Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 77

Ný saga - 01.01.1993, Blaðsíða 77
íslendingar á 18. öld. ekki við hæfi landa sinna og sennilega hefur háð Jónasar Hallgrímssonar um rímnakveð- skap Sigurðar Breiðfjörð verið eina meðalið af þeim sem reynt var, sem skilaði nokkrum árangri. Þó voru í þessu máli, eins og öörum, skiptar skoðanir. í Ferðabók Bjarna Pálssonar og Eggerts Olafssonar segir að Islendingar lesi fornsögur og kveði rímur. Þeir telja jxtð bæði viturlegt og skynsamlegt.’7 Þetta var um svipað leyti og píetistar voru að banna lestur þeirra. Píetistar höfðu í rauninni ekkert á móti fornsögum. Bæði fyrir og eftir píetismann voru fornmenntir stundaðar af mikilli virðingu fyrir viðfangsefninu, bæði í fornmenntastefnu og rómantík. Fornmenntastefnan liélt sínu striki meðal menntamanna á tímum píetista og reyndar lengur og er Stofnun Árna Magnús- sonar til marks um jrað. En |rað sem vísinda- menn fengust við inni á fræðastofnunum var ekki talið eiga neitt erindi við alþýðúna. Eben- ezer Henderson, skoskur trúboði, sem var á íslandi 1814-1815 lýsir þessu viðhorfi er hann skrifar að „...í höndum lærðra manna geti þær [fornsögurj komið að góðu gagni. En að hvetja almúgann til að lesa þær, væri til joe.ss eins að ala á hjátrú og trúgirni...“2H Yfirvöld voru sífellt að reyna að temja al- þýðuna en hún lét illa að stjórn. „Hálfósýni- legi andstæðingurinn", sem áður getur, var hinsvegar ekki einungis joaö sem gekk á milli manna í munnmælum og uppskriftum og rná kannski segja að þar sé sýnilegi hlutinn. Ó- sýnilegi hlutinn var samfélagiö sjálft og lifn- aðarhættir manna, joað sem fólk geröi í dag- legu lífi og sagði sín á milli. Um jxtö eru litlar heimildir, enda unnu yfirvöld hörðum hönd- um að joví að uppræta jxiö. Þann hluta and- legrar menningar sem hafði ekki fornfræði- legt eða annað fræðilegt gildi var engin á- stæöa til að skrá eða geyma, heldur jwert á móti. Óreióa í samfélaginu Ljóst er af rituðum heimildum, að hegðun al- múga var ekki í samræmi við væntingar yfir- valda. Á 18. öld var jxtö kallað sjálfræði þegar almúgafólk hafði sjálfstæðar skoðanir eða h;ig- aði lífi sínu á einhvern hátt að eigin vild. Kvartanir yfirvaldsins yfir sjálfræði íslendinga er fremur regla en undantekning og einnig má merkja hneykslan ýmissa erlendra manna. Skýringarinnar á sjálfræðinu má meðal annars leita í joví hve mörkin milli stétta voru óskýr, en afleiðingarnar voru til skamms tíma taldar flest joað sem illa fór. Mikilvægt er að hafa í huga að þótt bændasamfélag hafi verið við lýöi, var engan veginn svo að allir væru bændur. Bæði var yf- irstétt fyrir hendi, sem fór með yfirvald í land- inu, og óvenjuhátt hlutfall landsmanna var vinnuhjú, ef miðað er við önnur Norðurlönd. Vinnuhjúastéttinni var aö stærstum hluta við- haldið með afkomendum bænda, sem ekki var rúm fyrir í bændastétt. Niðursetningar og flakkarar voru einnig margir. Mikilvægi jieirra felst fyrst og fremst í joví hve óstöðugar stétt- irnar voru vegna almennrar fátæktar. Enginn var öruggur í sinni stétt og hver sem var gat átt von á jwí að hrapa niður í neðstu lög jijóð- félagsins með aldrinum eða í næsta harðæri. Hver og einn naut þeirra lífskjara sem stétt hans tilheyrði hyerju sinni án tillits til jiess hvaða stöðu hann hafði áður skipaö í jojóðfé- laginu. Jafnframt var hægt að færast upp í mannvirðingum ef fólksfækkun varð. Sjálfs- mynd manna hefur ekki nema að litlu leyti mótast af stéttarstöðu þeirra vegna þess hve hún var óörugg og breytileg. Skyldleiki fólks úr mismunandi stéttum og félagslegt óöryggi olli hvoru tveggja í senn, óánægju og sjálfræði þeirra sem lentu undir, t.d. vinnuhjúa,'" og stuðlaði að samkennd milli fátæklinga lands- ins, sem voru nánast allur almenningur. Stéttaróvissan og sjálfræðið sem af henni leiddi var löngum talið mesta mein þjóðarinn- ar. Árið 1922 tekur Þorvaldur Thoroddsen undir orð Niels Horrebow frá 1751 og lýsir því á þessa leiö: ... að allt of mikill jöfnuður sé í umgengniyf- irboðara og undirgefinna á íslandi, hús- bœnda og bjúa. Afleiðingin sé, að bjúin bera enga virðingu fyrir búsbœndum sínum, hús- bœndur verða að bqfa alla varúð að styggja ekki hjúin, því annars standa þau uppi í hár- inu á þeim, og þeir húsbændur. sem vilja láta vinna duglega, fá engin hjú. Ódcel hjú geta farið á flakk og vergang, og eftir landslögum og landsvenju eru bœndur neyddir til að hýsa þessa Jlakkara.•'1 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.