Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 76
Lára Magntisardóttir
viðhorf hans til almuga líkari afstöðu séra Þor-
steins en Magnúsar. Þeir eiga allir í höggi við
tregðu alþýðu til að meðtaka boðskap þeirra.
Ólíklegt er að almúgafólk hafi verið vel
með á nótunumum í hugmyndafræðilegum
tískubylgjum. Þó var það ekki algerlega ómeð-
vitað um þær, því að oftar en ekki komu
markmið þessara hugmyndastefna fram í til-
raunum til að hafa bein áhrif á líf fólks. Emb-
ættismenn, ekki síst prestar, voru margir hverj-
ir ötulir við að gagnrýna líferni almúgans og
reyna að fá hann ofan af
því, með einhverja hug-
myndastefnuna aö leiðar-
ljósi. Mikill áhugi bænda á
störfum landsnefndarinnar
1771 og ýmsar frásagnir
bæði séra Jóns og séra
Þorsteins benda einnig í
þá átt, að almúgafólk hafi
tekið þátt í umræðum um
þjóðfélags- og trúmál.
Yfirvöld og almúgi
Loftur Guttormsson talar um stríð upplýsingar-
innar við alþýðumenningu:
Á þessu sviöi var ekki togast á um einstök verk
heldur um hefðbundna menningariðkun og
dœgradvöl alþýðu, einkum sagnalestur og
rímnakveðskaþ. Engum blöðum er um það að
fietta að uþþlýsingarmenn áttu leynt eða Ijóst í
stríði við þessa alþýðlegu menningararfleifð.
Þeim reyndist aftur því erfiðara að fást við
hana sem bún ncerðist frá fornu fari af
munnmœlum og handrituðu lestrarefni; að
þessu leyti var við hálf-ósýnilegan andstceðing
að kljást. En baráttan gegn þessari arfleifð
varð óhjákvœmilega til að skerpa skilin milli
alþýðumenningar og lcerdóms- eða yfirstéttar-
menningar.-1
Þessi lýsing á einnig vel við um píetismann
og liklega rétttrúnaðinn líka. Stríð yfirvalda við
alþýðumenningu varði miklu lengur en píet-
isminn. Helsta keppikefli yfirvalda um langt
skeið var einmitt aö ná æ meira valdi yfir al-
þýðu fólks, koma samfélaginu í fastar skorður,
uppræta sjálfræði og koma á aga. Þessu valdi
var reynt að ná með andlegum ögunarmeðul-
um og fram að upplýsingartímanum var krist-
indómurinn eina meðalið sem í boði var.
Mönnum hefur orðið tíörætt um andúð pí-
etista á lestri fornsagnanna og gert hana aö
nokkurs konar einkennismerki píetismans. Eitt
helsta markmið húsagatilskipunarinnar, eins
og píetismans, var að bæta kristni í landinu.
Bættur húsagi var leið til þess og honum
skyldi ná með kristilegu uppeldi.2’ Samkvæmt
7. grein skyldi sérhver húsbóndi kenna börn-
um sínum og hjúum að hefja hvert verk á bæn
og upplyfta hjarta sínu
til Hans á meðan á
verkinu stæði, tala sam-
an um guðlega og upp-
byggilega hluti eða ann-
að ærlegt og kristilegt,
„...hvar á mót þau alvar-
lega eiga að áminnast
undir straff aö vakta sig
fyrir ósæmilegu tali og
gamni, eiðum og blóti,
hégómlegum históríum
eða svokölluðum sögum og amors-vísum eða
rímum, sem kristnum sæmir ekki um hönd að
hafa...“2‘ Þessi tilmæli eða bann voru nýjung.
Því þótt húsagatilskipuninni hafi svipaö mjög
til Bessastaðapóstanna, er þar hvergi minnst á
lestur fornsagna eða rímnakveðskapar. Ætlun-
arverk þeirra var að stöðva betl og flakk
hrausts fólks. í samræmi við tíðarandann
beindust lausnirnar meira að ytri stjórnun en
síöar varð og megináhersla var lögð á strang-
ari hegningar og hagnýt atriði eins og þau, að
borga hreppstjórum laun til þess að þeir ræktu
skyldur sínar betur.2’
Á hinn bóginn er ekki ólíklegt að hug-
myndin um spillingaráhrif fornsagna og ann-
arra bókmennta, sem íslenskur almúgi hafði
mikinn áhuga á, hafi lengi veriö ríkjandi með-
al klerka og embættismanna. Ekki fengust þær
prentaðar, fremur en annað veraldlegt efni, en
í tvær aldir voru bara prentuð andleg rit á
landinu, fram að stofnun Hrappseyjarprent-
smiðju 1773. Hún starfaði svo í anda upplýs-
ingar framan af og prentaði helst nytsamlegar
bækur, en ekki fornsögur.2'1
Barátta yfirvalda við alþýöumenningu hélt
sínu striki og upplýsingarmenn héldu henni ó-
trauöir áfram á eftir píetistum. Rómantíkerar
19. aldarinnar töldu rímnakveðskapinn heldur
Myndirnar með greininni
eru allar úr kvikmyndinni
Nifl eftir Þór Elts Pálsson, sem
gerist að hluta á 18. öld.
Ólafur Rögnvaldsson tók
mynclina.
74