Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 6

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 6
Gunnar F. Guðmundsson Rómaskattur og páfatíund kristinrétti Arna biskups Þorlákssonar frá 1275 segir orðrétt: Hver krístinn maður er og skyldugur að vera hlýðinn við páfann að Rúmi og fyrír því skal hver maður, sá sem má, gjalda Rúmaskatt, einn penning taldait, ogfá presti í hendurfyr- ir páskir fpáskaj, eða pað annað sem fyrir x menn gjaldist álnar virði. Það fé skal hafa hinn belgi Pétur in Roma. En hver sem það lýkur eigi og hefir hannföng til og svo sá sem við tekur og leynir þar nokkuru af þá er hvortveggi ípáfans hanni' Skattur þessi bar ýmis önnur heiti að fornu eins og Rómatollur, Péturspeningur, Pétursfé, Péturstollur og naglar.’ Hér á eftir verða notuð jöfnum höndum oröin Péturspeningur og Rómaskattur, eftir því sem heimildir gefa til- efni til. Enn fremur verður fjallað um annars konar skatt, sem einnig gekk undir ýmsum heitum, en var venjulega nefndur Jórsalatíund eða páfatíund. Upphaf Rómaskatts Talið er, að Offa II, konungur af Merkíu á Englandi (757—796?), hafi fyrstur greitt Róma- skatt, og átti féð að renna til fátæklinga og kirkna í Róm. Eftir daga hans héldu greiðslur áfram, en voru stopular, þangað til Vilhjálmur af Normandí kom til sögunnar. Árið 1066 stýrði hann sigursælum her til Englands og lagði það undir sig. Þegar liann hafði tryggt völd sín í landinu, kom hann Rómaskatti I fast horf, enda átti hann páfa þökk að gjakla fyrir stuðning við leiðangurinn. Danir höfðu áður fylgt fordæmi Englendinga, líklega snemma á 11. öld, þegar ríki þeirra á Englandi stóð veikt og þeir þurftu á stuðningi kirkju og páfa að halda. Þessar tvær þjóðir voru fyrstar til að játa páfa Rómaskatti.’ Sú kenning hefur komið fram, að Norð- menn hafi eins og Danir kynnst Rómaskatti hjá Englendingum.' En flestir fræðimenn munu nú vera sammála um, aö það hafi verið Nikulás Breakspear, kardínáli og sérlegur full- trúi páfa, sem kom honum á, um sama leyti og stofnaður var erkibiskupsstóll í Niðarósi 1152 (eða 1153). Ef grannt er skoöaö, fer þetta varla á milli mála, því að í konungseiði Magn- úsar Erlingssonar 1163 (eða 1164) segir orð- rétt, að hann muni „halda sig við það, sem Hadríanus ákvarðaði um Péturspening og önnur málefni ríkis og kirkju, þegar hann var legáti í Noregi“3 Heimildir benda einnig til, að kardínálinn hafi fengiö Svía til að samþykkja skattinn, þegar hann hélt með þeim fund í Linköping 1153.6 Rétt er að taka fram, að Féturspeningur var skattur, sem lagður var á leikmenn, og þess vegna náði hann ekki fram að ganga nema þeir samþykktu hann sjálfir ásamt konungi sínum. En hvers vegna féllust þeir á þessar nýju álögur bæði í Noregi og Svíþjóð? Ein skýringin gæti verið sú, að þeir hefðu talið sér það skylt fyrir að fá erkibiskupsstól í heima- landið. Annað má nefna, sem hefur verið trú- uðum mönnum mikils virði. í bréfi til konungs og höfðingja Svía 1154 komst páfi svo að orði, að hann væri sannarlega ekki aö hugsa um eigin hag, þegar hann krefði þá um Péturs- pening, heldur sálarheill þeirra, og hét hann þeim að gera sitt ýtrasta til að þeir fengju að launum notið verndar hins sæla Péturs post- ula.7 Enda þótt Péturspeningur væri ekki hár skattur, eins og síðar verður vikið að, munaði um hann, þegar saman safnaðist frá mörgum löndum. En fyrst og síðast var hann táknrænn og staðfesting á því, eins og segir í skatt- heimtubók páfastóls (Liber censuum), að kon- ungur og höfðingjar, heimili þeirra og fé allt 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.