Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 25

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 25
Hreinlœti íslendinga á 19■ öld á eldsneyti til að hita upp vatn. Margir virðast aðeins hafa þvegið sér um allan kroppinn fyrir stórhátíðir og stöku kirkjuferðir. Það var ágætt, svo langt sem það náði. Jól og páskar eru að- eins tvisvar á ári og ekki var farið til kirkju á hverjum sunnudegi. Guðjón Jónsson, sem fæddur var í Gufu- dalssveit árið 1870, minnist strjálla kirkjuferða frá unglingsárum. Hann segir að farið hafi ver- ið til kirkju tvisvar á ári og fyrir þær ferðir hafi menn skolað af sér skítinn.-' Einnig reyndu menn oft að jrvo sér ofurlítið fyrir kaupstaða- ferðir og gestakomur. Tæplega var þetta ó- vanalegt á þeim tírna, en þó þekktust líka dæmi um hið gagnstæða. Dr. Finnur Jónsson (f. 1865), sonur Jóns Borgfirðings, sér ástæðu til að nefna það tiltæki húsfreyjunnar að Varð- gjá í Öngulsstaðahreppi að láta hann ungan þvo sér og greiða á hverjum morgni.21 Fleiri eru þeir líka sem nefna tíðari þvotta en nokkrum sinnum á ári. Að sögn Ólafs Jóns- sonar og Þórbergs Þórðarssonar var það al- menn venja í Reykjavík á síðari hluta aldarinn- ar að karlar þvægju framan úr sér um það bil þrisvar í viku. Konurnar oftar, jafnvel daglega, og allir skoluðu reglulega af höndum sínum.2' Slíkt hefur þó eflaust af mörgum verið álitin hin mesta fordild á þessum tíma. Altént fékk Ólöf frá Hlöðum skömm í hattinn fyrir að vilja þvo sér oftar en á sunnudögum um 1860-1870. Hún mátti líka gera sér það að góðu við andlitsþvott að nugga framan úr sér með blautum lepþ. Strigahandklæði voru ekki til á heimili hennar, svo að þvotti lokn- um þurrkuðu menn sér á þurrum vaðmáls- lepp eða svuntuhorni. Sápu þekkti hún ekki heldur fyrr en fulltíða, vatnið og keytan urðu aö duga.2" Sápa og mjólk Ólöfu frá Hlöðurn fannst reyndar eftir á sem bernskuheimili hennar hefði verið óvenju menningarsnautt, og víst er um það að sápa var ekki óþekkt á íslandi á 19. öld. Flest heim- ili keyptu eitthvað af sápu og ýmsar gerðir voru til af henni. Sr. Þorkell Bjarnason segir að um 1850 hafi á alþýðuheimilum gjarnan verið keypt eitt til tvö pund af blautsápu á ári og lítið eitt af handsápu. Ilafi sápunotkunin svo aukist með tímanum.27 Verslunarskýrslur staðfesta þessi orð Þor- kels, en þó jukust kaup á sápu ekki stööugt, enda fylgdu þau efnahagsástandi og aðstæð- um á hverjum tíma. Yfirlit yfir jiau og kaup á öðrum „lúxusvörum” gefur því jafnframt nokkra rnynd af hag íslensku þjóðarinnar. Á þessum árum fjölgaði landsmönnum úr um 57 þúsund í um 70 þúsund manns.2" Það þýðir til dæmis, að árið 1872 hafi liver lands- maður getað haft um 550 gr. af sápu til afnota það árið og þá ekki eingöngu til líkamsþvotta, 1 ; 'tT f—" |gig|I 1 MOK >" 1 iPi 44 ■ ' 1 'o&xm: Sápa er til í ciag íýmsum stœröum og gerðum. Fyrrum taldist hún munað- arvamingur og var spöruð sem slík. heldur lika á allt annað sem þvegiö var með sápu. Varla telst það mikið, en fólk sparaöi sápuna. Sápan þótti líka svo merkileg aö hún var notuö til gjafa eftir kaupstaðarferðir, rétt eins og hárkambar og ýmislegt smálegt.29 Sápa var þannig nokkurs konar „lúxusvarningur”, en hún var þó ekki af öllum talin það besta til þvotta. Jónas frá Hrafnagili segir að á 19.öld hafi tilhaldsstúlkur gjarnan þvegið sér úr mjólk, mysu eða skyrblöndu.'" Átti slíkt að gefa fallegra útlit. Ein þeirra kvenna sem töldu slíkt heilagan sannleik var Margrét Sigurðar- dóttir, kona Símonar Dalaskálds. Hún „var björt í ásjónu, enda bleytti hún stundum þurrkuhorn í mjólk og strauk jrví svo yfir and- litið; hafði trú á joví, að það héldi hörundinu björtu og hreinu.”'1 Þetta var um 1900 og við- búið að íslenskar konur hafi þá almennt verið búnar aö leggja þennan sið niður. Annar siður var hins vegar lífsseigari, en hann var sá að þvo hár úr keytu. Slíkt var al- vanalegt alla 19. öld, ekki aðeins vegna þess að veriö væri að spara sápu, heldur einnig 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.