Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 7
Rómaskattur og páfatíund
Páfahöllin í Avignon í Frakklandi, reist á stjórnarárum Benedikts XII (1334—1342). Avignon í
Frakklandi var aðseturpáfa á tímabilinu 1309—1377.
ásamt kirkjum og klaustrum væru eign Péturs
postula og hinnar rómversku kirkju og lytu
lögum þeirra.*1 Péturspeningur minnir þannig á
lénsskatt, sem greiddur var á miðöldum, en á
þessu tvennu var þó fræðilegur munur. Þegar
Jóhann landlausi gaf upp ríki sitt og geröist
lendur maður páfa (1213), þurfti hann að
greiða sérstakan lénsskatt, sem var föst upp-
hæð árlega, jafnframt því sem Pétursþeningur
var áfram sendur suður til Rómar. Jóhann tald-
ist þannig bæði lendur maður Péturs postula
og páfans, og þurfti hvor að fá sitt, joó að páf-
inn liti að öðru leyti á sjálfan sig sem eftir-
mann postulans hér á jörð. Páfi hafði ýmsar
tekjur frá mörgum löndum álfunnar, t.d. þókn-
un fyrir að heita einstaklingum og stofnunum
sérstakri vernd og ágóða fyrsta árs af kirkju-
lénum, sem hann hafði veitingarvald yfir (á
lat. annata eða fructus primi anni). En Péturs-
peningur í eiginlegum skilningi var til lengdar
einungis greiddur frá Englandi, Norðurlöndum
og ef til vill Póllandi.9
Rómaskattur á íslandi
Hvenær fóru íslendingar að gjalda páfa skatt? í
fyrstu mætti ætla, að þeir hefðu gert það um
svipað leyti og Norðmenn, því að kirkjan á ís-
landi var undir erkibiskupsstólnum í Niðarósi.
En í íslenskum heimildum frá þjóðveldisölci er
hvergi minnst einu orði á Péturspening eða
Rómaskatt, eftir því sem næst verður komist. í
fyrrnefndri skattheimtubók páfastóls frá 1192
eru biskupsstólarnir á Islandi, í Færeyjum og á
Grænlandi ekki nefndir, þegar skýrt er frá
greiöslu Péturspenings úr Niðarósserkibisk-
upsdæmi. Nöfnum þessara biskupsstóla var
ekki bætt inn í handrit bókarinnar fyrr en á
seinna helmingi 13. aldar.1"
Péturspeningur var leikmannaskattur, og
enginn gat lagt hann á landsmenn nema Joeir
vilclu það sjálfir. Ákvöröun konungs og
norskra höfðingja hafði ekkert lagagildi á ís-
lancli á síðari hluta 12. aldar, þó að erkibisk-
upsstóllinn væri einn og hinn sami. hetta átti
við um önnur lönci í erkibiskupsdæminu, eins
5
L