Morgunblaðið - 26.02.2011, Side 47

Morgunblaðið - 26.02.2011, Side 47
MENNING 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2011 AF LISTUM Karl Blöndal kbl@mbl.is Åsne Seierstad sló í gegn meðbókinni Bóksalinn í Kabúlfyrir níu árum. Bókin var hlaðin lofi og viðurkenningum. Hún var þýdd á 41 tungumál, þar á meðal íslensku, og var í 44 vikur á met- sölulista The New York Times. Bók- in færði Seierstad tugi milljóna króna í tekjur. Hluta þeirra notaði hún til að fjármagna skóla í Afganist- an þar sem 600 stúlkur eru við nám. En bókin dró dilk á eftir sér. Bóksal- inn var ekki ánægður með lýsinguna á sér.    Seierstad var gestur Shah Mu-hammad Rais í fjóra mánuði. Ra- is hefir selt bækur í Afganistan í 40 ár. Hann hefur selt bækur af öllum toga og látið sig einu gilda hverjir hafa verið við völd. Í grein í Der Spiegel segir að í bókabúðinni virðist „andinn og umburðarlyndið gnæfa yfir öllum átökum milli menningar- heima“. Þrisvar var honum stungið í fangelsi vegna bókaverslunarinnar, en hann hvikaði þó hvergi frá sann- færingu sinni um að einungis fjöl- breytileiki þess, sem skrifað hefir verið, skýri heiminn, allar raddir verði að fá að heyrast. Hann kveðst selja allar bækur, allar nema eina.    Bóksalinn kom Seierstad í upp-hafi fyrir sjónir sem upplýstur maður, en þegar leið á dvölina breyttist hann í augum hennar í harðstjóra, sem kúgaði konurnar á heimilinu. Þessu kom hún rækilega til skila í bókinni. Þar breytti hún nafni bóksalans, en ekki fór á milli mála um hvern bókin fjallaði.    Auðmjúkur skrifari þessa pistilsræddi við Seierstad þegar hún kom hingað til lands árið 2003. Hún sagðist hafa verið hissa þegar Rais lagðist gegn bókinni, sakaði hana um að hafa hagrætt staðreyndum og jafnframt stefnt lífi sínu í hættu. „Hvernig gerði ég það? segðu mér það, vinsamlegast,“ svaraði hún þegar þessi fullyrðing fyrrverandi gestgjafa hennar var borin undir hana. „Ég bað hann um að segja mér það. Hann ýkir. Ég held að hjá hon- um sé þetta spurning um heiður frekar en peninga. Honum líkaði ekki bókin og er að berjast fyrir heiðri sínum og ég virði hann fyrir það. Ég tel hins vegar að í afgönsku þjóðfélagi ríki slík kúgun og grimmd að ekki sé hægt að skrifa heiðarlega bók um Afganistan þann- ig að hann verði ánægður. En bók- salinn er ekki fórnarlamb í bókinni, heldur konur, ekki sérstaklega kon- urnar í hans fjölskyldu, heldur afg- anskar konur almennt. Hann vill láta lýsa Afganistan sem nútímalegu landi, en það er ekki raunin. Afgan- istan er ekki nútímalegt land.“    Deila Rais og Seierstad stendurenn yfir. Á hverjum degi þarf Seierstad að fást við þetta mál. Rais hefur rekið baráttu sína með öllum ráðum, veitt viðtöl, gefið út dæmi- sögu á bók og nú er dómsmál í upp- siglingu í Noregi. Bókin hefur haft mikil áhrif á líf Rais. Fjölskylda hans er sundruð. Eiginkonur hans, dætur og tveir synir fóru frá Kabúl. Fyrri eiginkonan býr í Kanada ásamt börnum, önnur eiginkonan í Noregi, einnig ásamt börnum. aðeins tveir synir eru í Kabúl. Rais segir að við- brögðin hafi verið hastarleg þegar bókin kom út á dari. Hótanir dundu á fjölskyldunni. Margir skilja ekki hvers vegna hann hafi ekki hefnt sín á henni með eigin hendi. Rais lítur hins vegar á sig sem hófsaman músl- íma og vill leita réttar síns eftir leið- um hennar menningar. Þannig vill hann afmá smánina, bæði vegna þess, sem hann kallar lygar, og að hún skyldi opinbera líf fjölskyld- unnar og „misnota gestrisni mína“. Eins og segir í Der Spiegel er það al- varlegasta ásökunin því að gestrisn- in er samkvæmt óskráðum siðalög- málum pastúna eitt af mikilvægustu siðalögmálunum. Engum má vísa á dyr, en gestur má heldur ekki skaða gestgjafa sinn með neinum hætti.    Þegar er einn dómur fallinn.Seierstad og forlagi hennar var gert að greiða Suraiu Rais, annarri eiginkonu bóksalans, 31 þúsund evr- ur fyrir brot gegn friðhelgi einkalífs hennar í þremur tilvikum. Lögmað- ur fjölskyldunnar segir að hún sé öll tilbúin að stefna blaðamanninum.    Seierstad kveðst engu hafa log-ið í bókinni. Í greininni í Der Spiegel kveðst hún stundum hafa velt því fyrir sér hvort heimur henn- ar og hans geti ekki farið saman, en vill ekki trúa því. Og hún segist enn kunna að meta hann: „Afganistan þarf á fólki eins og honum að halda.“ Enn deilt um bóksalann í Kabúl Morgunblaðið/Þorkell Langvinn deila Norski blaðamað- urinn Åsne Seierstad á enn í deilum við bóksalann í Kabúl tæpum níu ár- um eftir að bókin um hann kom út. »Ég tel hins vegarað í afgönsku þjóð- félagi ríki slík kúgun og grimmd að ekki sé hægt að skrifa heiðarlega bók um Afganistan þannig að hann verði ánægður. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn ARKITEKTÚR HÖNNUN • LISTIR MIÐLUN • TÍZKA ALÞJÓÐLEGT FAGNÁM Barcelona • Madrid Firenze • Milano Roma • Torino • Venezia Glasgow • London New York MÖGNUÐ HASARSPENNUMYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF! THE MECHANIC KL. 5.50 - 8 - 10.10 16 THE MECHANIC LÚXUS KL. 8 - 10.10 16 HOW DO YOU KNOW KL. 5.20 - 8 - 10.35 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 1 (700 kr) - 3.20 - 5.40 - 8 L THE EAGLE KL 10.30 16 JUST GO WITH IT KL. 1 (700 kr) - 3.20 - 5.30 - 8 - 10.30 L BLACK SWAN LÚXUS KL. 3 - 5.30 16 GULLIVER´S TRAVEL 3D KL. 1 (950 kr) - 3.10 L ALFA OG OMEGA 3D KL. 1 (950 kr) - 3.10 L SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5% 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS T.V. - KVIKMYNDIR.IS -H.S.S.,MBL T.V. - KVIKMYNDIR.IS-H.H., MBL -H.V.A., FBL HOW DO YOU KNOW KL. 5.25 - 8 - 10.35 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 3 (700 kr) - 5.30 - 8 L 127 HOURS KL. 3.40 (700 kr) - 5.50 - 8 - 10.10 12 BLACK SWAN KL. 3 (700 kr) - 5.30 - 8 - 10.30 16 THE FIGHTER KL. 3 (700 kr) - 10.30 14 GLERAUGU SELD SÉR HOW DO YOU KNOW KL. 8 - 10.10 L BIG MOMMA´S HOUSE KL. 3.40 (900) - 5.50 - 8 L JUST GO WITH IT KL. 10.10 L SÚÐBYRÐINGUR, SAGA BÁTS KL. 6 L ALFA OG OMEGA 3D KL. 4 (600 kr) L GILDIR Á ALLAR SÝNINGAR MERKTAR MEÐ RAUÐUTilboð í bíó THE MECHANIC Sýnd kl. 6, 8 og 10:10 TRUE GRIT Sýnd kl. 5:50, 8 og 10:25 BIG MOMMA’S HOUSE 3 Sýnd kl. 2 (700kr), 3:40 og 5:50 JUST GO WITH IT Sýnd kl. 8 og 10:25 ALFA OG ÓMEGA Sýnd kl. 2 (700kr) og 4 ísl. tal MÚMÍNÁLFARNIR - 3D Sýnd kl. 2 (950kr) og 4:10 ísl. tal Stundum þarf maður stelpu, til að ná stelpunni SPRENGHLÆGILEG GAMANMYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF HHH „Myndin hin besta skemmtun sem hentar öllum aldurshópum“ -H.H. - MBL LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.