Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 32

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 32
Aiiiui Agnarsdóttir Jobn Cocbrane fullyrti að Peter Anker, rœðismaður Dana í London, hefði fengið fyrirmœli um aðkanna ábuga Breta á þuí að eignast ísland. Um skýrsluna Breska utanríkisráðuneytið er talið hafa verið formlega stofnsett árið 1782. Löng hefð í milli- ríkjasamskiptum var hins vegar til staðar, sendiráð höfðu víða verið stofnuð og sendi- herrar og sendiráðsstarfsmenn skipaðir. Voru og vinnureglur í nokkuð fastmótuðu formi. M.a. var það hlutverk sendiráða að taka sam- an skýrslur um þau efni, sem breskum stjórn- völdum þóttu áhugaverð, og senda þær til London. Skýrslur þessar voru gjarnan ritaðar á dul- máli, enda algengt að þær væru sendar með venjulegum póstsamgöngum. Dulmálið var í tölustöfum eins og sést á myndinni (á bls. 29). Leyndin var slík, að á 18. öld voru joað aðeins karlmenn einnar ættar (Willes fjölskyldunnar) í Bretlandi, sem höfðu það starf með höndum að semja dulmál. Höfðu joeir aðsetur í Tlie Secret Department of the Secretaries of State. Skýrslugerðin í sendiráðunum fór þannig fram að fyrst var skrifaö uppkast. Síðan var á- kveðið hvaða efnisatriði hennar væri rétt aö hafa á dulmáli. Orðið cipher (dulmál) var ritað við þau á spassíunni. Var bréfið síðan ltrein- skrifað og umræddum málsgreinum snarað yfir í tölustafi dulmálsins. Voru skýrslurnar þá jafnframt ritaðar með mjög góðu línubili. Um leið og þær bárust utanríkisráðuneytinu voru þær sendar til the Secret Department þar sem sérstakur starfsmaður — Decypherer — réð fram úr dulmálinu og skrifaði textann í liilið milli línanna eins og ljóslega sést á myndinni af skjalinu.1 Vorti ritarar utanríkisráðuneytisins m.a. valdir með sérstöku tilliti til læsilegrar og fallegrar rithandard Að þessu loknu fékk við- takandi skýrsluna í hendur og gat ]rá loks les- ið hana. Voru útdrættir (— extracts) úr skýrsl- unum síðan oft sendir áfram til viðeigandi ráðuneyta. Allt var jretta talsverð fyrirhöfn og útskýrir e.t.v. af hverju skýrslurnar voru yfir- leitt ekki mjög langorðar á þessum tíma. Umrædd skýrsla til utanríkisráðuneytisins var sú nítjánda frá sendiráðinu í Kaupmanna- höfn árið 1785. Hún er sjö blaðsíður á lengd og að langmestu leyti skrifuð á dulmáli. Bend- ir jxtð til joess að hún hafi verið talin mikilvæg fyrir hreska utanríkishagsmuni. Sá sem liélt á pennanum var James Johnstone. Hann var vígður prestur, liafði verið ráðinn sem sendi- ráðsprestur viö breska sendiráðið í Danmörku en hafði jafnframt starfað a.m.k. frá 1779 sem ritari (secretary) sendiráðsins.6 Um sumarið 1785 var hann hækkaður í tign og útnefndur Chargé d’Affaires eða staðgengill sendiherra.7 Astæðan var sú, að hinn mikilsmetni sendi- herra Breta í Danmörku, I-Iugh Elliot, hafði fengið leyfi frá störfum sínum í Kaupmanna- höfn." Var það alvanalegt í bresku utanríkis- þjónustunni, að slík leyfi væru veitt. Elliot var lítt hrifinn af loftslaginu í Danmörku, sem hann kallaði „this Euroþean Newfoundland“.‘; Hann jojáðist af gigt og var Joví feginn að kom- ast frá Kaupmannahöfn."’ Elliot hélt sig í Bret- landi í limmtán mánuði og á meðan veitti séra James Johnstone sendiráði Breta í Kaup- mannahöfn forstöðu." Viðtakandi skýrslunnar var William Fra- ser, ráðuneytisstjóri breska utanríkisráðuneyt- isins (Under Secretary). Algengast var, að skýrslur sendiráðs væru stílaðar á sjálfan ut- anríkisráðherrann, en einnig eru mörg dæmi þess, að þær væru stílaðar á ráðuneytisstjór- ann.12 Líklega hefur Johnstone ekki haft per- sónuleg kynni af utanríkisráðherrannum, Carmarthen markgreifa. Elliot þekkti hann hins vegar vel og sendi skýrslur sínar beint til hans.11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.