Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 39

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 39
Ráðabrugg á dulmáli Þjóðfhitningar til Jótlandsheiða? Eins og fyrr segir felur skýrsla Johnstones í sér áður óþekkta heimild um hið umdeilda Jót- landsheiðamál: Átti að llytja alla íslensku þjóð- ina til Jótlandsheiöa í kjölfar móðuharðinda eða eingöngu 500-800 þurfamenn? Eins og kunnugt er hefur allmikið verið skrifað um þetta. Ekki er ástæða til að rekja þessa umræðu hér nema aö litlu leyti en rétt að visa til greina þriggja fræðimanna, þeirra Sigurðar Líndals, Sigfúsar Hauks Andréssonar og Gísla Ágústs Gunnlaugssonar, sem hafa all- ir fjallað ýtarlega um málið/' Þó verður að gera stuttlega grein fyrir þeim frumheimildum sem til eru um málið, því hér hætist ein við. Upphafsmaður þeirrar sögu að flytja hafi átt alla þjóðina til Danmerkur eftir móðuharð- indi hefur lengi verið talinn Hannes Finnsson biskup. í ritgerð sinni Um mannfæckun af Hallærum á Islandi, sem út kom árið 1796, segir hann, að ísland hafi „helzt af útlendum, verið svo harðt álitið, að jafnvel 1784 var komið fyrir alvöru í tal að sækja allt fólk úr landinu til Danmerkur og gjöra þar af því ný- Jón forseti staöbœfði, að til befði staðið að setja íslendinga niðurá „Lýngbeiði ájótlandi". býlinga.Undir þetta tekur Magnús Steph- ensen dómstjóri í Island i det Attende Aar- hundrede, sem út kom árið 1808 í Kaup- mannahöfn, með orðalaginu: „da endog tænkt- es paa at ... bortföre de overblevne Menn- esker“/ Jón Espólin sýslumaður skrifaði síðan í íslands Árbókum, að Landsnefndin síöari hafi m.a. rætt um „at flytja allt fólk úr landi hér, ok setja niclr I Danmörku, og var nær stadrádit“/ Ekki minntust þessir þrír á Jótlandsheiðar sem áfangastað þjóðarinnar. Það gerði hins vegar Jón Sigurðsson forseti sem staðhæfði árið 1840 að flytja hefði átt „allt fólk“ frá íslandi og setja niður á „Lýngheiði á |ótlandi“d’ í ljósi Joess að hér er um að ræða nokkra mikilsmetnustu fræðimenn tímabilsins er ekki óeðlilegt, að því hafi verið trúað lengi vel að flytja hefði átt þjóðina til Jótlandsheiða í kjölfar móðuharð- inda. Um miðja þessá öld fór hins vegar mikils- virtur fræðimaður og prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands — Þorkell Jóhannesson — á stúfana og freistaði Joess að finna þjóðarflutn- ingssögunni staðfestingu í skjalasöfnum dönsku stjórnardeildanna. Þar fann hann eng- in skjöl sögunni til stuðnings. Hins vegar fann hann bréf í Rentukammersskjölum, rituð í jan- úar 1785, þar sem lagt var til að flytja 500 manns „sem þrotbjarga væri og öðrum til byrði“ frá Islandi til Danmerkur. Ennfremur kom í ljós aö málið hafði veriö borið undir Le- vetzow kammerherra, verðandi stiftamtmann íslands, sem vilcli hækka töluna í 800. Þessar hugmyndir voru síðan teknar til umræðu á fyrstu fundum Landsnefndarinnar síðari í febr- úar 1785, og er skemmst frá því að segja að brottflutningstillögunni var hafnað.’1 Á grund- velli þessara heimilda ályktaði Þorkell, að þótt J^jóðarflutningssagan væri ekki „tilefnislaus með öllu“ væri hún „þó alröng".” Hér væri misskilningur á ferðinni, 500 þrotbjarga ís- lendingar höfðu oröið að allri þjóðinni. Þor- kell kynnti þessar niðurstöður í Andvara árið 1945. Að sjálfsögðu var mark tekið á prófess- ornum og var nú þjóðarflutningssögunni ekki lengur haldið á loft/’ En sagnfræðingar hafa haldið áfram að kanna skjalasöfn og fleiri merkilegar frum- heimildir um málið hafa fundist. Sigfús Hauk- ur Andrésson dró fram í dagsljósið bréf Jóns Sveinssonar sýslumanns til Rentukammers frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.