Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 44
Svanur Kristjánsson
Hvernig stendur sagnfræðin?
Fyrir réttum 20 árum kom ég heim til íslands
eftir margra ára dvöl í Bandaríkjunum til að
skrifa doktorsritgerð um íslensk stjórnmál.
Viðfangsefnið var ákveðiö í samráði við
kennara mína; ætlunin var að gera skoðana-
könnun um afstöðu kjósenda til stjórnmála-
flokka og bera saman við Norðurlönd og
Bandaríkin. Fyrir mér fór svipað og santkenn-
ara mínum í stjórnmálafræði, Ólafi Ragnari
Grímssyni; könnunina gerði ég ekki en í
staðinn fjallaði ritgerðin um íslensk stjórnmál
1916-1944, endaöi sem sagt á lýðveldisstofn-
uninni. í sinni ritgerö komst Ólafur Ragnar
hins vegar fram að fullveldisárinu, 1918.
A þeim árum vorum við tveir einu kenn-
arar í stjórnmálafræði við HÍ og gat hvorugur
talist sérfræðingur í stjórnmálum lýðveldis-
tímabilsins. Ýmsir höfðu reyndar á orði, að
við værum í rauninni ekki stjórnmálafræðing-
ar heldur sagnfræðingar. Ég lét mér þetta í
léttu rúmi liggja; gæfa íslenskra stjórnmála-
fræðinga hefur ekki síst verið sú, að enginn
— innan eða utan greinarinnar — veit hvert
starfssvið þeirra á að vera; þeir þurfa að
sanna sig af verkum sínum en ekki með titl-
um eða embættum.
Önugt þótti mér samt að þurfa að ganga í
verk, sem ég taldi að íslenskir sagnfræðingar
ættu að vinna, svo sem sögu stjórnmálaflokka
og hagsmunasamtaka. Seinna sá ég, að sagn-
fræðingum var ekki eingöngu um að kenna
heldur einnig einkennilegri stefnumótun af
hálfu háskólans; sagnfræðin var mjög fáliðuð
og greininni t.d. gert talsvert lægra undir
höfði en nýstofnaðri námsbraut í stjórnmála-
fræði; ekki var t.d. mögulegt að ljúka B.A.
prófi í sagnfræði nema taka aukagrein annars
staðar.
Hver er staða íslenskrar sagnfræði í dag?
Frá mínum sjónarhóli hefur sagnfræðin eflst
mjög. Á tveimur sviðum standa sagnfræðing-
ar nú félagsvísindafólki framar; í uppbygg-
ingu kennslu í framhaldsskólum landsins og í
virkum skoðanaskiptum um rannsóknir:
— í félagsvísindum er ekki til frumsamin
kennslubók fyrir framhaldsskóla; í sagnfræði
geta framhaldsskólakennarar valið á milli
kennslubóka í Islandssögu.
— í tímaritinu Sögu eru nær öll sagnfræðirit
á íslensku ritdæmd; höfundar verka svara
einnig gjarnan gagnrýni, finnist þeim á sig
hallað. Engin sambærileg umræða á sér stað í
íslenskum félagsvísindum.
I þessum efnum getum við félagsvísinda-
fólk lært af sagnfræðingum. Margt geta síðan
sagnfræðingar af okkur numið, t.d. hvernig á
að reka rannsóknarstofnun (Félagsvísinda-
stofnun) og aðferðir til að vekja og viðhalda
áhuga fjölmiðla og almennings á fræðigrein-
inni.
En er þá að öðru leyti allt í himnalagi í ís-
lenskri sagnfræði? Ég svara þeirri spurningu
neitandi:
— Rannsóknir á íslensku þjóðfélagi við er-
42