anna í fjarnámi frá Menntaskólanum á Egilsstöðum til að verða fé- lagsliði. „Ég er byrjaði bara í haust og þetta er mjög gaman, skemmti- legir kennarar og samnemendur. Við erum frá Egilsstöðum Horna- firði, Eskifirði, Vopnafirði og Húsavík til dæmis. Við sitjum hvert á sínum stað. Það er mjög skondið og gaman,“ segir Anna. Tvítugsafmælið segir Anna vera eftirminnilegasta afmælisdaginn sinn. „Þá var ég að verða móðir og þá voru allar leiðir opnar. Þá leyfðist manni allt. Eins 16 ára afmælið. Maður er alltaf að reyna að ná einhverjum áfanga. Maður er alltaf að stefna að því að ná hærra og hærra,“ segir Anna. kjartan@mbl.is Anna Antonsdóttir er fertug í dag Alltaf að ná áföngum Nýirborgarar Reykjavík Rakel Tinna fæddist 30. september kl. 10.32. Hún vó 2.965 g og var 47 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Svandís Björk Ólafs- dóttir og Haukur Björns- son. Flóðogfjara 26. febrúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 0.35 3,1 7.00 1,4 13.08 2,8 19.23 1,4 8.47 18.36 Ísafjörður 2.46 1,6 9.20 0,7 15.14 1,4 21.37 0,7 8.58 18.34 Siglufjörður 5.05 1,1 11.26 0,4 18.08 1,0 8.41 18.17 Djúpivogur 3.51 0,7 9.39 1,4 15.59 0,6 22.41 1,5 8.18 18.03 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það að vera hagsýnn felur í sér fyr- irbyggjandi ráðstafanir. Reyndu að komast að einhvers konar málamiðlun sem allir geta sætt sig við. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ef ágreiningur rís upp meðal fjöl- skyldumeðlima þarf að komast að einhverri málamiðlun. Einhver gerir þig að trún- aðarvini. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Dagurinn hentar sérstaklega vel til skemmtana. Láttu það eftir þér að fara í frí ef þú mögulega getur. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Áætlanir sem tengjast ferðalögum eða menntun eru vænlegar um þessar mundir. Ástvinir ganga fyrir ekki satt? (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það getur mikil sáluhjálp verið fólgin í því að eiga góðan trúnaðarvin. Gerðu ráð fyr- ir samræðum um framtíðarvonir og drauma. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Að hlusta er besta leiðin til að brúa bil milli þín og ástvinar. Gerðu eitthvað skapandi því það mun veita þér mikla gleði. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ástin eykur orkuna, bjartsýnina og fram- leiðnina. Láttu ekkert dreifa athyglinni eða trufla þig. Hikaðu ekki við að færa mublur úr stað eða breyta til. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Það getur verið gott að bregða út af vananum endrum og sinnum. Gamalt samtal byrjar aftur þar sem því lauk síðast. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Samskipti við yfirboðara eru ekki með besta móti. Verkefni á heimilinu gætu krafist athygli þinnar og rétt að láta þau ekki sitja á hakanum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Afstaða himintunglanna kemur þér til góða. Samúðin læknar. Veltu því fyrir þér hverju þarf að breyta og hvað þarfnast endurbóta og lagfæringar. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er nauðsynlegt að velta fyrir sér öllum hliðum þegar að fjármálunum kem- ur. Leyfðu þér að njóta þess að vera til en gættu þess þó að ganga letinni ekki á hönd. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er kominn tími til að eiga sam- skipti við fólk og skvetta úr klaufunum. Reyndu að afgreiða leiðindamál sem fyrst. Leitaðu ráðgjafar varðandi fjárfestingar og sparnað. Stjörnuspá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.