Ný saga - 01.01.1993, Side 64

Ný saga - 01.01.1993, Side 64
Heimilisfólkiö á Hamraend- um í Stafholts- tungum. Á stðunni á móti ersami bœr ífrumriti Manntalsins 7910. Ættfræðifélagiö og útgáfa Manntalsins 1910 Stutt spjall við Hólmfríði Gísladóttur formann Ættfrœðifélagsins ttfrœðiáhugi hefur löngutn verið mikill á íslandi, raunar svo mikill að heita má aö hann sé landsmönnum í hlóð horinn. Altént þykir enginn maöur meö mönnmn sem ekki kann einhver deili á œttum sínum, og ek.k.i þykir spilla aö geta rak.iö sig saman við einhver stórmenni, íslensk eða erlend, lífs eöa liðin. Áhugamenn um cettfrœði hér á landi hafa með sérfélag, Ættfrœðifélagið, sem hefur það að meginmarkmiði aö efla og styrkja œttfrœöi- rannsóknir. Starfsemin ferfram meö margvís- legum hcetti, t.d. eru reglulega haldnirJ'undir um afmörkuð svið cettfrceði og sögu lands og lýðs almennt. Þá munar ek.ki minnsi um útgáfu félagsins á manntölum, sem margir þekkja og hlandast víst engum hugurum aöþar hefur verið lyft Grettistaki. Ný Saga fékk Hólmfríði Gísladóttur, formann félagsins, í stutt spjall til að frceðast firekar um félagið og vcentanlega útgáfu þess á Manntalinu 1910. llvað er Ættfrceðifélagið gamalt? Imð var stofnað árið 1945 o$> Pétur Zophanías- son var fyrsti formaðurinn. Félagið starfaði þá fram um 1960, en starfsemin lagðist svo niður um hríð. Árið 1972 var Ættfræðifélagið enclur- reist og hefur starfað af nokkrum þrótti síðan. Kom útgáfan snemma til ístarfinu? Já, strax eftir stofnunina var hafist handa við und- irbúning á útgáfu Manntalsins 1816. Þegar félagiö lognaðist út af voru komin út fjögur hefti. Eftir að félagið hafði veriö endurreist árið 1972 hófst útgáfa Manntalsins að nýju; fimmta heftiö kom út 1973, og síðasta bindið ári síðar. Þá snerum viö okkur að því að gefa út Manntalið 1801 í þremur bindum. Að því búnu var strax l'arið í Manntalið 1845, sem er einnig í þremur bindum. Þegar Manntalið 1845 lá fyrir var farið aö ræða áframhaldandi útgáfu. Jón Gíslason fyrrverandi póstfulltrúi og ættfræðingur ltafði mikinn áhuga á þvi fyrir 200 ára afmæli Reykjavíkur, að gefa út kirkjubækur Reykjavíkur, og var dálítið unnið í |wí, m.a. með styrk frá borginni. Einhvern veginn rann joetta þó út í sandinn, en gögnin eru vitanlega til og eru nú í geymslu. Það kom fljótt í ljós að lolk hafði mikinn áhuga á að gefa út Manntalið 1910, ekki síst af því að það gefur svo margar upplýsingar, sem ekki eru í öðrum manntölum. Þar eru t.d. lýs- ingar á útliti bæjarhúsa og hvort um var að ræða timburhús eða torfbæi. Á þessum tíma voru komin steinsteypuhús og er þeirra einnig getið. Má þannig sjá af manntalinu hverjir hafi verið fremstir í að byggja úr steinsteypu. í þorp- um er einnig getið um fjölda herbergja í húsum. í apríl 1988 var samþykkt að hefjast handa við joetta verk. Þá var kosin undirbúningsnefnd 62

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.