Morgunblaðið - 26.02.2011, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 26.02.2011, Qupperneq 52
Bikarúrslitaleikir karla og kvenna í handknattleik fara fram í Laugardals- höllinni í dag. Fram og Valur mætast í kvennaflokki klukkan 13.30 og Akur- eyri og Valur í karlaflokki klukkan 16. Ívar Benediktsson skrifar um úrslita- liðin fjögur í íþróttablað Morgun- blaðsins í dag og vegur og metur möguleika þeirra en útlit er fyrir afar tvísýna leiki. »2-3 Bikarúrslitaleikirnir í Laugardalshöllinni LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 57. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Lesbíum gert að fylla út umsóknir 2. Hættir eftir 40 ára starf 3. 26% treysta íslenska hernum 4. Fyrrverandi Hildar með partí  Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave verður haldin í fjórða sinn á Grundarfirði 4.-6. mars. Aldrei hafa jafnmargar íslenskar myndir keppt til verðlauna og í ár. »46 Northern Wave haldin í fjórða sinn  Möguleikhúsið sýnir barna- leikritið Alli Nalli og tunglið í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í dag kl. 14. Leikritið hlaut tilnefningu til Grímunnar sem barnasýning árs- ins 2009. Leikstjóri er Pétur Eggerz, tónlist eftir Kristján Guðjónsson og leikmynd og búningar eftir Messíönu Tómasdóttur. Leikarar eru Alda Arn- ardóttir og Anna B. Baldursdóttir. Alli Nalli og tunglið sýnt í Gerðubergi  Kvikmyndasafnið sýnir fyrri hluta kvikmyndar Sergeis Eisenteins um Ívan grimma, fyrsta keisara Rúss- lands, í dag kl. 16 í Bæjarbíói, Hafn- arfirði. Seinni hlutinn verður sýndur 1. og 5. mars. Um myndina segir að hún hafi verið síð- asta og stórbrotn- asta verk Eisensteins en ófullgert. Verkið hafi verið hugsað sem þríleikur en þó hafi að- eins tveir hlutar þess litið dagsins ljós. Ívan grimmi Eisen- steins í Bæjarbíói FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Heldur hægari en í gær, en áfram él sunnan- og vestantil. Hiti 0 til 5 stig, en víða vægt frost inn til landsins. Á sunnudag Vestan og suðvestan 5-13 með éljum, en bjartviðri austantil. Hiti kringum frostmark, en víða vægt frost inn til landsins. Á mánudag Sunnan 10-18 og rigning, einkum sunnan- og vestantil. Hægari suðvestanátt með skúrum eða éljum seinnipartinn. Hiti 1 til 6 stig. Grindvíkingar unnu lang- þráðan sigur í gærkvöld þeg- ar þeir lögðu Hamar að velli, 87:76, í úrvalsdeild karla í körfubolta. Helgi Jónas Guðfinnsson og Nick Bradford léku með þeim á ný. ÍR styrkti stöðu sína verulega með sigri á Stjörnunni og Marcus Walker tryggði KR sig- ur gegn Tindastóli á Sauðárkróki. »4 Loksins unnu Grindvíkingar Jósef Kristinn Jósefsson, knatt- spyrnumaður frá Grindavík, skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Cher- nomorets Burgas frá Búlgaríu. Þeir búlgörsku ætluðu að skoða liðsfélaga hans, Gilles Mbang Ondo, og fengu upptökur af leikj- um Grindvík- inga, en hrifust þá af þessum 21 árs gamla bakverði og buðu honum til sín til æf- inga. »1 Ætluðu að skoða Ondo en fundu Jósef Kristin Pétur Blöndal pebl@mbl.is Dansarinn Steve Lorenz er kom- inn aftur á fullt og stígur á svið á frumsýningu Íslenska dansflokks- ins á Sinnum þrír í Borgarleikhús- inu um næstu helgi. Hann varð sem kunnugt er fyrir slysi á æfingu föstudaginn 21. janúar síðastliðinn og var hon- um haldið sofandi í fimm daga. Hann lýsir reynslu sinni í ítarlegu viðtali í Sunnudagsmogganum í dag. Útskrifaður á tveim dögum Þar kemur meðal annars fram að það hafi einungis tekið hann tvo daga að jafna sig á spítalanum eft- ir að hann komst til meðvitundar og þá var hann útskrifaður. Viku síðar var hann byrjaður á æfing- um, en það leið ekki svo langur tími áður en hann lagði leið sína í leikhúsið. „Ég og Hjördís Lilja [Örnólfs- dóttir] vildum segja vinum okkar í dansflokknum að við ættum von á barni og þetta var fullkomið augnablik til þess. Það er áætlað að það komi í heiminn 8. ágúst.“ Steve fer með stórt hlutverk í verkinu Grossstadtsafari eftir Jo Strömgren, norskan danshöfund, á frumsýningunni á föstudag. Stórborgarumferð á sviðinu „Þetta er stórborgarfrum- skógur með mikilli umferð, það er enginn sérstakur söguþráður, eins og algengt er í dansverkum, held- ur er það mjög líkamlegt, umferð- in á sviðinu eins og í stórborgum á borð við New York og Tókýó þar sem dansararnir æða fram og til baka og skapa þann kraft og flæði sem stórborgin hefur að geyma.“ Og þó að hann hafi komist aft- ur til heilsu, er hann ekki alveg búinn að hrista áfallið af sér. „Þetta verk er mjög líkamlegt og venjulega höndla ég slíka þolraun mjög vel en núna líður mér stund- um eins og reykingamanni því ég verð strax móður. En ég er fljótur að jafna mig. Líkamlega heilsan er góð, en þetta tók tíma af því að ég fékk lungnabólgu sem ég þurfti að takast á við.“ Steve hefur hlotið margar til- nefningar til Grímunnar sem besti dansari í karlhlutverki og samdi dansverkið Images árið 2007. Morgunblaðið/Kristinn Neistaflug Dansararnir Steve Lorenz og Hjördís Lilja Örnólfsdóttir brugðu á leik á æfingu með Íslenska dansflokknum í gær. Steve Lorenz hefur jafnað sig að fullu eftir alvarlegt slys á æfingu hjá Íslenska dansflokknum Beðið eftir frumsýningu á dansverki og frumburðinum Steve Lorenz hefur í ágúst verið dansari hjá Íslenska dans- flokknum í átta ár. Hann byrjaði sextán ára að æfa dans, en keppti áður í karate og er lærður íþróttakennari. Hann segir að það geti verið vandi að fá stráka til að æfa dans. „Við erum enn að glíma við fordóma, að strákar sem dansa hljóti að vera gay,“ segir hann. „Það er leiðinlegt því við erum með námskeið fyrir stráka, för- um í skóla og kennum nokkur spor og þar eru sumir með mikla hæfileika en þora ekki að byrja að æfa því það þykir stelpulegt. Og þetta er ekki einu sinni ball- ett, langt í frá, heldur dans!“ Glímum enn við fordóma ERFITT AÐ FÁ STRÁKA TIL AÐ ÆFA DANS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.