Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 76

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 76
Lára Magntisardóttir viðhorf hans til almuga líkari afstöðu séra Þor- steins en Magnúsar. Þeir eiga allir í höggi við tregðu alþýðu til að meðtaka boðskap þeirra. Ólíklegt er að almúgafólk hafi verið vel með á nótunumum í hugmyndafræðilegum tískubylgjum. Þó var það ekki algerlega ómeð- vitað um þær, því að oftar en ekki komu markmið þessara hugmyndastefna fram í til- raunum til að hafa bein áhrif á líf fólks. Emb- ættismenn, ekki síst prestar, voru margir hverj- ir ötulir við að gagnrýna líferni almúgans og reyna að fá hann ofan af því, með einhverja hug- myndastefnuna aö leiðar- ljósi. Mikill áhugi bænda á störfum landsnefndarinnar 1771 og ýmsar frásagnir bæði séra Jóns og séra Þorsteins benda einnig í þá átt, að almúgafólk hafi tekið þátt í umræðum um þjóðfélags- og trúmál. Yfirvöld og almúgi Loftur Guttormsson talar um stríð upplýsingar- innar við alþýðumenningu: Á þessu sviöi var ekki togast á um einstök verk heldur um hefðbundna menningariðkun og dœgradvöl alþýðu, einkum sagnalestur og rímnakveðskaþ. Engum blöðum er um það að fietta að uþþlýsingarmenn áttu leynt eða Ijóst í stríði við þessa alþýðlegu menningararfleifð. Þeim reyndist aftur því erfiðara að fást við hana sem bún ncerðist frá fornu fari af munnmœlum og handrituðu lestrarefni; að þessu leyti var við hálf-ósýnilegan andstceðing að kljást. En baráttan gegn þessari arfleifð varð óhjákvœmilega til að skerpa skilin milli alþýðumenningar og lcerdóms- eða yfirstéttar- menningar.-1 Þessi lýsing á einnig vel við um píetismann og liklega rétttrúnaðinn líka. Stríð yfirvalda við alþýðumenningu varði miklu lengur en píet- isminn. Helsta keppikefli yfirvalda um langt skeið var einmitt aö ná æ meira valdi yfir al- þýðu fólks, koma samfélaginu í fastar skorður, uppræta sjálfræði og koma á aga. Þessu valdi var reynt að ná með andlegum ögunarmeðul- um og fram að upplýsingartímanum var krist- indómurinn eina meðalið sem í boði var. Mönnum hefur orðið tíörætt um andúð pí- etista á lestri fornsagnanna og gert hana aö nokkurs konar einkennismerki píetismans. Eitt helsta markmið húsagatilskipunarinnar, eins og píetismans, var að bæta kristni í landinu. Bættur húsagi var leið til þess og honum skyldi ná með kristilegu uppeldi.2’ Samkvæmt 7. grein skyldi sérhver húsbóndi kenna börn- um sínum og hjúum að hefja hvert verk á bæn og upplyfta hjarta sínu til Hans á meðan á verkinu stæði, tala sam- an um guðlega og upp- byggilega hluti eða ann- að ærlegt og kristilegt, „...hvar á mót þau alvar- lega eiga að áminnast undir straff aö vakta sig fyrir ósæmilegu tali og gamni, eiðum og blóti, hégómlegum históríum eða svokölluðum sögum og amors-vísum eða rímum, sem kristnum sæmir ekki um hönd að hafa...“2‘ Þessi tilmæli eða bann voru nýjung. Því þótt húsagatilskipuninni hafi svipaö mjög til Bessastaðapóstanna, er þar hvergi minnst á lestur fornsagna eða rímnakveðskapar. Ætlun- arverk þeirra var að stöðva betl og flakk hrausts fólks. í samræmi við tíðarandann beindust lausnirnar meira að ytri stjórnun en síöar varð og megináhersla var lögð á strang- ari hegningar og hagnýt atriði eins og þau, að borga hreppstjórum laun til þess að þeir ræktu skyldur sínar betur.2’ Á hinn bóginn er ekki ólíklegt að hug- myndin um spillingaráhrif fornsagna og ann- arra bókmennta, sem íslenskur almúgi hafði mikinn áhuga á, hafi lengi veriö ríkjandi með- al klerka og embættismanna. Ekki fengust þær prentaðar, fremur en annað veraldlegt efni, en í tvær aldir voru bara prentuð andleg rit á landinu, fram að stofnun Hrappseyjarprent- smiðju 1773. Hún starfaði svo í anda upplýs- ingar framan af og prentaði helst nytsamlegar bækur, en ekki fornsögur.2'1 Barátta yfirvalda við alþýöumenningu hélt sínu striki og upplýsingarmenn héldu henni ó- trauöir áfram á eftir píetistum. Rómantíkerar 19. aldarinnar töldu rímnakveðskapinn heldur Myndirnar með greininni eru allar úr kvikmyndinni Nifl eftir Þór Elts Pálsson, sem gerist að hluta á 18. öld. Ólafur Rögnvaldsson tók mynclina. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.