Morgunblaðið - 26.02.2011, Page 42

Morgunblaðið - 26.02.2011, Page 42
42 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ ERT KOMINN Í SAMBAND VIÐ ÞJÓNUSTUBORÐ, ÞVÍ MIÐUR ERU ALLAR LÍNUR UPPTEKNAR... HVAÐ GERUM VIÐ NÚ HRÓLFUR? VIÐ BYRJUM Á ÞVÍ AÐ FINNA FORINGJA ÞEIRRA OG SEGJA HONUM AÐ VIÐ VILJUM ÞEIM EKKERT ILLT Í ÞESSARI VIKU LÆRUM VIÐ UM BLAÐA- MENNSKU Í DAG SPURÐI KENNARINN OKKUR AÐ ÞVÍ, HVER VÆRI MUNURINN Á MORGUNBLAÐI OG SÍÐDEGISBLAÐI... ÉG SAGÐI AÐ MUNURINN VÆRI SÁ AÐ ÞEGAR MAÐUR LES SÍÐDEGISBLAÐ ÞÁ ÞURFA LJÓSIN AÐ VERA KVEIKT ÉG FÉKK EKKI SÉRLEGA GÓÐA EINKUNN GETUR ÞÚ VINSAMLEGAST BORÐAÐ Í HLJÓÐI!? GETUR ÞÚ VINSAMLEGAST GAGNRÝNT MIG Í HLJÓÐI!? VIÐ GETUM EKKI FELLT STÓRA TRÉÐ OKKAR, ÞAÐ ER SVO GAMALT OG FALLEGT EN ÞAÐ GÆTI FALLIÐ Á HÚSIÐ OKKAR Í VONDU VEÐRI STUNDUM VERÐUR MAÐUR AÐ TAKA ÁHÆTTUR Í LÍFINU ÉG NENNI EKKI AÐ RÍFAST VIÐ ÞIG. KOMDU AÐEINS MEÐ MÉR ÞETTA VAR FYRIR NEÐAN BELTIÐ ÉG VONA AÐ ÞÚ OG TRÉÐ ÞITT SOFIÐ VEL Í NÓTT PETER SETTI SENDI Á WOLVERINE HANN HLÝTUR AÐ HAFA ELT LOGAN HINGAÐ PETER LÉT MIG HAFA SENDI SVO ÉG GÆTI FUNDIÐ HANN EF SENDIRINN VIRKAR ÞÁ ÆTTI HANN AÐ VERA HÉRNA HÉRNA ER HANN! Þekkir einhver manninn? Halldór Jóhannes Egilsson frá Swan River, Manitoba, fæddur á Laxamýri S. Þing. kom til Ís- lands í tilefni Alþingishátíð- arinnar 1930, þá áttræður mað- ur. Foreldrar hans voru Sigurveig Jóhannesdóttir, f. 1832, frá Laxamýri og Egill Halldórsson, f. 1819. Halldór Egilsson (til hægri) er hér með frænda sínum. Hver er hann? Vinsamlega sendið svar til isahultqvist@hotmail.com (á ís- lensku) eða degilson@shaw.ca (á ensku). Vitni óskast Ég var að versla í Krónunni á Bíldshöfða sl. laugardag og lagði í sakleysi mínu í rúmgott stæði á bílaplaninu, enginn við hliðina á mér. Skellti mér inn að versla, þegar ég kom til baka 10 mínútum seinna var búið að keyra ut- an í bílinn og viðkomandi stunginn af. Þetta var á milli kl. 16.05 og 16.18. Ég bið vitni að hringja í síma 860-5199. Ást er… … þegar einhver á sérstakan stað í hjarta þínu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Það var fararsnið á karlinum áLaugaveginum þegar ég hitti hann. Hann sagðist vera fjórar vik- ur á Heilsustofnun NLFÍ í Hvera- gerði, hefði rétt skroppið í bæinn til að sinna útréttingum. Sérstaklega hrósaði hann vatnsleikfiminni. „Í búið,“ kvað Dagný,„ég dró mat. hvort dirfist að kalla það ómat? Það er margt semég et þó ég eti ekki ket eins og agúrkur, baunir og tómat.“ Sturla Friðriksson er skemmti- legur vísnasmiður og skáld raunar. Og eflaust er þessi limra ort að gefnu tilefni: Sú þversögn er alltaf að þjaka mig og þjáningin er alveg svakalig. Ég karpa við segg um keisarans skegg þótt karlinn sé búinn að raka sig. Jóhann S. Hannesson orti: Það er rétt gott að segja alltaf satt, en satt best, þá finnst mér það pjatt ef satt, rétt og gott eru úr sitt hverjum pott að setja þau undir einn hatt. Og hann veltir því fyrir sér, hvaðan við erum Íslendingar: Að uppruna erum við norsk, að innræti meinleg og sposk, en langt fram í ættir minna útlit og hættir á ýsu og steinbít og þorsk. Þorsteinn Erlingsson yrkir og kallar Guðsmyndina: Hægt fær enn þinn herra séð, hvernig öllu er varið, þó að guðsmynd þína með þú hafir illa farið. Kenna mun sitt mark á þér mannafaðirinn eini: stofn af vígtönn enn þar er og ögn af rófubeini. Guttormur J. Guttormsson er á öðrum nótum þegar hann yrkir um Vilhjálm Stefánsson: Eftir Vilhjálms utanför til eskimóa hvítu fólki fór að snjóa. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Við keisarans skegg Jónas Jónsson frá Hriflu varkappsamur, að hverju sem hann gekk. Eitt helsta áhugamál hans upp úr 1940 var að stofna þjóðargrafreit fyrir merkismenn á Þingvöllum, og hafði hann í huga, að ýmsir frægir Bretar eru jarð- settir í Westminster-kirkju í Lund- únum. Tókst Jónasi að sjá um, að Einar Benediktsson og Jónas Hall- grímsson væru grafnir á Þingvöll- um. Þótti Jónas raunar svo áhuga- samur um grafreitinn á Þingvöll- um, að frægðarmenn óttuðust að sögn gárunganna kviksetningu þar. Hvað sem því líður, hitti Jónas Halldór Kiljan Laxness á förnum vegi um þær mundir, er deilt var hvað harðast um grafreitinn. Sagði Jónas við Kiljan: „Þú verður graf- inn á Þingvöllum.“ Kiljan svaraði: „Já, en þú verður grafinn í Svína- hrauni.“ Í Atómstöðinni, sem kom út 1946, skopaðist Kiljan að útför Jónasar Hallgrímssonar á Þing- völlum, sem fram fór haustið 1946, um svipað leyti og Ólafur Thors gerði Keflavíkursamninginn svo- kallaða við Bandaríkjastjórn. Kall- aði hann Jónas þar „blýgráa sorg- lega manninn sem hafði gefið út blaðið“. Jónas hafði gefið út blaðið Land- vörn til stuðnings frekari varn- arsamstarfi við Bandaríkjastjórn, en því voru stalínistar eins og Kilj- an afar andvígir, eins og vænta mátti. Í Atómstöðinni beitti Kiljan sama stílbragði og oft fyrr og síð- ar, að láta eina sögu bergmála aðra og magna hana með því: Þjóðin horfði á eftir skáldinu niður í jörðina og sjálfstæðinu út í busk- ann (að dómi Kiljans). „Selja land, grafa bein.“ Því var raunar haldið fram, að líkamsleifarnar, sem jarðsettar voru á Þingvöllum haustið 1946, væru ekki af Jónasi, heldur dönsk- um bakara. Séra Bjarni Jónsson, sem talaði yfir moldum hins látna, var maður gamansamur. Á meðan á athöfninni stóð, sagði hann í hálfum hljóðum við Ágúst, son sinn: „Ætli það sé nú ekki vissara, að ég segi hér nokkur orð á dönsku.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar. Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Útfarir á Þingvöllum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.