Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 61
Um hagfræöi miöaldamatnia
Skýringar
Sagnfræðingum hefur vaxið talsvert í augum
gróði eigenda af að leigja út búfé. Talað hefur
verið um „okurleigu" og „óhemjugróða" af að
hafa kúgildi á leigu á síðmiðöldum, áður en
nokkur merki eru um að leigutakar endurnýi
kúgildin."1 Endurnýjun þeirra hefur verið köll-
uð „þung kvöð, og fátæklingum erfitt eða ó-
kleift að rísa undir henni.‘“'J Eftir að hún komst
á má með sanni tala um okurleigu, en engan
veginn fyrr. Áður en smjörverð hækkaði er
nánast ráðgáta hvað hún var lág; eftir það
stendur ærleiga enn varla undir sér nema með
sérstakri heppni.
Nauðsynlegt er þó að skoða eina leið til að
koma hinum sérkennilegu búfjárleigum ís-
lendinga heim og saman við hagfræðilögmál
nútímans og íhuga hvort jarðeigendur hafi
þurft að láta búfé fylgja leigujörðum til að geta
leigt jrær. Þeir hafi j;>á tekið ágóðann inn í
landskuldinni eftir jarðirnar. Þessi skýring yrði
að ryðja út ríkjandi skoðun fræðintanna um að
búfjárleiga hafi ekki staðið í neinu sambandi
við jarðaleigu upphaflega og menn allt eins átt
búfé í leigu á annarra manna jörðum. Lög-
bækurnar, Grágás og Jónsbók, virðast pó fjalla
um j^ess konar leigu. Sagan af Þóri presti Þor-
steinssyni í Sturlungu bendir eindregið til
hennar líka. „Hann átti hundrað kúgilda á
leigustöðum og tíu lendur.‘“" Ef leigufé Þóris
ætti allt að vera á eignarjörðum hans kæmu
tólf kúgildi á hverja jörð að meðaltali, og væri
jiað dæmalaust mikið. Þá er til skrá um
útistandandi eignir Þingeyraklausturs, tímasett
lauslega um 1220 í Fornbréfasafni. Þar kemur
fram að staðurinn á fé hjá mörgum nafn-
greindum mönnum, sumt af jwí búfé. Meðal
annars á hann „að Hjálmi prest kýr fimm og
lögvöxtu með“, „að Steinþóri fimm kýr og lög-
vöxtu“.'" Eg veit ekki hvort hægt er að útiloka
að þessir menn sem höfðu búfé staðarins á
leigu hafi verið leiguliðar hans, en orðalagið á
bókhaldinu virðist sýna persónulegri leigu en
svo að jtað sé sennilegt. Loks bendir í sömu
átt dómur felldur í Hvammi í Dölum árið
1504. Hann fjallar um leiguliða sem taka fé í
fóður eða á leigu hjá öðrum en landeigend-
um, svo margt að jieir lella fé úr hor, og var
landsdrottni dæmt jxtö fóðrafé eða leigufé
sem eftir lifði."" Finnbogi Jónsson lögmaður
staðfesti dóminn á Öxarárþingi árið eftir og
Iausleg áætlun um numvexti í búljárleigum
Hvorki er reiknaö meö vanhöldum négagni af
o/0 afu röu m ga maljjá r þega r því va r slátraÖ
sagði:"7 „Nú af joví mér líst soddan aðferð
gjörð móti lögunum, að joeir sem sínum hús-
bændum eiga skuldir að lúka taka fóður og
leigja kúgildi annarra manna án sinna hús-
bænda leyfis eða samjoykkis, þeim til óbæri-
legs skaða.“ Engin leið er að skilja þessi orð ef
jxtö hefur verið ill nauðsyn jarðeigenda að
láta búfé fylgja leigujörðum. Þeirri skýringu
verður jtví að hafna.
Á hinn bóginn er auðvitað ekki þar með
sannað að búljárleiga hafi í rauninni verið
óarðbær. Kannski kostaði jiað alls ekki 120
álnir að ala upp hundrað álna kú eða sex ær.
Hafi svo verið var 10% leiga eftir fjárlagi í raun
hærri en 10%. Ef kostnaðarverð hundrað álna
kýr var til dæmis aðeins 60 álnir og leigutaki
greiddi tólf álnir á ári fyrir liana, joá var jxtð
leiga upp á 20% og gat gefið álitlégan arð.
Þetta gæti skýrt hvers vegna menn og kirkju-
stofnanir kusu að stunda búfjárleigu og risu
undir henni, en |-)að er engu að síður vitnis-
buröur um frumstæða hagfræðihugsun á okk-
ar mælikvarða og lítil áhrif markaðslögmála.
Ef búfé var ofmetið í fjárlagi og markaðslög-
mál orkuðu, átti framboð þess að aukast og
verðið að lækka smám saman. Heimildir
benda heldur í hina áttina. Frá Grágásartíma
hafa aðeins fundist fjögur dæmi um hundrað
álna kúgildi, sem varð einrátt síðar; ellefu
dæmi eru um ódýrari kúgildi en ekkert um
dýrara."K
59