Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 79
íslendingar á 18. öld.
flakkara í Húnavatnssýslu, í staðinn freistar
þess að bjarga sál Símonar Jónssonar, sem var
elstur ófermdra flakkara sem hann þekkti til.
Samt sem áður hafði sýnt sig, að jafnvel þegar
tímarnir voru skárri, hafði samfélagið ekki haft
bolmagn til að sinna skyldum sínum við hann.
Kirkjusókn
Urræðaleysi yfirvalda gagnvart almennum og
einstökum brotum sést víðar. hað er til dæmis
ljóst, að menn mættu ekki alltaf til kirkju þótt
til þess væri ætlast. Meira að segja séra Jón
Steingrímsson eldprestur viðurkennir eigin
tregðu og tilraunir til að sleppa við kirkjuferð-
ir.w Séra Þorsteinn Pétursson segir að síra
Wormur, prófastur á Melstað hafi látið messa á
hverjum helgum degi, .þótt fáir eða engir
kæmi“.w Margir prestanna sem Harboe biskup
yfirheyrði, er hann vildi kynna sér ástand
kristnidómsins á Islandi, kvörtuðu yfir lélegri
kirkjusókn og rápi á meðan á messu stóð.1"
Meðan séra Þorsteinn var kapellán séra Worms
á Melstað tóku þeir til bragðs að læsa kirkj-
unni á meðan á predikun stóð til að „... hindra
útgöngu fólks eftir fornum vana. Slíkt gekk
ekki af án lastmæla. Sumir kölluðu kirkjuna
fangahús, sögðust ætla að gjöra þar inni sínar
nauðsynjar etc“." Þessi örvæntingarfulla að-
gerð til að hafa hemil á almúganum er til
marks um togstreituna milli kirkjunnar og
þeirra sem ekki vildu beygja sig undir yfir-
valdið, sem kemur víða fram, og hversu auð-
velt var að komast undan refsingum, sem hót-
að var í lögum. Samkvæmt þeim áttu allir að
hlýða á Guðs orð og menn áttu fyrst að fá á-
minningu og vera síðan teknir út af sakrament-
inu ef þeir létu hjá liða að koma til kirkju.'-
Eitthvert sérkennilegasta dæmið um það,
hvernig yfirvaldið stendur ráðþrota gagnvart
mótþróasömum einstaklingi, er þegar Gísli Ól-
afsson frá Suðra-Rauðalæk neitaði að taka af-
lausn frá árinu 1703 til 1732. Hann var aðvar-
aður, bannfærður og honum hótað með gapa-
stokki, svo eitthvað sé nefnt. Þótt úr bannfær-
ingunni yrði, lét Gísli sér þaö í léttu rúmi
liggja en aðrar refsingar, sem til stóðu, virðast
hafa verið í lágmarki. Athyglisvert er, aö kirkj-
an virðist ekki hafa nein vopn til að ráða við
slíkt mál. Afskipti hennar af Gísla hófust ekki
fyrr en 1705, tveimur árum eftir að hann neit-
aði fyrst að taka aflausn og stóðu í 30 ár. Á
meðan Gísla stóð á sama gerði bannfæring
ekkert gagn, áminningar enn síður og hótun-
um um líkamlegar refsingar var ekki franrfylgt.
Ef til vill hefur Gísli þóst vita að svo yröi,
enda virðist úrræðaleysi kirkjunnar algert.1'
Kirkjunni gekk illa að halda uppi aga, jafnt
innan sinna vébanda sem annars staðar í sam-
félaginu. Drykkjuskapur og áflog í kirkju voru
algeng umkvörtunarefni." Ástand sóknanna í
landinu var mjög
mismunandi og
virðist hafa verið
ltelst undir mann-
gildi prestsins kom-
ið. Margir prestanna
voru áhugalitlir og
sinntu spurningum
og vísitasíum lítið.
Þeir voru iðulega
illa menntaðir og
áttu fáar bækur,
jafnvel ekki Bilrlíu."
Aórir lestir
Að ýmsu öðru leyti
gætti óánægju með-
al klerkanna og yflr-
valda. Séra Þor-
steinn Pétursson
hafði til dæmis á-
hyggjur af skraut-
serni fólks, sérstak-
lega kvenna og
unglinga.
...[þau hafa] yndi
sitt og gaman í
svoddan fánýtri
prýöi og hégóma-
dýrð aö hrúka silki,
flauel, damask, flús,
fiannel, frúnsur, snúrur, boröa, galúnur, út-
saum, silfur, hnappa, helti, hláan lit og annað
slík.t óþarfa apaspil eftír framandi þjóöum. Jesús
segir, Lúk. 7, aö þeir, sem mjúkan og dýnncetan
klceönaö hera séu í konunga gjörðum. En hvaö
k.emur þaö oss viö, fátceklingum þessa auma
lands, hverja nii vantar hceöi þaö, sem þeir
þurfa aö éta og drekka, og margur gengur
r\. i\a*l
% ■ ú
\ i'
77