Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 54

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 54
Gunnar Karlsson greiða í löndum annars staðar en í Norðlend- ingafjórðungi (þar sem Hafliða hefur verið fyr- irhafnarminnst að byggja þau). Gripir máttu ekki vera minna en kúgildi að verðgildi. Gelda hesta nrátti greiða, en engan graðhest nema meri fylgdi og því aðeins meri að hestur fylgdi. (Dæmi um kynhreina ræktun?) „ekki hross eldra en tólf vetra og eigi yngra en þre- vett Hestamenn munu vita að búast má við að hross fari aö fella af þegar þau hafa náð tólf vetra aldri. I Búalögum eru hestar ekki taldir fullgildir lengur en til tíu vetra ald- urs. Eftir það fer þeim aftur um eyri (sex álnir) á ári, segir í Búalagahandriti frá 17. öld, svo að 120 álna hestur er kominn niður í hálfvirði tvítugur." Gamalhross hafa verið lítils virði meöal fólks sem át ekki hrossakjöt. Samt er ekki að sjá að Hafliði hafi þóst hlunnfarinn þótt liann fengi fingurbæturnar í tólf vetra gömlum jálkum. Svipað verðmætamat á kúm og ám birtist í alþingissamþykkt um verðlag sem er skráð í Konungsbók Grágásar og er talin vera frá 12. öld." Þar segir:1’ Þetta er ennfjárlag, aö k.ýr þrevetur eða eldri, tíu vetra eöa yngri, kálfbœr og mjólk, byrnd og lastalaus, eigi vetri en meöalnaut, béraö- rœk. að fardögum og mólki kálfsmála, sú er gjaldgeng. ... Sex œr viö kú, tvcer tvevetrar og fjórar gamlar, og ali lömb sín og órotnar, loðnar og lembdar. Hér lítur út fyrir að menn hafi getað reitt fram fullt kýrverð með tíu vetra gamalli kú eða sex ám, þar sem að minnsta kosti fjórar þeirra voru komnar að ævilokum, ef þær að- eins voru svo burðugar að þær mjólkuðu lambi sínu. Á 18. öld var taliö að kýr væri leigufær í 8-18 ár. Frá 19. öld er heimild unr að kýr fari að fella af eftir að þær erti 12 vetra, en 20-25 ár sé hæsti aldur sem þær geti náð.16 Sé leigutíminn reiknaður frá þriggja vetra aldri, má því gera ráð fyrir að leigukýr sé að meðaltali þokkalega arðbær í tíu ár eða til þrettán vetra aldurs. Sá sem tók við þriggja vetra kú upp í skuld gat átt von á að eiga eftir að hafa fullt gagn af henni í ein tíu ár. En sá sem þurfti að taka við tíu vetra kú sanrkvæmt alþingissamþykktinni gat varla búist viö að hún yrði að fullu gagni í meira en þrjú ár. Höfundar samþykktarinnar virðast ekki hafa gert sér grein fyrir muninum. í Járnsíðu er hámarksaldur fullgildrar kýr færður niður í átta vetur, og mun það komið úr Gulaþingslögum eldri.17 Jónsbókarhöfundar tóku þá reglu upp og sögðu:1" Þetta er enn fjárlag svo sem lagt er dýrt á vor í því héraöi. Kýr átta vetra og eigi yngri en aö öörum kálfi, beil ok. beilsþenuð ok. bafi kelft um veturinn eftir Pálsmessu, eigi verri en með- alkýr, héraörcek. aðfardögum. Sama regla gengur þrásinnis aftur í Búalögum.19 Enginn veit hvort þessum ákvæðum var fylgt í reynd þegar kýr voru seldar og keyptar. í skjölum sem eru talin frá Grágásartíma kem- Nokkrar verð- og þyngdareiningar alin = upphaflega bútur af vaðmáli, líklega um 49 sm langur og 98 sm breiður. Hér aðeins notuð sem verðeining, úr tengslum við raunverulegt vaðmálsverð eyrir = 6 álnir mörk = 8 aurar, 48 álnir bundraö = 120 álnir, kúgildi frá því á 13. eða 14. öld, sex ærverð rnörk = um 214 grömm fjóröungur = 20 merkur, um 4,3 kg, upphaflega fjórðungur úr mœli sem var lítt eða ekki notuð eining á íslandi vcett = 8 fjórðungar, 160 merkur, um 34-35 kg 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.