Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 35

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 35
Ráðabrngg á áulmáli hefur auðvitað orðið töluvert minni vegna fæðinga. Fæðingar voru 1706 og er fólksfækk- unin sjálf því 9.372. Rannsóknir Guðmundar sýna hins vegar að hungursneyð var ekki eina dánarorsökin, heldur létust margir af völdum sótta.19 Eru tölur Johnstones um hordauða því væntanlega nærri lagi. Fullyrðingar Johnstones um einokunar- verslunina má til sanns vegar færa.2" Með tilliti til gagna, sem Gísli Gunnarsson hefur tekið saman um tekjur og útgjöld konungs af íslandi á árunum 1743-1788, má þó deila um hvort ís- land hafi „for a long Time“ verið þung byrði á Dönum.21 Þegar skýrsla Johnstones var rituð voru Danir hins vegar að gefast upp á einok- unarversluninni og stutt í fríverslunina. Rétt er að geta þess, að skýrslur Johnsto- nes voru ekki fyrstu fregnir af ástandinu á Is- landi, sem bárust breska utanríkisráðuneytinu á tímabili móðuharðinda. hegar haustið 1783, jafnskjótt og fréttir um Skaftárelda munu hafa borist til Kaupmannahafnar, sendi breski sendiherrann Hugh Elliot þáverandi utanríkis- ráðherra Breta, Charles James Fctx, stutta skýrslu, þar sem eingöngu var sagt frá „the violent Eruption'' og „tlie dismal... Devast- ations“ sem átt höfðu sér stað á Islandi.22 í júlí 1784 bárust jtær upplýsingar til London, að ís- lendingar væru „in the most calamitous cir- cumstances".22 Loks, nokkrum dögum eftir skipun Landsnefndarinnar síðari í febrúar 1785, taldi Elliot ástæðu að tilkynna að „a number of cows“ hefðu farist í eldgosi í Heklu [sic]!21 Ekki var talin ástæða að hafa þessar fréttir á dulmáli. Aðrar fréttir frá íslandi finnast ekki í skýrslum breska sendiráðsins í Kaup- mannahöfn á árunum 1783-1785. Tilefnið Hvert var tilefni skrifa Johnstones um Island? Um tvennt virðist að ræða. Annaðlivort fékk Johnstone fyrirmæli frá breska utanríkisráðu- neytinu um að afla upplýsinga um Island eða hugmyndin var frá honum sjálfum komin. Áður en lengra er haldið, er nauðsynlegt að geta þess, að séra James var raunar sérstak- ur áhugamaður um Island. Starfsferill hans í utanríkisþjónustunni var síður en svo hans merkasta ævistarf. Samkvæmt Dictionary of National Biography, er hans öðru fremur Hekla var höfðfyrir rangri sök af sendiherra Breta í Dau- mörku, Hugh Elliot, er henni var kenndur dauði nokkurra kúa í Skaftáreldum. minnst sem „Scandinavian antiquary" eða skandínavísks fornfræðings. Hann var afkasta- mikill við útgáfustörf á fræðasviði sínu. M.a. annaðist hann útgáfur á íslenskum fornbók- menntum. Þegar hér var kornið sögu, þ.e. árið 1785, hafði hann þegar sent frá sér útgáfur á Krákuljóðum (Loðbrókarkviðu) og tveim norskum konungasögum. Útgáfa Johnstones á riti Sturlu Þórðarsonur um leiðangur Hákonar konungs Hákonarsonar gegn Skotlandi árið 1263, sem prentuð var 1782, er fagmannlega unnin. Á vinstri blaðsíðum bókarinnar birtist textinn í „the original Islandic [sic], frorn the Flateyan and Frisian MS [manuscripts]", eins og stendur á titilblaði, en hægra megin ensk þýðing Johnstones ásamt skýringum.2’ Slíkur áhugamaður um íslenskar fornbók- menntir, sem Johnstone var, hefur vart verið því mótfallinn, að íslancl kæmist undir breska stjórn. Jafnframt er ekki óhugsandi, að hann hafi notað stöðu sína í breska sendiráðinu í Kaupmannahöfn til að ýta undir slíka stefnu- mörkun. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.